Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. ágúst 2019 13:30 Farþegarnir ganga frá borði í Keflavík. Vísir/EgillA Flugvél United Airlines sem snúið var við vegna vélarbilunar skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli er lent á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia tókst lendingin vel. Flugmennirnir urðu varir við að annar hreyfillinn ofhitnaði og því var ákveðið að snúa við, samkvæmt heimildum Vísis. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar United Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. Vélin lagði af stað frá Keflavík skömmu eftir hádegi.Mynd/Flightradar 24Farþegi um borð í vélinni segir í samtali við Vísi að upplifunin hafi verið óþægileg en flugmenn vélarinnar hafi fullvissað farþega um að hægt yrði að lenda vélinni án vandvæða. Um tuttugu mínútur liðu þangað til vélinni var snúið við, þangað til henni var lent. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia sagði í samtali við Vísi að meldingin sem komi hafi verið kóðuð rauð og alltaf þegar slíkt gerist fari viðbragðsaðilar á svæðinu af stað. Sjúkraflutningsfólk, lögreglufólk og slökkviliðsmenn eru komnir á svæðið.Vélin er lent.Einar HafsteinnFlugvélin hafði verið á flugi í um klukkustund áður en henni var snúið við en hún lenti um klukkan 13.20. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru farþegar enn um borð í vélinni og hafa þeir verið beðnir um að halda kyrru fyrir. Rauði krossinn hefur sent viðbragðshóp sinn á Keflavíkurflugvöll og veitir farþegum vélarinnar sálrænan stuðning. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að í slíkum aðstæðum verði gjarnan uppnám meðal farþega og því gott að tala við vel þjálfaða sjálfboðaliða auk þess að veita upplýsingar um hvert er hægt að snúa sér ef vanlíðan gerir vart við sig síðar. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Flugvél United Airlines sem snúið var við vegna vélarbilunar skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli er lent á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia tókst lendingin vel. Flugmennirnir urðu varir við að annar hreyfillinn ofhitnaði og því var ákveðið að snúa við, samkvæmt heimildum Vísis. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar United Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. Vélin lagði af stað frá Keflavík skömmu eftir hádegi.Mynd/Flightradar 24Farþegi um borð í vélinni segir í samtali við Vísi að upplifunin hafi verið óþægileg en flugmenn vélarinnar hafi fullvissað farþega um að hægt yrði að lenda vélinni án vandvæða. Um tuttugu mínútur liðu þangað til vélinni var snúið við, þangað til henni var lent. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia sagði í samtali við Vísi að meldingin sem komi hafi verið kóðuð rauð og alltaf þegar slíkt gerist fari viðbragðsaðilar á svæðinu af stað. Sjúkraflutningsfólk, lögreglufólk og slökkviliðsmenn eru komnir á svæðið.Vélin er lent.Einar HafsteinnFlugvélin hafði verið á flugi í um klukkustund áður en henni var snúið við en hún lenti um klukkan 13.20. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru farþegar enn um borð í vélinni og hafa þeir verið beðnir um að halda kyrru fyrir. Rauði krossinn hefur sent viðbragðshóp sinn á Keflavíkurflugvöll og veitir farþegum vélarinnar sálrænan stuðning. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að í slíkum aðstæðum verði gjarnan uppnám meðal farþega og því gott að tala við vel þjálfaða sjálfboðaliða auk þess að veita upplýsingar um hvert er hægt að snúa sér ef vanlíðan gerir vart við sig síðar.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira