Erlent

Kóalabirnir hafa orðið verulega illa úti vegna elda

Samúel Karl Ólason skrifar
Brenndur Kóalabjörn fær aðhlynningu.
Brenndur Kóalabjörn fær aðhlynningu. Vísir/Getty
Skógar- og kjarreldar hafa á undanförnum vikum ollið dauðsföllum og miklum skaða í Ástralíu. Kóalabirnir landsins hafa þar að auki orðið verulega illa úti. Óttast er að hundruð kóalabjarna hafi drepist í eldunum en stofninn er sagður í viðkvæmri stöðu. Eldarnir hafa sömuleiðis brennt mikið af náttúrulegu umhverfi þeirra.Myndir af illa brenndum björnum hafa verið í mikilli dreifingu í Ástralíu og hafa hjálparsamtök safnað hundruð þúsundum dollara til að koma þeim til hjálpar.Toni nokkur Doherty kom á dögunum illa brenndum Kóalabirni til bjargar í Suður-Wales í Ástralíu. Björninn hafði brunnið í umfangsmiklum skógar- og kjarreldum þar í landi og Doherty fór úr skyrtu sinni og vafði henni utan um björninn. Björninn var fluttur til dýralæknisBjörninn, sem hefur fengið nafnið Ellenborough Lewis eftir barnabarni Doherty, var illa brunninn á fótum og nefi og eitthvað brunninn á kynfærum. Doherty heimsótti hann svo nýverið en sjá má myndband af því hér að neðan. Björninn er sagður í góðu ástandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.