Gerir lítið úr „göldrum“ Ole Gunnars Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 08:30 Ole Gunnar Solskjær. Getty/Clive Rose „Hver sem er hefði getað komið inn og gert það sem hann gerði,“ segir Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United, um starf síðustu vikna hjá nýja knattspyrnustjóra félagsins. Flestir spara ekki hrósið þegar þeir tala um Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær en Ince er langt frá því að vera í þeim hópi. Manchester United var á hraðri niðurleið og í tómu tjóni undir stjórn Jose Mourinho en hefur unnið alla sex leiki sína síðan að Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær tók við. Paul Ince finnst hinsvegar ekki mikið til hans koma og talar gegn því að Ole Gunnar Solskjær verði framtíðarstjóri Manchester United. Ince vill að Mauricio Pochettino, núverandi knattspyrnustjóri Tottenham, verði stjóri United frá og með júní.“Anyone could have gone in and done what he has done." -- At least one former @ManUtd player isn't buying the Ole Gunnar Solskjaer hype just yet.https://t.co/I237yRlFuz — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 16, 2019„Við megum ekki láta Ole draga okkur inn. Ef við erum hreinskilin þá gat þetta ekki orðið verra hjá Manchester United en rétt áður en Jose Mourinho fór. Það var svart ský yfir öllum klúbbnum, yfir leikmönnunum, yfir stuðningsfólkinu og yfir starfsfólkinu. Það hafði mikil áhrif á leik liðsins,“ sagði Paul Ince í viðtali við Paddy Power. „Ole kom inn sem maður sem allir þekktu og róaði öldurnar. Það lítur út fyrir að leikmennirnir hafi lagt meira á sig í framhaldinu. Liðið hefur rifið af sér fjötrana en það þýðir ekki að Ole sé rétti maðurinn í starfið. Ég hefði getað gert það sama og sömuleiðis Steve Bruce,“ sagði Ince. „Hver sem er hefði getað það því það er ekki erfitt að gefa leikmönnum meira frjálsræði og bæta liðsandann,“ sagði Ince. „Nú þarf félagið að finna mann sem getur fyrir fullri alvöru komið United upp í titilbaráttuna með City og Liverpool. Miðað við þá sem eru í boði þá er Pochettino rétti maðurinn,“ sagði Ince. „Klúbburinn á ekki að taka fljótfærnislegar ákvarðanir núna. Ekki velja stjóra sem hefur náð að vinna sex leiki í röð þar sem fimm þeirra komu á móti lakari liðum. Ég hefði jafnvel séð Mourinho vinna þessa leiki,“ sagði Ince. „Fólk segir að stóra prófið hafi verið á móti Tottenham en sá sigur féll til United þar sem Tottenham liðið átti ekki góðan leik í að nýta færin og De Gea var frábær. Þeir voru ekki betri en Tottenham,“ sagði Ince. „Það er auðvelt að hoppa upp á vagninn en félagið þarf að fara varlega. Ég held að Glazers fjölskyldan og Ed Woodward ætli sér að finna rétta maninn fyrir næstu árin en ekki rétta manninn núna,“ sagði Ince. „Þetta er mjög erfitt starf sem setur mikla pressu á meira segja bestu stjórana. En ef Ole heldur þessu áfram á móti liðum eins og Arsenal, PSG og Liverpool þá gæti þeim snúist hugur. Ég vil ekki gera lítið úr því hvernig hann hefur endurvakið vonina og komið liðinu aftur í gang en það þýðir ekki að hann eigi að fá starfið,“ sagði Ince. Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sjá meira
„Hver sem er hefði getað komið inn og gert það sem hann gerði,“ segir Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United, um starf síðustu vikna hjá nýja knattspyrnustjóra félagsins. Flestir spara ekki hrósið þegar þeir tala um Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær en Ince er langt frá því að vera í þeim hópi. Manchester United var á hraðri niðurleið og í tómu tjóni undir stjórn Jose Mourinho en hefur unnið alla sex leiki sína síðan að Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær tók við. Paul Ince finnst hinsvegar ekki mikið til hans koma og talar gegn því að Ole Gunnar Solskjær verði framtíðarstjóri Manchester United. Ince vill að Mauricio Pochettino, núverandi knattspyrnustjóri Tottenham, verði stjóri United frá og með júní.“Anyone could have gone in and done what he has done." -- At least one former @ManUtd player isn't buying the Ole Gunnar Solskjaer hype just yet.https://t.co/I237yRlFuz — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 16, 2019„Við megum ekki láta Ole draga okkur inn. Ef við erum hreinskilin þá gat þetta ekki orðið verra hjá Manchester United en rétt áður en Jose Mourinho fór. Það var svart ský yfir öllum klúbbnum, yfir leikmönnunum, yfir stuðningsfólkinu og yfir starfsfólkinu. Það hafði mikil áhrif á leik liðsins,“ sagði Paul Ince í viðtali við Paddy Power. „Ole kom inn sem maður sem allir þekktu og róaði öldurnar. Það lítur út fyrir að leikmennirnir hafi lagt meira á sig í framhaldinu. Liðið hefur rifið af sér fjötrana en það þýðir ekki að Ole sé rétti maðurinn í starfið. Ég hefði getað gert það sama og sömuleiðis Steve Bruce,“ sagði Ince. „Hver sem er hefði getað það því það er ekki erfitt að gefa leikmönnum meira frjálsræði og bæta liðsandann,“ sagði Ince. „Nú þarf félagið að finna mann sem getur fyrir fullri alvöru komið United upp í titilbaráttuna með City og Liverpool. Miðað við þá sem eru í boði þá er Pochettino rétti maðurinn,“ sagði Ince. „Klúbburinn á ekki að taka fljótfærnislegar ákvarðanir núna. Ekki velja stjóra sem hefur náð að vinna sex leiki í röð þar sem fimm þeirra komu á móti lakari liðum. Ég hefði jafnvel séð Mourinho vinna þessa leiki,“ sagði Ince. „Fólk segir að stóra prófið hafi verið á móti Tottenham en sá sigur féll til United þar sem Tottenham liðið átti ekki góðan leik í að nýta færin og De Gea var frábær. Þeir voru ekki betri en Tottenham,“ sagði Ince. „Það er auðvelt að hoppa upp á vagninn en félagið þarf að fara varlega. Ég held að Glazers fjölskyldan og Ed Woodward ætli sér að finna rétta maninn fyrir næstu árin en ekki rétta manninn núna,“ sagði Ince. „Þetta er mjög erfitt starf sem setur mikla pressu á meira segja bestu stjórana. En ef Ole heldur þessu áfram á móti liðum eins og Arsenal, PSG og Liverpool þá gæti þeim snúist hugur. Ég vil ekki gera lítið úr því hvernig hann hefur endurvakið vonina og komið liðinu aftur í gang en það þýðir ekki að hann eigi að fá starfið,“ sagði Ince.
Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sjá meira