Sagt upp eftir sjónvarpsumræður um Samherjamálið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2019 09:27 Namibíumenn ganga til kosninga í dag. AP/Sonja Smith Fréttamaður sem starfaði í lausamennsku fyrir namibísku fréttaveituna Nampa missti vinnuna um eftir að hann tók þátt í umræðum um Samherjamálið í spjallþætti á namibískri sjónvarpsstöð á sunnudaginn. Yfirmenn hans segja að þátttaka hans í þættinum hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar.Frá þessu er greint á vef Namibian en þar kemur fram að það hafi komið fréttamanninum, Vito Angula, á óvart að fá uppsagnarbréf eftir að hafa tekið þátt í umræðum um Samherjamálið í sjónvarpsþættinum. Hann sé reglulegur gestur í þáttum sjónvarpsstöðvarinnar One Africa.Það sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á yfirmönnum hans hjá Nampa eru ummæli hans um tengsl stjórnmálamanna við hákarlana svokölluðu í Samherjamálinu.„Ég reyndi að vera málefnalegur og eitt af því sem ég sagði var að þetta væri spilling. Þetta liti út eins og hagsmunaárekstur miðað við nálægð þeirra við forsetann,“ er haft eftir Angula á vef Namibian.Ósáttir við þátttöku í „mjög umdeildum“ umræðum Í frétt Namibian er vitnað í uppsagnarbréf sem Angula fékk í hendurnar eftir þátttökuna í þættinum. Þar segir að brottrekstrarsökin sé sú að Angula hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar og mögulega komið óorði á ritstjórnarstefnu fréttaveiturinnar með því að taka þátt í „mjög umdeildum“ umræðum í sjónvarpi um Samherjamálið.Sjá einnig: Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysisÞannig hafi þátttaka hans verið án leyfis ritstjóra og framkvæmdastjóra fréttaveitunnar sem sé eitthvað sem ítarlega hafi verið rætt um þegar ráðningarsamningur Angula tók gildi. Þá hafi Angula verið ítrekað varaður við því að taka þátt í opinberum umræðum á borð við þær sem voru til tals í sjónvarpsþættinum.Kosningar fara fram í Namibíu í dag.AP/Sonja Smith.Í frétt Namibian segir að Angula sé í viðræðum við lögmann um að áfrýja brottrekstrinum. Hann setji spurningarmerki við hvað hafi leitt til brottrekstrar hans.Forseta- og þingkosningar fara fram í Namibíu í dag. Búist er við spennandi forsetakosningum og líklegt er talið að mjótt verði á munum á milli Hage Geingob, forseti Namibíu og Panduleni Itula, sem býður sig fram sem óháður frambjóðandi. Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. 24. nóvember 2019 21:00 Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57 Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Fréttamaður sem starfaði í lausamennsku fyrir namibísku fréttaveituna Nampa missti vinnuna um eftir að hann tók þátt í umræðum um Samherjamálið í spjallþætti á namibískri sjónvarpsstöð á sunnudaginn. Yfirmenn hans segja að þátttaka hans í þættinum hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar.Frá þessu er greint á vef Namibian en þar kemur fram að það hafi komið fréttamanninum, Vito Angula, á óvart að fá uppsagnarbréf eftir að hafa tekið þátt í umræðum um Samherjamálið í sjónvarpsþættinum. Hann sé reglulegur gestur í þáttum sjónvarpsstöðvarinnar One Africa.Það sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á yfirmönnum hans hjá Nampa eru ummæli hans um tengsl stjórnmálamanna við hákarlana svokölluðu í Samherjamálinu.„Ég reyndi að vera málefnalegur og eitt af því sem ég sagði var að þetta væri spilling. Þetta liti út eins og hagsmunaárekstur miðað við nálægð þeirra við forsetann,“ er haft eftir Angula á vef Namibian.Ósáttir við þátttöku í „mjög umdeildum“ umræðum Í frétt Namibian er vitnað í uppsagnarbréf sem Angula fékk í hendurnar eftir þátttökuna í þættinum. Þar segir að brottrekstrarsökin sé sú að Angula hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar og mögulega komið óorði á ritstjórnarstefnu fréttaveiturinnar með því að taka þátt í „mjög umdeildum“ umræðum í sjónvarpi um Samherjamálið.Sjá einnig: Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysisÞannig hafi þátttaka hans verið án leyfis ritstjóra og framkvæmdastjóra fréttaveitunnar sem sé eitthvað sem ítarlega hafi verið rætt um þegar ráðningarsamningur Angula tók gildi. Þá hafi Angula verið ítrekað varaður við því að taka þátt í opinberum umræðum á borð við þær sem voru til tals í sjónvarpsþættinum.Kosningar fara fram í Namibíu í dag.AP/Sonja Smith.Í frétt Namibian segir að Angula sé í viðræðum við lögmann um að áfrýja brottrekstrinum. Hann setji spurningarmerki við hvað hafi leitt til brottrekstrar hans.Forseta- og þingkosningar fara fram í Namibíu í dag. Búist er við spennandi forsetakosningum og líklegt er talið að mjótt verði á munum á milli Hage Geingob, forseti Namibíu og Panduleni Itula, sem býður sig fram sem óháður frambjóðandi.
Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. 24. nóvember 2019 21:00 Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57 Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. 24. nóvember 2019 21:00
Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57
Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28