Byrði vegna alvarlegra mannskæðra sjúkdóma tvöfaldast fyrir árið 2060 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. maí 2019 07:15 Rannsóknarhöfundar spá því að byrði heilbrigðiskerfa vegna líknandi meðferða muni tvöfaldast fyrir árið 2060. Nordicphotos/Getty Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við King's College-rannsóknarháskólann í Lundúnum sýna fram á að fjöldi þeirra einstaklinga sem eru dauðvona og þarfnast líknandi þjónustu mun nær tvöfaldast í heiminum á næstu fjórum áratugum. Vísindamennirnir, sem birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet í gærkvöld, áætla að árið 2060 muni 48 milljónir manna deyja árlega í kjölfar alvarlegra heilsutengdra veikinda og þjáninga, eða um 47 prósent allra dauðsfalla. Þetta er 87 prósenta aukning þegar miðað er við stöðuna eins og hún var í heiminum árið 2016. Hópurinn áætlar jafnframt að aukningin muni eiga sér stað þvert á landamæri, en að hún muni skiptast ójafnt eftir efnahag. Þannig verði aukningin mest í lág- og miðtekjulöndum. „Það er siðferðilega og efnahagslega áríðandi að stuðla að tafarlausri innleiðingu og eflingu líknandi þjónustu í heilbrigðiskerfum heimsins,“ segir Katherine Sleeman, yfirlæknir breska rannsóknarsjóðsins og sérfræðingur við Cicely Saunders-stofnunina í líknandi þjónustu hjá King's College. Hún er fyrsti höfundur rannsóknarinnar. „Líknandi þjónusta getur linað þjáningar sjúklinga og aðstandenda þeirra, ásamt því að spara heilbrigðiskerfum og samfélögum háar fjárhæðir. Til að við getum tekið skilvirkar ákvarðanir þegar kemur að heilbrigðisþjónustu og stefnumörkun, þá er nauðsynlegt að skilja bæði núverandi og tilvonandi eftirspurn eftir líknarmeðferð.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar ítreka höfundar að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða í ljósi þessa til að „stemma stigu við stórkostlegri veikingu heilbrigðiskerfa“.Katherine SleemanRannsókn Sleeman og félaga er sú fyrsta sinnar tegundar en hún tekur til hnattrænnar þróunar á eftirspurn eftir líknandi þjónustu vegna heilsutengdra veikinda og þjáninga. Líkan þeirra byggir á gögnum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um tekjur, launaþróun, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, kyn, aldur og faraldsfræði og tíðni ákveðinna sjúkdóma og veikinda. Á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum er að krabbamein verður helsta ástæða aukinnar eftirspurnar eftir líknandi þjónustu, ásamt hækkandi lífslíkum. Áætlað er í niðurstöðum hópsins að dauðsföll sökum krabbameins verði 16 milljónir á ári árið 2060, en það er 109 prósenta aukning frá árinu 2016. Hins vegar verður hlutfallslega mest aukning í tilfellum heilabilunar sem verður, samkvæmt líkani Sleeman, kvilli sem mun draga sex milljónir manna til dauða árlega árið 2060. Aukning sem nemur 264 prósentum þar sem viðmiðunarárið er 2016. „Niðurstöður okkar undirstrika þörfina fyrir eflingu heilbrigðiskerfa og -þjónustu á hnattræna vísu með tilliti til aðgengis að nauðsynlegum lyfjum, þjálfun starfsfólks og almenningsfræðslu,“ segir Sleeman. „Við höfum með þessari rannsókn kynnt fyrstu traustu vísbendingarnar um stærðargráðu þess vanda sem blasir við að óbreyttu.“ Höfundarnir lýsa ákveðinni óvissu með tilliti til skráningar dánarorsaka, sem tekið er tillit til við líkanagerðina, en hún er oft af skornum skammti í lágtekjulöndum. Carlos Centeno og Natalia Arias-Casais, sérfræðingar við rannsóknarstofnun Háskólans í Navarra í líknarmeðferð, segja í áliti sínu um rannsókn Sleeman og félaga að niðurstöðurnar séu sláandi. „Rannsóknin er tímabært innlegg í umræðuna um líknandi þjónustu sem grundvallarþátt í almennri heilbrigðisþjónustu,“ rita Centeno og Arias-Casais. „Höfundarnir hafa fært hinum alþjóðlega hópi heilbrigðisstarfsfólks mikilvægt innlegg í þessa umræðu og auðgað skilning okkar á stærðargráðu og áskorunum þessa vandamáls.“ Í klínískum leiðbeiningum Landspítala um líknarmeðferð segir að einstaklingum með langvinna og alvarlega lífsógnandi sjúkdóma haldi áfram að fjölga vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og framfara í tækni og meðferð. „Líknarmeðferð gegnir lykilhlutverki við að mæta þörfum og bæta lífsgæði þessara sjúklinga,“ segir þar enn fremur. „[...] hefur líknarmeðferð breyst frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við King's College-rannsóknarháskólann í Lundúnum sýna fram á að fjöldi þeirra einstaklinga sem eru dauðvona og þarfnast líknandi þjónustu mun nær tvöfaldast í heiminum á næstu fjórum áratugum. Vísindamennirnir, sem birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet í gærkvöld, áætla að árið 2060 muni 48 milljónir manna deyja árlega í kjölfar alvarlegra heilsutengdra veikinda og þjáninga, eða um 47 prósent allra dauðsfalla. Þetta er 87 prósenta aukning þegar miðað er við stöðuna eins og hún var í heiminum árið 2016. Hópurinn áætlar jafnframt að aukningin muni eiga sér stað þvert á landamæri, en að hún muni skiptast ójafnt eftir efnahag. Þannig verði aukningin mest í lág- og miðtekjulöndum. „Það er siðferðilega og efnahagslega áríðandi að stuðla að tafarlausri innleiðingu og eflingu líknandi þjónustu í heilbrigðiskerfum heimsins,“ segir Katherine Sleeman, yfirlæknir breska rannsóknarsjóðsins og sérfræðingur við Cicely Saunders-stofnunina í líknandi þjónustu hjá King's College. Hún er fyrsti höfundur rannsóknarinnar. „Líknandi þjónusta getur linað þjáningar sjúklinga og aðstandenda þeirra, ásamt því að spara heilbrigðiskerfum og samfélögum háar fjárhæðir. Til að við getum tekið skilvirkar ákvarðanir þegar kemur að heilbrigðisþjónustu og stefnumörkun, þá er nauðsynlegt að skilja bæði núverandi og tilvonandi eftirspurn eftir líknarmeðferð.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar ítreka höfundar að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða í ljósi þessa til að „stemma stigu við stórkostlegri veikingu heilbrigðiskerfa“.Katherine SleemanRannsókn Sleeman og félaga er sú fyrsta sinnar tegundar en hún tekur til hnattrænnar þróunar á eftirspurn eftir líknandi þjónustu vegna heilsutengdra veikinda og þjáninga. Líkan þeirra byggir á gögnum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um tekjur, launaþróun, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, kyn, aldur og faraldsfræði og tíðni ákveðinna sjúkdóma og veikinda. Á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum er að krabbamein verður helsta ástæða aukinnar eftirspurnar eftir líknandi þjónustu, ásamt hækkandi lífslíkum. Áætlað er í niðurstöðum hópsins að dauðsföll sökum krabbameins verði 16 milljónir á ári árið 2060, en það er 109 prósenta aukning frá árinu 2016. Hins vegar verður hlutfallslega mest aukning í tilfellum heilabilunar sem verður, samkvæmt líkani Sleeman, kvilli sem mun draga sex milljónir manna til dauða árlega árið 2060. Aukning sem nemur 264 prósentum þar sem viðmiðunarárið er 2016. „Niðurstöður okkar undirstrika þörfina fyrir eflingu heilbrigðiskerfa og -þjónustu á hnattræna vísu með tilliti til aðgengis að nauðsynlegum lyfjum, þjálfun starfsfólks og almenningsfræðslu,“ segir Sleeman. „Við höfum með þessari rannsókn kynnt fyrstu traustu vísbendingarnar um stærðargráðu þess vanda sem blasir við að óbreyttu.“ Höfundarnir lýsa ákveðinni óvissu með tilliti til skráningar dánarorsaka, sem tekið er tillit til við líkanagerðina, en hún er oft af skornum skammti í lágtekjulöndum. Carlos Centeno og Natalia Arias-Casais, sérfræðingar við rannsóknarstofnun Háskólans í Navarra í líknarmeðferð, segja í áliti sínu um rannsókn Sleeman og félaga að niðurstöðurnar séu sláandi. „Rannsóknin er tímabært innlegg í umræðuna um líknandi þjónustu sem grundvallarþátt í almennri heilbrigðisþjónustu,“ rita Centeno og Arias-Casais. „Höfundarnir hafa fært hinum alþjóðlega hópi heilbrigðisstarfsfólks mikilvægt innlegg í þessa umræðu og auðgað skilning okkar á stærðargráðu og áskorunum þessa vandamáls.“ Í klínískum leiðbeiningum Landspítala um líknarmeðferð segir að einstaklingum með langvinna og alvarlega lífsógnandi sjúkdóma haldi áfram að fjölga vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og framfara í tækni og meðferð. „Líknarmeðferð gegnir lykilhlutverki við að mæta þörfum og bæta lífsgæði þessara sjúklinga,“ segir þar enn fremur. „[...] hefur líknarmeðferð breyst frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira