Spáir stöðugleika framundan á Spáni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. apríl 2019 20:00 Leiðtogar fjögurra stærstu stjórnmálaflokkanna á spænska þinginu. AP/Raul Tejedor Óhætt er að segja að óstöðugleiki hefur einkennt spænsk stjórnmál og efnahag undanfarin ár. Spánn fór illa úr fjármálakrísunni og aðskilnaðartilburðir í Katalóníu hafa valdið miklum titringi. Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd segir að í áratugi hafi verið sterkt tveggja flokka kerfi á Spáni þar sem öflugir vinstri og hægri flokkar skiptust á völdum. Það sé hinsvegar liðin tíð. hann telur að spænskir stjórnmálamenn séu búnir að sætta sig við það að samsteypustjórn taki við eftir kosningar. Molina segir að það í bland við efnahagslegan uppgang þýði meiri stöðugleiki á komandi árum. „Þegar ný ríkisstjórn tekur við, og efnahagurinn gengur vel, er hægt að glíma á uppbyggilegari hátt við vandamálin í tengslum við katalóníu og þá gæti komist á meiri stöðugleiki næstu fjögur árin,“ segir hann.Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd telur að áhrif popúlista verði takmörkuð eftir kosningar.Mynd/BaldurSósíalistaflokkurinn, flokkur forsætisráðherrans Pedro Sanchez, mælist sterkastur í skoðanakönnunum með um fjórðungsfylgi. Þjóðarflokkurinn sem er hinn hefðbundni hægriflokkur mælist með um tuttugu prósent og frjálslyndi borgaraflokkurinn með um fimmtán. Vinstripopúlistaflokkurinn Podemos og hægripopúlistaflokkurinn VOX mælast báðir rétt yfir 12 prósentum. Molina telur þá ólíkega til að rugga bátnum eftir kosningar ólíkt popúlístaflokkum í mörgum öðrum Evrópuríkjum. „Ég tel að þessir tveir flokkar verði ekki nægilega sterkir til að koma stjórnmálakerfinu úr skorðum,“ segir hann og bendir á að Podemos og VOX séu til dæmis ekki harðlínuflokkar þegar kemur að málefnum Evrópusambandsins. „Þessir flokkar, þó þeir séu popúlistaflokkar, eru ekki á móti Evrópusambandinu sem er áhugavert í samanburði við vinstri- og hægripopúlista í Evrópu sem telja ESb slæman hlut. Jafnvel róttæku flokkarnir á Spáni eru hlynntari auknu evrópsku samstarfi.“ Spánn Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Óhætt er að segja að óstöðugleiki hefur einkennt spænsk stjórnmál og efnahag undanfarin ár. Spánn fór illa úr fjármálakrísunni og aðskilnaðartilburðir í Katalóníu hafa valdið miklum titringi. Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd segir að í áratugi hafi verið sterkt tveggja flokka kerfi á Spáni þar sem öflugir vinstri og hægri flokkar skiptust á völdum. Það sé hinsvegar liðin tíð. hann telur að spænskir stjórnmálamenn séu búnir að sætta sig við það að samsteypustjórn taki við eftir kosningar. Molina segir að það í bland við efnahagslegan uppgang þýði meiri stöðugleiki á komandi árum. „Þegar ný ríkisstjórn tekur við, og efnahagurinn gengur vel, er hægt að glíma á uppbyggilegari hátt við vandamálin í tengslum við katalóníu og þá gæti komist á meiri stöðugleiki næstu fjögur árin,“ segir hann.Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd telur að áhrif popúlista verði takmörkuð eftir kosningar.Mynd/BaldurSósíalistaflokkurinn, flokkur forsætisráðherrans Pedro Sanchez, mælist sterkastur í skoðanakönnunum með um fjórðungsfylgi. Þjóðarflokkurinn sem er hinn hefðbundni hægriflokkur mælist með um tuttugu prósent og frjálslyndi borgaraflokkurinn með um fimmtán. Vinstripopúlistaflokkurinn Podemos og hægripopúlistaflokkurinn VOX mælast báðir rétt yfir 12 prósentum. Molina telur þá ólíkega til að rugga bátnum eftir kosningar ólíkt popúlístaflokkum í mörgum öðrum Evrópuríkjum. „Ég tel að þessir tveir flokkar verði ekki nægilega sterkir til að koma stjórnmálakerfinu úr skorðum,“ segir hann og bendir á að Podemos og VOX séu til dæmis ekki harðlínuflokkar þegar kemur að málefnum Evrópusambandsins. „Þessir flokkar, þó þeir séu popúlistaflokkar, eru ekki á móti Evrópusambandinu sem er áhugavert í samanburði við vinstri- og hægripopúlista í Evrópu sem telja ESb slæman hlut. Jafnvel róttæku flokkarnir á Spáni eru hlynntari auknu evrópsku samstarfi.“
Spánn Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15