Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 12:27 Bílar og vagnar voru brenndir í óeirðunum á götum Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Vísir/EPA Að minnsta kosti 23 voru handteknir á mótmælum sem stofnandi danska rasistaflokksins Harðlínu [d. Stram kurs] hélt í Kaupmannahöfn í gær. Mótmælin leystust upp í götubardaga en hann hefur engu að síður boðað frekari mótmæli. Danska lögreglan kvartar undan miklu álagi sem tíð mótmæli fylgjenda flokksins hafa valdið. Rasmus Paludan, stofnandi Harðlínu, var aðeins viðstaddur mótmælin á Blágarðstorgi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í tuttugu mínútur í gærkvöldi áður en lögreglumenn komu honum burt öryggis hans vegna. Óeirðir höfðu þá brotist út á milli fylgjenda Paludan og andstæðinga hans. Bílar voru brenndir og hjól skemmd.Danska ríkisútvarpið segir að Paludan hugi nú að frekari mótmælum á sama stað á morgun. Hann telji sig ekki bera nokkra ábyrgð á ofbeldinu sem braust út í gærkvöldi. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla í Albertslundi klukkan 17:00 að dönskum tíma í dag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Paludan segist berjast gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu“. Hann er sagður hafa grýtt Kóraninum á mótmælunum í gær og hótað því að brenna helgirit múslima.Í höndum lögreglu hvort frekari mótmæli verða leyfð Tíð mótmæli á vegum Paludan hafa kallað á mikinn viðbúnað lögreglu. Nú segir formaður félags danskra lögreglumanna að það geti ekki staðist að þeir þurfi að vera boðnir og búnir að gæta öryggis á viðburðum Paludan aðra hvora helgi, að því er segir í frétt Berlingske. Álagið dreifi kröftum lögreglunnar og hún geti fyrir vikið ekki sinnt öðrum málum sem skyldi. Lögreglan þurfi auðvitað að gæta öryggis hans en formaðurinn telur að Paludan jaðri við það að misnota rétt sinn til mótmæla. „Það er ekki boðskapurinn, ég tjái mig ekki um hann, heldur löngunin í átök sem veldur mér áhyggjum. Því meiri, því betra. Því alvarlegra, því betra,“ segir Claus Oxfeldt, formaður sambands lögreglumanna. Leiðtogar sósíaldemókrata og Þjóðarflokksins á danska þinginu segir það í höndum lögreglu að ákveða hvort hún veiti Paludan leyfi til frekari mótmæla. „Tilgangurinn er varla annar en ögrun. Ég tel að það sé í höndum lögreglunnar að meta hvort að hún geti vottað þau. Það er í lagi okkar vegna ef lögreglan velur að taka þá ákvörðun að það sé of mannaflafrekt og efni til óeirða og þannig geti hún ekki veitt gæslu,“ segir Trine Bramsen úr röðum sósíaldemókrata. Danmörk Tengdar fréttir Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Að minnsta kosti 23 voru handteknir á mótmælum sem stofnandi danska rasistaflokksins Harðlínu [d. Stram kurs] hélt í Kaupmannahöfn í gær. Mótmælin leystust upp í götubardaga en hann hefur engu að síður boðað frekari mótmæli. Danska lögreglan kvartar undan miklu álagi sem tíð mótmæli fylgjenda flokksins hafa valdið. Rasmus Paludan, stofnandi Harðlínu, var aðeins viðstaddur mótmælin á Blágarðstorgi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í tuttugu mínútur í gærkvöldi áður en lögreglumenn komu honum burt öryggis hans vegna. Óeirðir höfðu þá brotist út á milli fylgjenda Paludan og andstæðinga hans. Bílar voru brenndir og hjól skemmd.Danska ríkisútvarpið segir að Paludan hugi nú að frekari mótmælum á sama stað á morgun. Hann telji sig ekki bera nokkra ábyrgð á ofbeldinu sem braust út í gærkvöldi. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla í Albertslundi klukkan 17:00 að dönskum tíma í dag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Paludan segist berjast gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu“. Hann er sagður hafa grýtt Kóraninum á mótmælunum í gær og hótað því að brenna helgirit múslima.Í höndum lögreglu hvort frekari mótmæli verða leyfð Tíð mótmæli á vegum Paludan hafa kallað á mikinn viðbúnað lögreglu. Nú segir formaður félags danskra lögreglumanna að það geti ekki staðist að þeir þurfi að vera boðnir og búnir að gæta öryggis á viðburðum Paludan aðra hvora helgi, að því er segir í frétt Berlingske. Álagið dreifi kröftum lögreglunnar og hún geti fyrir vikið ekki sinnt öðrum málum sem skyldi. Lögreglan þurfi auðvitað að gæta öryggis hans en formaðurinn telur að Paludan jaðri við það að misnota rétt sinn til mótmæla. „Það er ekki boðskapurinn, ég tjái mig ekki um hann, heldur löngunin í átök sem veldur mér áhyggjum. Því meiri, því betra. Því alvarlegra, því betra,“ segir Claus Oxfeldt, formaður sambands lögreglumanna. Leiðtogar sósíaldemókrata og Þjóðarflokksins á danska þinginu segir það í höndum lögreglu að ákveða hvort hún veiti Paludan leyfi til frekari mótmæla. „Tilgangurinn er varla annar en ögrun. Ég tel að það sé í höndum lögreglunnar að meta hvort að hún geti vottað þau. Það er í lagi okkar vegna ef lögreglan velur að taka þá ákvörðun að það sé of mannaflafrekt og efni til óeirða og þannig geti hún ekki veitt gæslu,“ segir Trine Bramsen úr röðum sósíaldemókrata.
Danmörk Tengdar fréttir Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54