Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 08:41 Andstæðingur þungunarrofs mótmælir við Hæstarétt Bandaríkjanna. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Dómari í Alabama hefur fallist á að fóstur sem var eytt hafi lagaleg réttindi og að karlmaður geti höfðað mál fyrir hönd þess. Maðurinn ætlar að stefna heilsugæslustöð þar sem fyrrverandi kærasta hans gekkst undir þungunarrof og framleiðanda pillunnar sem henni var gefin. Úrskurðurinn byggir á umdeildum lögum í Alabama um réttindi „ófæddra barna“. Þáverandi kærasta Ryans Magers lét framkvæma þungunarrof í sjöttu viku þrátt fyrir að hann hefði gengið hart að henni að gera það ekki árið 2017. Hann hefur nú fengið dómsúrskurð um að hann geti nefnt fóstrið sem meðstefnanda í stefnu vegna „dauðsfalls“, að sögn Washington Post. Stúlkan var sextán ára gömul þegar hún varð ólétt, að sögn föður hennar. Magers hafi verið 19 ára og atvinnulaus þegar parið komst að því að hún væri þunguð. Faðir stúlkunnar segir að fjölskyldan sé „eyðilögð“ vegna málsóknarinnar. Grundvöllur úrskurðarins er viðauki við stjórnarskrá Alabama sem kjósendur samþykktu í fyrra. Með honum var fóstrum veitt lagaleg réttindi. Baráttuhópar fyrir rétti kvenna til þungunarrofs segja að úrskurðurinn nú setji hættulegt fordæmi þar sem hugmyndir um að veita fósturvísum og fóstrum réttindi á við einstaklinga hafi skotið upp kollinum víða. Dæmi eru um að konur sem neyttu áfengis eða fíkniefna á meðgöngu hafi verið ákærðar fyrir barnamisnotkun þegar þær misstu fóstur. Ilyse Hogue, forseti NARAL, samtaka sem styðja réttinn á þungunarrofi, segir að málshöfðunin í Alabama þýði að réttindi konu séu í þriðja sæti á eftir réttindum karlmannsins sem þungaði þær og fóstursins sem þær eyða. Bandaríkin Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Dómari í Alabama hefur fallist á að fóstur sem var eytt hafi lagaleg réttindi og að karlmaður geti höfðað mál fyrir hönd þess. Maðurinn ætlar að stefna heilsugæslustöð þar sem fyrrverandi kærasta hans gekkst undir þungunarrof og framleiðanda pillunnar sem henni var gefin. Úrskurðurinn byggir á umdeildum lögum í Alabama um réttindi „ófæddra barna“. Þáverandi kærasta Ryans Magers lét framkvæma þungunarrof í sjöttu viku þrátt fyrir að hann hefði gengið hart að henni að gera það ekki árið 2017. Hann hefur nú fengið dómsúrskurð um að hann geti nefnt fóstrið sem meðstefnanda í stefnu vegna „dauðsfalls“, að sögn Washington Post. Stúlkan var sextán ára gömul þegar hún varð ólétt, að sögn föður hennar. Magers hafi verið 19 ára og atvinnulaus þegar parið komst að því að hún væri þunguð. Faðir stúlkunnar segir að fjölskyldan sé „eyðilögð“ vegna málsóknarinnar. Grundvöllur úrskurðarins er viðauki við stjórnarskrá Alabama sem kjósendur samþykktu í fyrra. Með honum var fóstrum veitt lagaleg réttindi. Baráttuhópar fyrir rétti kvenna til þungunarrofs segja að úrskurðurinn nú setji hættulegt fordæmi þar sem hugmyndir um að veita fósturvísum og fóstrum réttindi á við einstaklinga hafi skotið upp kollinum víða. Dæmi eru um að konur sem neyttu áfengis eða fíkniefna á meðgöngu hafi verið ákærðar fyrir barnamisnotkun þegar þær misstu fóstur. Ilyse Hogue, forseti NARAL, samtaka sem styðja réttinn á þungunarrofi, segir að málshöfðunin í Alabama þýði að réttindi konu séu í þriðja sæti á eftir réttindum karlmannsins sem þungaði þær og fóstursins sem þær eyða.
Bandaríkin Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira