„Þeir eru að drepa okkur“ Andri Eysteinsson skrifar 19. janúar 2019 11:45 Þeir eru að drepa okkur stendur á skilti þessa mótmælanda á Spáni. EPA/ J.M. Garcia Morðin á lögfræðingnum Rebecu Santamalia í gær og kennaranum Lauru Luelmo í desember hafa vakið upp heitar umræður um heimilisofbeldi á Spáni. Forsætisráðherrann spænski, Pedro Sanchez, hefur ásamt fleiri stjórnmálamönnum heitið því að taka á heimilisofbeldi gegn konum í landinu. BBC greinir frá.Lanzarote, Tenerife, Zaragoza, Meco. La #ViolenciaMachista no da tregua. Cuatro mujeres han sido asesinadas en los últimos días en nuestro país. No permitiremos #NiUnPasoAtrás contra la #ViolenciaDeGénero. Todos y todas debemos volcarnos para terminar con este horror. pic.twitter.com/uoEGO5FWGb — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 18, 2019 Santamalia fannst í gær látin á heimili Jose Javier Salvador, dæmds morðingja sem hún hafði varið árið 2003. Salvador var það ár dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni, Patriciu Conte, en hann skaut hana til bana. Salvador hafði verið sleppt úr fangelsi árið 2017 og höfðu þau Santamalia átt í ástarsambandi síðan. Eiginmaður Santamalia hafði lýst eftir henni og við leitina fann lögregla lík hennar. Nokkrum tímum áður en lík Santamalia fannst hafði Salvador svipt sig lífi með því að stökkva fram af brú í bænum Teruel, 150 km frá heimili hans í Zaragoza.Kynbundið ofbeldi gagnrýnt í kjölfar morðanna26 ára gamall kennari, Laura Luelmo, var í desember myrt nærri heimili hennar í Andalúsíu héraði. Luelmo hafði farið út að skokka en skilaði sér aldrei heim. Eftir fimm daga leit fannst lík hennar, hálfnakið. Nágranni Luelmo, hinn fimmtíu ára gamli Bernardo Montoya steig fram og játaði að hafa orðið Luelmo að bana. Montoya var líkt og Salvador dæmdur kvennamorðingi en hann hafði áður myrt konu árið 1995. Málin hafa vakið óhug á Spáni og hafa fjölmargir stjórnmálamenn gagnrýnt harðlega kynbundið ofbeldi sem hefur fengið að grassera í landinu. Sunnarlega á Spáni, í héraðinu Andalúsíu, hefur þó nýr flokkur á héraðsþinginu, Vox, barist gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf. Vox sem hefur einnig barist gegn innflytjendum og réttindum samkynhneigðra hafa oft á tíðum gagnrýnt „öfgafulla“ og „herskáa“ feminista og staðið gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf þar sem að þeim þykja lögin of hliðholl konum. Spánn Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Morðin á lögfræðingnum Rebecu Santamalia í gær og kennaranum Lauru Luelmo í desember hafa vakið upp heitar umræður um heimilisofbeldi á Spáni. Forsætisráðherrann spænski, Pedro Sanchez, hefur ásamt fleiri stjórnmálamönnum heitið því að taka á heimilisofbeldi gegn konum í landinu. BBC greinir frá.Lanzarote, Tenerife, Zaragoza, Meco. La #ViolenciaMachista no da tregua. Cuatro mujeres han sido asesinadas en los últimos días en nuestro país. No permitiremos #NiUnPasoAtrás contra la #ViolenciaDeGénero. Todos y todas debemos volcarnos para terminar con este horror. pic.twitter.com/uoEGO5FWGb — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 18, 2019 Santamalia fannst í gær látin á heimili Jose Javier Salvador, dæmds morðingja sem hún hafði varið árið 2003. Salvador var það ár dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni, Patriciu Conte, en hann skaut hana til bana. Salvador hafði verið sleppt úr fangelsi árið 2017 og höfðu þau Santamalia átt í ástarsambandi síðan. Eiginmaður Santamalia hafði lýst eftir henni og við leitina fann lögregla lík hennar. Nokkrum tímum áður en lík Santamalia fannst hafði Salvador svipt sig lífi með því að stökkva fram af brú í bænum Teruel, 150 km frá heimili hans í Zaragoza.Kynbundið ofbeldi gagnrýnt í kjölfar morðanna26 ára gamall kennari, Laura Luelmo, var í desember myrt nærri heimili hennar í Andalúsíu héraði. Luelmo hafði farið út að skokka en skilaði sér aldrei heim. Eftir fimm daga leit fannst lík hennar, hálfnakið. Nágranni Luelmo, hinn fimmtíu ára gamli Bernardo Montoya steig fram og játaði að hafa orðið Luelmo að bana. Montoya var líkt og Salvador dæmdur kvennamorðingi en hann hafði áður myrt konu árið 1995. Málin hafa vakið óhug á Spáni og hafa fjölmargir stjórnmálamenn gagnrýnt harðlega kynbundið ofbeldi sem hefur fengið að grassera í landinu. Sunnarlega á Spáni, í héraðinu Andalúsíu, hefur þó nýr flokkur á héraðsþinginu, Vox, barist gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf. Vox sem hefur einnig barist gegn innflytjendum og réttindum samkynhneigðra hafa oft á tíðum gagnrýnt „öfgafulla“ og „herskáa“ feminista og staðið gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf þar sem að þeim þykja lögin of hliðholl konum.
Spánn Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira