Bein útsending: Umdeildir leiðtogar taka fyrstir til máls hjá SÞ Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 12:21 Abdel Fattah el-Sisi og Donald Trump eru meðal fyrstu ræðumanna í dag. AP/Evan Vucci Það verður mikið um ræðuhöld á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem 21 þjóðarleiðtogi mun taka til máls. Fyrstu fjórir ræðumennirnir þykja þó áhugaverðari en margir aðrir að þessu sinni. Fyrstur til að taka til máls verður Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, og á eftir honum kemur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Þar næst stígur Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, í pontu og því næst Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Allir þykja þeir umdeildir og hafa jafnvel verið sakaðir um einræðisburði, þó sumir meira en aðrir. Síðasti ræðumaðurinn í dag er Boris Johnson, umdeildur forsætisráðherra Bretlands, en ekki er víst að hann muni halda ræðu sína. Búið er að boða til þings á morgun eftir að Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði að forsætisráðherrann hefði brotið lög þegar hann fékk drottninguna til að fresta þingi í síðasta mánuði.Sjá einnig: Þingfrestun Boris dæmd ólöglegÞema allsherjarþingsins þetta árið er baráttan gegn fátækt, menntun, veðurfarsbreytingar og meðtalning (e: Inclusion). Fjölmiðlar ytra segja þó að Trump muni einbeita sér að því að gagnrýna Íran og reyna að byggja upp samstöðu gegn ríkinu. Þar að auki er hann talinn líklegur til að ræða ástandið í Venesúela og jafnvel samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Ræðuhöldin hefjast klukkan eitt og verður hægt að fylgjast með þeim hér að neðan. Bandaríkin Brasilía Egyptaland Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Það verður mikið um ræðuhöld á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem 21 þjóðarleiðtogi mun taka til máls. Fyrstu fjórir ræðumennirnir þykja þó áhugaverðari en margir aðrir að þessu sinni. Fyrstur til að taka til máls verður Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, og á eftir honum kemur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Þar næst stígur Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, í pontu og því næst Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Allir þykja þeir umdeildir og hafa jafnvel verið sakaðir um einræðisburði, þó sumir meira en aðrir. Síðasti ræðumaðurinn í dag er Boris Johnson, umdeildur forsætisráðherra Bretlands, en ekki er víst að hann muni halda ræðu sína. Búið er að boða til þings á morgun eftir að Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði að forsætisráðherrann hefði brotið lög þegar hann fékk drottninguna til að fresta þingi í síðasta mánuði.Sjá einnig: Þingfrestun Boris dæmd ólöglegÞema allsherjarþingsins þetta árið er baráttan gegn fátækt, menntun, veðurfarsbreytingar og meðtalning (e: Inclusion). Fjölmiðlar ytra segja þó að Trump muni einbeita sér að því að gagnrýna Íran og reyna að byggja upp samstöðu gegn ríkinu. Þar að auki er hann talinn líklegur til að ræða ástandið í Venesúela og jafnvel samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Ræðuhöldin hefjast klukkan eitt og verður hægt að fylgjast með þeim hér að neðan.
Bandaríkin Brasilía Egyptaland Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira