Segir að steypa þurfi í borholurnar Gígja Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 20:00 Óskar Sævarsson, landvörður Hætta getur stafað af gömlum borholum á háhitasvæðinu við Seltún á Reykjanesi. Girt hefur verið fyrir hluta svæðisins til að fyrirbyggja slys á fólki en fjöldi ferðamanna skoðar svæðið daglega. Í febrúar á þessu ári gaus úr einni borholunni á svæðinu með þeim afleiðingum að hindrun sem átti að halda henni í skefjum sprakk undan þrýstingi. Borholurnar eru frá sjötta áratugnum og standa nú opnar á svæðinu. „Þetta er algjörlega morkin og ónýt steypa. Og með því að setja einhver járnlok eða eitthvað ofan á það þarf nú ekki mikið til að sprengja það upp og það var það sem gerðist núna í febrúar,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður á svæðinu. Þá segir hann áform vera um að steypa ofan í holurnar til að fyrirbyggja að það gjósi úr þeim. Sú aðgerð hafi hins vegar dregist. „Ég myndi nú segja að það lægi talsvert á því. Það hefði átt að bregðast við þessu strax, fyrir ferðamannatímann,“ segir Óskar. Flókið sé að hrinda aðgerðinni í framkvæmd og kostnaðurinn við hana mikill. Stígurinn með fram borholunni hefur verið lokaður síðan í febrúar. „Stígakerfið er þannig uppbyggt að þetta er hringleið í kringum svæðið og nú er bara gengið í hálfan hring og aftur til baka, sem veldur náttúrulega gríðarlegu álagi öðru megin,“ segir Óskar. Þá segir Óskar skilti, sem bannar fólki að fara af stígnum, hafa verið sett upp víðs vegar á svæðinu. Ekki allir ferðamenn fari þó eftir þeim leiðbeiningum en nokkrir ferðamenn með íslenskan leiðsögumann í fararbroddi fóru út af stígnum og gengu í átt að borholunni í dag. Ferðamennska á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Hætta getur stafað af gömlum borholum á háhitasvæðinu við Seltún á Reykjanesi. Girt hefur verið fyrir hluta svæðisins til að fyrirbyggja slys á fólki en fjöldi ferðamanna skoðar svæðið daglega. Í febrúar á þessu ári gaus úr einni borholunni á svæðinu með þeim afleiðingum að hindrun sem átti að halda henni í skefjum sprakk undan þrýstingi. Borholurnar eru frá sjötta áratugnum og standa nú opnar á svæðinu. „Þetta er algjörlega morkin og ónýt steypa. Og með því að setja einhver járnlok eða eitthvað ofan á það þarf nú ekki mikið til að sprengja það upp og það var það sem gerðist núna í febrúar,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður á svæðinu. Þá segir hann áform vera um að steypa ofan í holurnar til að fyrirbyggja að það gjósi úr þeim. Sú aðgerð hafi hins vegar dregist. „Ég myndi nú segja að það lægi talsvert á því. Það hefði átt að bregðast við þessu strax, fyrir ferðamannatímann,“ segir Óskar. Flókið sé að hrinda aðgerðinni í framkvæmd og kostnaðurinn við hana mikill. Stígurinn með fram borholunni hefur verið lokaður síðan í febrúar. „Stígakerfið er þannig uppbyggt að þetta er hringleið í kringum svæðið og nú er bara gengið í hálfan hring og aftur til baka, sem veldur náttúrulega gríðarlegu álagi öðru megin,“ segir Óskar. Þá segir Óskar skilti, sem bannar fólki að fara af stígnum, hafa verið sett upp víðs vegar á svæðinu. Ekki allir ferðamenn fari þó eftir þeim leiðbeiningum en nokkrir ferðamenn með íslenskan leiðsögumann í fararbroddi fóru út af stígnum og gengu í átt að borholunni í dag.
Ferðamennska á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39