Umræddur kóalabjörn, sem fékk nafnið Ellenborough Lewis, vakti heimsathygli þegar myndir birtist af konunni Toni Doherty þar sem hún fór úr skyrtu sinni, óf utan um björninn og bjargaði honum frá eldunum í Port Macquarie í New South Wales.
„Aumingja kóalabjörninn grét og öskraði eftir að hafa brennst. Það var eldur undir honum, á litlu afturfótum hans. Ég hef aldrei heyrt í kóalabirni áður og vissi ekki að þeir gátu grátið. Þetta er hjartanístandi, og mér fannst að ég varð að koma honum í burtu eins fljótt og hægt var,“ sagði Doherty í samtali við Nine News.
Kóalabjörninn Lewis var um fjórtán ára gamall og var nefndur í höfuðið á einu barnabarna Doherty.
Alls hafa sex manns látið lífið um fimm hundruð heimili eyðilagst í eldunum.
Ástralska kóalastofnunin áætlar að um þúsund kóalabirnir hafi drepist í eldunum og að um 80 prósent griðasvæðis þeirra hafi eyðilagst. Eru birnirnir í mikilli útrýmingarhættu.