Vitlaust sjónarhorn plataði VAR dómarana í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 12:30 Maurizio Sarri var ekki sáttur. Getty/Chris Brunskill Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki sáttur með vítadóminn sem réð úrslitum í fyrri leik Chelsea og Tottenham í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Hann hefur líka ýmislegt til síns máls. Tottenham maðurinn Harry Kane fiskaði víti og skoraði sjálfur úr því eina mark leiksins. Myndavéladómararnir skoðuðu atvikið og úrskurðuðu að Kane hafi ekki verið rangstæður þegar hann fékk stungusendinguna inn fyrir vörn Chelsea.Maurizio Sarri brought out Chelsea's game analysis last night to prove Harry Kane was offside. Has VAR got it horribly wrong? pic.twitter.com/iB1lF0lgPV — Talk Chelsea (@talkchelsea) January 9, 2019 Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, felldi síðan Kane sem átti alltaf að fá víti ef hann var réttstæður. En það er á reiki hvort Kane hafi verið réttstæður þrátt fyrir þennan úrskurð VAR dómaranna. Sjónarhorn myndavélarinnar virðist nefnilega hafa plataði VAR dómarana í gær og Maurizio Sarri sannaði það með myndbroti úr myndavél Chelsea sem var mun betur staðsett.The camera angle Chelsea feel shows Harry Kane was actually offside in move that led to VAR-awarded penalty #CFChttps://t.co/2h6eqkG6Pppic.twitter.com/gmvLLr1QJW — Telegraph Football (@TeleFootball) January 9, 2019 Myndvél Chelsea var í beinni línu við Harry Kane og sýndi að hann hallaði sér inn fyrir vörnina áður en hann fékk boltann. Þessi líkamsstaða Kane sást aftur á móti ekki á myndunum frá hinni myndavélinni sem var ekki í beinni línu við Kane. Skysports fjallaði um málið og sýndi þessi tvö ólíku sjónarhorn sem má sjá hér fyrir neðan. Sjónarhornið úr myndavél VAR dómarannaSkjámynd/Sky SportsSjónarhornið úr myndavél ChelseaSkjámynd/Sky SportsMaurizio Sarri vildi þó ekki gera mikið úr málinu. „Ég sá myndbrot úr okkar myndavél fyrir nokkrum mínútum og þar sást að þetta var rangstaða. Okkar myndavél var í beinni línu við Kane og hann var rangstæður,“ sagði Maurizio Sarri. Chelsea á seinni leikinn á heimavelli sínum en það sem hefur betur kemst í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley. „Höfuðið hans gerir hann rangstæðan. Það er ekki mikilvægt. Það sem er mikilvægt er að aðstoðardómarinn elti ekki boltann og hafði með því mikil áhrif á okkar varnarmenn. Eins og staðan er núna þá kunna enskir dómarar ekki að nota þetta kerfi,“ sagði Maurizio Sarri.'I don't like VAR - nobody does'https://t.co/58o5qot23Qpic.twitter.com/e133oQDBMS — BBC Sport (@BBCSport) January 9, 2019„VAR er í notkun á Ítalíu en það gekk skelfilega til að byrja með og það var mjög erfitt fyrir dómara að nota kerfið. Á þessari stundu eru dómararnir ekki tilbúnir að nota kerfið. Kane var greinilega rangstæður,“ sagði Sarri. „Þeir þurfa að skoða þetta betur. Það er líka mjög skrýtið að það sé ekki notað í ensku úrvalsdeildinni en er síðan notað í enska deildabikarnum,“ sagði Sarri. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki sáttur með vítadóminn sem réð úrslitum í fyrri leik Chelsea og Tottenham í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Hann hefur líka ýmislegt til síns máls. Tottenham maðurinn Harry Kane fiskaði víti og skoraði sjálfur úr því eina mark leiksins. Myndavéladómararnir skoðuðu atvikið og úrskurðuðu að Kane hafi ekki verið rangstæður þegar hann fékk stungusendinguna inn fyrir vörn Chelsea.Maurizio Sarri brought out Chelsea's game analysis last night to prove Harry Kane was offside. Has VAR got it horribly wrong? pic.twitter.com/iB1lF0lgPV — Talk Chelsea (@talkchelsea) January 9, 2019 Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, felldi síðan Kane sem átti alltaf að fá víti ef hann var réttstæður. En það er á reiki hvort Kane hafi verið réttstæður þrátt fyrir þennan úrskurð VAR dómaranna. Sjónarhorn myndavélarinnar virðist nefnilega hafa plataði VAR dómarana í gær og Maurizio Sarri sannaði það með myndbroti úr myndavél Chelsea sem var mun betur staðsett.The camera angle Chelsea feel shows Harry Kane was actually offside in move that led to VAR-awarded penalty #CFChttps://t.co/2h6eqkG6Pppic.twitter.com/gmvLLr1QJW — Telegraph Football (@TeleFootball) January 9, 2019 Myndvél Chelsea var í beinni línu við Harry Kane og sýndi að hann hallaði sér inn fyrir vörnina áður en hann fékk boltann. Þessi líkamsstaða Kane sást aftur á móti ekki á myndunum frá hinni myndavélinni sem var ekki í beinni línu við Kane. Skysports fjallaði um málið og sýndi þessi tvö ólíku sjónarhorn sem má sjá hér fyrir neðan. Sjónarhornið úr myndavél VAR dómarannaSkjámynd/Sky SportsSjónarhornið úr myndavél ChelseaSkjámynd/Sky SportsMaurizio Sarri vildi þó ekki gera mikið úr málinu. „Ég sá myndbrot úr okkar myndavél fyrir nokkrum mínútum og þar sást að þetta var rangstaða. Okkar myndavél var í beinni línu við Kane og hann var rangstæður,“ sagði Maurizio Sarri. Chelsea á seinni leikinn á heimavelli sínum en það sem hefur betur kemst í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley. „Höfuðið hans gerir hann rangstæðan. Það er ekki mikilvægt. Það sem er mikilvægt er að aðstoðardómarinn elti ekki boltann og hafði með því mikil áhrif á okkar varnarmenn. Eins og staðan er núna þá kunna enskir dómarar ekki að nota þetta kerfi,“ sagði Maurizio Sarri.'I don't like VAR - nobody does'https://t.co/58o5qot23Qpic.twitter.com/e133oQDBMS — BBC Sport (@BBCSport) January 9, 2019„VAR er í notkun á Ítalíu en það gekk skelfilega til að byrja með og það var mjög erfitt fyrir dómara að nota kerfið. Á þessari stundu eru dómararnir ekki tilbúnir að nota kerfið. Kane var greinilega rangstæður,“ sagði Sarri. „Þeir þurfa að skoða þetta betur. Það er líka mjög skrýtið að það sé ekki notað í ensku úrvalsdeildinni en er síðan notað í enska deildabikarnum,“ sagði Sarri.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira