Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. september 2019 18:45 Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift úr símtali Donalds Trumps forseta og Volodímírs Selenskíj Úkraínuforseta þar sem Trump bað Úkraínumanninn að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Demókratar segja beiðnina skýrt dæmi um embættisbrot en Trump segir símtalið saklaust. Uppskriftin var birt eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að ónefndur uppljóstrari kvartaði yfir því sem bandaríski forsetinn sagði í símann. Miðlar höfðu eftir heimildarmönnum að Trump hafi lofað Selenskíj einhverju gegn því að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden, fyrir Burisma Holdings, úkraínskt orkufyrirtæki. Var loforðið svo sett í samhengi við fregnir um að Trump hafi fryst nærri hundraða milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu.Selenskíj tók vel í beiðnina Ekki má sjá Trump beinlínis gefa neitt loforð í uppskriftinni af símtalinu en vert er að nefna að ekki er um orðrétta uppskrift að ræða heldur byggir skjalið á minni og glósum viðstaddra. Þá er vert að taka fram að Trump sagði sjálfur á mánudag, aðspurður um hvort hann hafi sett rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir aðstoð, að það væri mikilvægt að ríki sem Bandaríkin styðja séu heiðarleg og óspillt. Í skjalinu stendur að Trump hafi í beinu framhaldi af umræðum um aðstoð við Úkraínu minnst á að Biden og sonur hans hafi stöðvað rannsókn úkraínsks saksóknara og bað Trump Selenskíj um að skoða málið. Selenskíj svaraði játandi og sagði að næsti ríkissaksóknari verði alfarið á hans bandi. Sá muni skoða málið sem og fyrirtækið Crowdstrike. Trump bað einnig um skoðun á Crowdstrike en fyrirtæki undir því nafni gerði greiningu á tölvuárás á miðstjórn Demókrataflokksins og komst að þeirri niðurstöðu að hópar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi staðið að árásinni. Órökstuddar ásakanir Mál Hunters Biden, sem Trump vísar til og átti sér stað þegar Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna, snýst um að Viktor Shokin, þáverandi ríkissaksóknari, sagðist ætla að hefja rannsókn á meintri spillingu eigenda Burisma Holdings í febrúar 2015. Varaforsetinn var svo staddur í Kænugarði árið 2016 þar sem hann átti að tilkynna um milljarðs dala lán til Úkraínu. Hann sagði söguna af samskiptum sínum þar á málþingi á vegum hugveitunnar Council of Foreign Relations í fyrra. Sagði að hann hafi tjáð Úkraínumönnum að lánið yrði ekki veitt nema saksóknarinn yrði rekinn. Vítalíj Kasko, fyrrverandi aðstoðarmaður saksóknarans Shokin, sagði svo frá því í maí síðastliðnum að afarkostir Bidens hafi ekki snúist um rannsóknina á Burisma Holdings. Sú rannsókn hafi verið lögð á hilluna árið 2015. Shokin hafi einfaldlega verið of linur í spillingarmálum. Sú var einnig skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er vert að taka fram að Joe Biden sagðist hafa sagt í Kænugarði að það væru skilaboð Baracks Obama að reka þyrfti Shokin. Rannsaka meint embættisbrot Úkraínumálið á nú hug og hjörtu þingmanna. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun lekamannsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Í kjölfarið er mögulegt að fulltrúadeildin ákæri Trump til embættismissis. Öldungadeildin myndi þá dæma í málinu en nær óhugsandi er að Trump verði sakfelldur enda þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að styðja sakfellingu og eru Demókratar þar í minnihluta. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift úr símtali Donalds Trumps forseta og Volodímírs Selenskíj Úkraínuforseta þar sem Trump bað Úkraínumanninn að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Demókratar segja beiðnina skýrt dæmi um embættisbrot en Trump segir símtalið saklaust. Uppskriftin var birt eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að ónefndur uppljóstrari kvartaði yfir því sem bandaríski forsetinn sagði í símann. Miðlar höfðu eftir heimildarmönnum að Trump hafi lofað Selenskíj einhverju gegn því að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden, fyrir Burisma Holdings, úkraínskt orkufyrirtæki. Var loforðið svo sett í samhengi við fregnir um að Trump hafi fryst nærri hundraða milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu.Selenskíj tók vel í beiðnina Ekki má sjá Trump beinlínis gefa neitt loforð í uppskriftinni af símtalinu en vert er að nefna að ekki er um orðrétta uppskrift að ræða heldur byggir skjalið á minni og glósum viðstaddra. Þá er vert að taka fram að Trump sagði sjálfur á mánudag, aðspurður um hvort hann hafi sett rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir aðstoð, að það væri mikilvægt að ríki sem Bandaríkin styðja séu heiðarleg og óspillt. Í skjalinu stendur að Trump hafi í beinu framhaldi af umræðum um aðstoð við Úkraínu minnst á að Biden og sonur hans hafi stöðvað rannsókn úkraínsks saksóknara og bað Trump Selenskíj um að skoða málið. Selenskíj svaraði játandi og sagði að næsti ríkissaksóknari verði alfarið á hans bandi. Sá muni skoða málið sem og fyrirtækið Crowdstrike. Trump bað einnig um skoðun á Crowdstrike en fyrirtæki undir því nafni gerði greiningu á tölvuárás á miðstjórn Demókrataflokksins og komst að þeirri niðurstöðu að hópar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi staðið að árásinni. Órökstuddar ásakanir Mál Hunters Biden, sem Trump vísar til og átti sér stað þegar Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna, snýst um að Viktor Shokin, þáverandi ríkissaksóknari, sagðist ætla að hefja rannsókn á meintri spillingu eigenda Burisma Holdings í febrúar 2015. Varaforsetinn var svo staddur í Kænugarði árið 2016 þar sem hann átti að tilkynna um milljarðs dala lán til Úkraínu. Hann sagði söguna af samskiptum sínum þar á málþingi á vegum hugveitunnar Council of Foreign Relations í fyrra. Sagði að hann hafi tjáð Úkraínumönnum að lánið yrði ekki veitt nema saksóknarinn yrði rekinn. Vítalíj Kasko, fyrrverandi aðstoðarmaður saksóknarans Shokin, sagði svo frá því í maí síðastliðnum að afarkostir Bidens hafi ekki snúist um rannsóknina á Burisma Holdings. Sú rannsókn hafi verið lögð á hilluna árið 2015. Shokin hafi einfaldlega verið of linur í spillingarmálum. Sú var einnig skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er vert að taka fram að Joe Biden sagðist hafa sagt í Kænugarði að það væru skilaboð Baracks Obama að reka þyrfti Shokin. Rannsaka meint embættisbrot Úkraínumálið á nú hug og hjörtu þingmanna. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun lekamannsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Í kjölfarið er mögulegt að fulltrúadeildin ákæri Trump til embættismissis. Öldungadeildin myndi þá dæma í málinu en nær óhugsandi er að Trump verði sakfelldur enda þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að styðja sakfellingu og eru Demókratar þar í minnihluta.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33