Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 10:22 Johnson hefur verið þekktur fyrir ýmis trúðslæti í gegnum tíðina. Evrópskir fjölmiðlar líkja honum við hirðfífl. Vísir/EPA Fjölmiðlar á meginlandi Evrópu brugðust við fréttum af því að Boris Johnson yrði næsti forsætisráðherra Bretlands með undrun í dag. Á forsíðum dagblaða var Johnson ýmist lýst sem hirðfífli eða trúði. Johnson hafði betur gegn Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í leiðtogavali Íhaldsflokksins í gær. Hann tekur við embætti forsætisráðherra af Theresu May í dag. Nokkrir úr framvarðarsveit Íhaldsflokksins hafa þegar lýst því yfir að þeir kæri sig ekki um að starfa í ríkisstjórn Johnson vegna ummæla hans um að hann gæti dregið Bretland úr Evrópusambandsins án samnings 31. október. Sigri Johnson var fálega tekið í evrópsku pressunni. Johnson hefur ræktað ímynd flumbrugangs og hótfyndni og gerðu fjölmiðlar á meginlandi sér mat úr henni. The Guardian tók saman ummæli nokkurra fjölmiðla í Evrópu. Þýska blaðið Der Spiegel varaði við því að Johnson myndi byrja á að brjóta loforð sín strax á morgun. Libération í Frakklandi birti fyrirsögnina „Hirðfífl drottningarinnar“ um nýja breska forsætisráðherrann. Í svipaðan streng tók Frankfurter Allgemeine Zeitung í Þýskalandi. „Trúðurinn sem vildi vera konungur heimsins,“ var forsíða blaðsins. Politiken í Danmörku sagði að með Johnson gætu bresk stjórnmál orðið enn óútreiknanlegri en þau hafa verið til þessa og Belingske sagði Johnson líta út eins og mann sem svæfi í bílnum sínum og að það væri hans stíll. Engu mildari voru írskir fjölmiðlar. Í leiðara Irish Times spurðu ritstjórarnir hversu langt Bretland gæti fallið. „Brexit-klúðrið hefur gert landið klofið og biturt, þingið lamað, áhrif þess dvínandi, orðspor þess í molum. Nú er nýr lágpunktur: Boris Johnson er að verða forsætisráðherra. Það þýðir að hlutirnir gætu orðið enn verri,“ sagði í leiðaranum. Bretland Brexit Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Fjölmiðlar á meginlandi Evrópu brugðust við fréttum af því að Boris Johnson yrði næsti forsætisráðherra Bretlands með undrun í dag. Á forsíðum dagblaða var Johnson ýmist lýst sem hirðfífli eða trúði. Johnson hafði betur gegn Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í leiðtogavali Íhaldsflokksins í gær. Hann tekur við embætti forsætisráðherra af Theresu May í dag. Nokkrir úr framvarðarsveit Íhaldsflokksins hafa þegar lýst því yfir að þeir kæri sig ekki um að starfa í ríkisstjórn Johnson vegna ummæla hans um að hann gæti dregið Bretland úr Evrópusambandsins án samnings 31. október. Sigri Johnson var fálega tekið í evrópsku pressunni. Johnson hefur ræktað ímynd flumbrugangs og hótfyndni og gerðu fjölmiðlar á meginlandi sér mat úr henni. The Guardian tók saman ummæli nokkurra fjölmiðla í Evrópu. Þýska blaðið Der Spiegel varaði við því að Johnson myndi byrja á að brjóta loforð sín strax á morgun. Libération í Frakklandi birti fyrirsögnina „Hirðfífl drottningarinnar“ um nýja breska forsætisráðherrann. Í svipaðan streng tók Frankfurter Allgemeine Zeitung í Þýskalandi. „Trúðurinn sem vildi vera konungur heimsins,“ var forsíða blaðsins. Politiken í Danmörku sagði að með Johnson gætu bresk stjórnmál orðið enn óútreiknanlegri en þau hafa verið til þessa og Belingske sagði Johnson líta út eins og mann sem svæfi í bílnum sínum og að það væri hans stíll. Engu mildari voru írskir fjölmiðlar. Í leiðara Irish Times spurðu ritstjórarnir hversu langt Bretland gæti fallið. „Brexit-klúðrið hefur gert landið klofið og biturt, þingið lamað, áhrif þess dvínandi, orðspor þess í molum. Nú er nýr lágpunktur: Boris Johnson er að verða forsætisráðherra. Það þýðir að hlutirnir gætu orðið enn verri,“ sagði í leiðaranum.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09