Tugum samkynhneigðra smalað saman og haldið í Téténíu Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 11:44 Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, heldur því fram að engir samkynhneigðir séu í ríki sínu. Vísir/EPA Talið er að um fjörutíu manns hafi verið hnepptir í fangelsi í herferð stjórnvalda í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Téténíu gegn hinseginfólki frá því í desember. Rússnesk réttindasamtök LGBT-fólks segir að tveir hafi látist þegar þeir voru pyntaðir. Andúð á samkynhneigðum er útbreidd í Téténíu þar sem íbúar eru íhaldssamir og aðallega íslamstrúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sagði að „mjög alvarleg mannréttindabrot“ eigi sér stað í Téténíu í skýrslu í síðasta mánuði. Engu að síður hefur Ramzan Kadyrov, leiðtogi ríkisins, ítrekað hafnað ásökunum um að fólk sé handtekið utan dóms og laga. Raunar hefur Kadyrov og aðrir ráðamenn í Téténíu haldið því fram að samkynhneigð þekkist ekki í ríkinu. Talsmaður ríkisstjórnar hans hafnar frásögnum um handtökur LGBT-fólks nú og segir þær „algerar lygar“. Tugir manna hafa engu að síður stigið fram og lýst því hvernig þeir voru handteknir og pyntaðir vegna kynhneigðar sinnar. „Við vitum um í kringum fjörutíu manns sem hafa verið handteknir en kannski eru fleiri. Það er líka óljóst á þessari stundu hversu mörgum hefur síðan verið sleppt. Við vitum að það gerist þegar fólk er afhend fjölskyldum sínum til að „eiga við það“,“ segir Igor Kotsjetkov, forsvarsmaður netsamfélags samkynhneigðra í Téténíu. Talið er að handtökurnar hafi farið af stað eftir að einn stjórnenda hóps LGBT-fólks á samfélagsmiðlinum VKontakte var tekinn höndum. Kotsjetkov segir að hópurinn hafi hjálpað um 140 manns að flýja land. Lögreglan hafi hins vegar lagt hald á vegabréf þeirra sem hafa verið handteknir. Rússland Tengdar fréttir Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07 Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
Talið er að um fjörutíu manns hafi verið hnepptir í fangelsi í herferð stjórnvalda í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Téténíu gegn hinseginfólki frá því í desember. Rússnesk réttindasamtök LGBT-fólks segir að tveir hafi látist þegar þeir voru pyntaðir. Andúð á samkynhneigðum er útbreidd í Téténíu þar sem íbúar eru íhaldssamir og aðallega íslamstrúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sagði að „mjög alvarleg mannréttindabrot“ eigi sér stað í Téténíu í skýrslu í síðasta mánuði. Engu að síður hefur Ramzan Kadyrov, leiðtogi ríkisins, ítrekað hafnað ásökunum um að fólk sé handtekið utan dóms og laga. Raunar hefur Kadyrov og aðrir ráðamenn í Téténíu haldið því fram að samkynhneigð þekkist ekki í ríkinu. Talsmaður ríkisstjórnar hans hafnar frásögnum um handtökur LGBT-fólks nú og segir þær „algerar lygar“. Tugir manna hafa engu að síður stigið fram og lýst því hvernig þeir voru handteknir og pyntaðir vegna kynhneigðar sinnar. „Við vitum um í kringum fjörutíu manns sem hafa verið handteknir en kannski eru fleiri. Það er líka óljóst á þessari stundu hversu mörgum hefur síðan verið sleppt. Við vitum að það gerist þegar fólk er afhend fjölskyldum sínum til að „eiga við það“,“ segir Igor Kotsjetkov, forsvarsmaður netsamfélags samkynhneigðra í Téténíu. Talið er að handtökurnar hafi farið af stað eftir að einn stjórnenda hóps LGBT-fólks á samfélagsmiðlinum VKontakte var tekinn höndum. Kotsjetkov segir að hópurinn hafi hjálpað um 140 manns að flýja land. Lögreglan hafi hins vegar lagt hald á vegabréf þeirra sem hafa verið handteknir.
Rússland Tengdar fréttir Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07 Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00
Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00
Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07
Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49
Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36