Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Anton Egilsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. maí 2017 14:07 Samtökin '78 lýsa yfir áhyggjum af stöðunni. vísir/vilhelm Formaður samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. Samtökin 78 hafa staðið svokallaða mótmælavakt við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem ástandinu í Téténíu er mótmælt. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að í Téténíu fari nú fram útrýmingarherferð gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum. Þar séu þeir beittir grófu ofbeldi af hálfu yfirvalda. „Það er verið að taka þessa einstaklinga og aðra sem eru grunaðir um að vera hinsegin og hneppa þá í varðhald, pynta þá, svelta þá, beita á þá raflosti og fleira.” Téténía er að nafninu til hluti af Rússlandi en þar stjórnar Ramzan Kadyrov harðri hendi með blessun Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Téténsk yfirvöld visa öllum ásökunum um útrýmingu á bug og hefur Kadyrov sagt að þær standist enga skoðun þar sem engir samkynhneigðir menn séu í Téténíu. „Og að það ætti að útrýma þeim ef þeir væru til sem er ekki beinlínis traustvekjandi svar. Á sama tíma hefur breska utanríkisráðuneytið staðfest það að Khadyrov hafi í huga að útrýma þessum samfélagshópi fyrir upphaf Ramadan sem er 26. maí. Allar okkar fregnir frá fólki sem hafa starfað á svæðinu eru á þann veg að það versnar bara og versnar,” segir María. Íslensk stjórnvöld þrýsti á rússnesk yfirvöldSamtökin 78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi verða sóttir til saka. „Við óttumst að þetta verði fordæmi fyrir önnur svæði sem gætu litið á þetta sem tækifæri til þess að fara í sams konar hreinsanir í sínum samfélögum. Því er mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi fullan þunga í að þrýsta á rússnesk yfirvöld. Fram til þessa hafa rússnesk stjórnvöld látið sem ekkert sé að ske í Téténíu og hefur Pútín sagt að um sé að ræða sögusagnir. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Formaður samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. Samtökin 78 hafa staðið svokallaða mótmælavakt við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem ástandinu í Téténíu er mótmælt. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að í Téténíu fari nú fram útrýmingarherferð gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum. Þar séu þeir beittir grófu ofbeldi af hálfu yfirvalda. „Það er verið að taka þessa einstaklinga og aðra sem eru grunaðir um að vera hinsegin og hneppa þá í varðhald, pynta þá, svelta þá, beita á þá raflosti og fleira.” Téténía er að nafninu til hluti af Rússlandi en þar stjórnar Ramzan Kadyrov harðri hendi með blessun Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Téténsk yfirvöld visa öllum ásökunum um útrýmingu á bug og hefur Kadyrov sagt að þær standist enga skoðun þar sem engir samkynhneigðir menn séu í Téténíu. „Og að það ætti að útrýma þeim ef þeir væru til sem er ekki beinlínis traustvekjandi svar. Á sama tíma hefur breska utanríkisráðuneytið staðfest það að Khadyrov hafi í huga að útrýma þessum samfélagshópi fyrir upphaf Ramadan sem er 26. maí. Allar okkar fregnir frá fólki sem hafa starfað á svæðinu eru á þann veg að það versnar bara og versnar,” segir María. Íslensk stjórnvöld þrýsti á rússnesk yfirvöldSamtökin 78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi verða sóttir til saka. „Við óttumst að þetta verði fordæmi fyrir önnur svæði sem gætu litið á þetta sem tækifæri til þess að fara í sams konar hreinsanir í sínum samfélögum. Því er mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi fullan þunga í að þrýsta á rússnesk yfirvöld. Fram til þessa hafa rússnesk stjórnvöld látið sem ekkert sé að ske í Téténíu og hefur Pútín sagt að um sé að ræða sögusagnir.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira