Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. september 2019 06:15 Hatrömm umræða um brennivín í búðir hefur verið fastur liður á Alþingi í áraraðir. Þingmenn hafa oft deilt um það fram á nætur. Fréttablaðið/ERNIR Tvö frumvörp um áfengi hafa verið lögð fram á Alþingi á þeirri rúmu viku sem liðin er frá þingsetningu. Hvorugt þeirra fjallar um aukið frelsi í smásölu áfengis en hatrömm umræða um brennivín í búðir hefur verið fastur liður á Alþingi í áraraðir. Hefur ágreiningur um málið oft valdið töfum á afgreiðslu annarra mála. Nú kann hins vegar að hafa áhrif fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til sölu á eigin framleiðslu og heimild til áfengiskaupa í netverslun, sem kynnt er í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. „Í ráðuneytinu er vinna í gangi um að leyfa netverslun með áfengi, en hér á landi er hægt að kaupa áfengi frá öðrum löndum en ekki frá íslenskum aðilum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, aðspurð um efni hins boðaða frumvarps. Hún vísar til tillögu að tilskipun ESB sem liggur fyrir þinginu um að þeir sem stundi netverslun á EES-svæðinu megi ekki mismuna viðskiptavinum á grundvelli þjóðernis heldur beri að selja vörur til allra landa óháð búsetu viðskiptavina. „Augljóslega er tilskipunin almennt hagsmunamál fyrir íslenska neytendur sökum fjarlægðar frá meginlandi Evrópu,“ segir Áslaug. Samkvæmt þingmálaskránni er ráðgert að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.Í ráðuneytinu er vinna í gangi um að leyfa netverslun með áfengi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Meðal frumflytjenda málsins á undanförnum árum eru Sigurður Kári Kristjánsson, Vilhjálmur Árnason og Teitur Björn Kárason. Á síðasta þingi brá hins vegar svo við að Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, varð fyrstur til að leggja málið fram. Kann þar að hafa áhrif að Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður flokksins, fór fyrir mikilli vinnu um málið á vettvangi allsherjar- og menntamálanefndar á síðasta kjörtímabili, en hann var einnig virkur í starfi ungra Sjálfstæðismanna áður en hann tók þátt í stofnun Viðreisnar. „Ég tel eðlilegt að við gefum nýjum dómsmálaráðherra færi á að setja málið á dagskrá ríkisstjórnar enda ekkert launungarmál að hún hefur stutt þau frumvörp sem komið hafa fram á síðustu þingum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir að flokkurinn muni að sjálfsögðu styðja þau mál sem fram kunni að koma um efnið og eru í frelsisátt. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í svipaðan streng og sagði ákveðið skref stigið með boðuðu frumvarpi ráðherra í þingmálaskrá. Enn á eftir að koma í ljós hvort fyrirhugað frumvarp nýs dómsmálaráðherra hlýtur náð í ríkisstjórn en þar situr einn helsti andstæðingur frjálsrar smásöluverslunar með áfengi, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Þau þingmannafrumvörp um áfengismál sem þegar hafa verið lögð fram lúta annars vegar að afnámi banns við framleiðslu áfengis til einkaneyslu með gerjun en það eru Píratar sem leggja það fram. Hins vegar leggja þrír þingmenn stjórnarflokkanna, Bryndís Haraldsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Willum Þór Þórsson, fram frumvarp sem mælir fyrir um aðkomu sveitarfélaga að staðarvali nýrra áfengisverslana. Í greinargerð með því segir að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi fullt frelsi um staðarval án skyldu til samráðs við handhafa skipulagsvaldsins. Garðabær hafi til dæmis kvartað yfir því að „ÁTVR hafi einhliða lokað verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og hafi svo nokkrum árum síðar opnað nýja verslun í Kauptúni en ekki í miðbæ Garðabæjar þrátt fyrir skýrar óskir sveitarfélagsins þar um.“ Alþingi Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Tvö frumvörp um áfengi hafa verið lögð fram á Alþingi á þeirri rúmu viku sem liðin er frá þingsetningu. Hvorugt þeirra fjallar um aukið frelsi í smásölu áfengis en hatrömm umræða um brennivín í búðir hefur verið fastur liður á Alþingi í áraraðir. Hefur ágreiningur um málið oft valdið töfum á afgreiðslu annarra mála. Nú kann hins vegar að hafa áhrif fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til sölu á eigin framleiðslu og heimild til áfengiskaupa í netverslun, sem kynnt er í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. „Í ráðuneytinu er vinna í gangi um að leyfa netverslun með áfengi, en hér á landi er hægt að kaupa áfengi frá öðrum löndum en ekki frá íslenskum aðilum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, aðspurð um efni hins boðaða frumvarps. Hún vísar til tillögu að tilskipun ESB sem liggur fyrir þinginu um að þeir sem stundi netverslun á EES-svæðinu megi ekki mismuna viðskiptavinum á grundvelli þjóðernis heldur beri að selja vörur til allra landa óháð búsetu viðskiptavina. „Augljóslega er tilskipunin almennt hagsmunamál fyrir íslenska neytendur sökum fjarlægðar frá meginlandi Evrópu,“ segir Áslaug. Samkvæmt þingmálaskránni er ráðgert að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.Í ráðuneytinu er vinna í gangi um að leyfa netverslun með áfengi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Meðal frumflytjenda málsins á undanförnum árum eru Sigurður Kári Kristjánsson, Vilhjálmur Árnason og Teitur Björn Kárason. Á síðasta þingi brá hins vegar svo við að Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, varð fyrstur til að leggja málið fram. Kann þar að hafa áhrif að Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður flokksins, fór fyrir mikilli vinnu um málið á vettvangi allsherjar- og menntamálanefndar á síðasta kjörtímabili, en hann var einnig virkur í starfi ungra Sjálfstæðismanna áður en hann tók þátt í stofnun Viðreisnar. „Ég tel eðlilegt að við gefum nýjum dómsmálaráðherra færi á að setja málið á dagskrá ríkisstjórnar enda ekkert launungarmál að hún hefur stutt þau frumvörp sem komið hafa fram á síðustu þingum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir að flokkurinn muni að sjálfsögðu styðja þau mál sem fram kunni að koma um efnið og eru í frelsisátt. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í svipaðan streng og sagði ákveðið skref stigið með boðuðu frumvarpi ráðherra í þingmálaskrá. Enn á eftir að koma í ljós hvort fyrirhugað frumvarp nýs dómsmálaráðherra hlýtur náð í ríkisstjórn en þar situr einn helsti andstæðingur frjálsrar smásöluverslunar með áfengi, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Þau þingmannafrumvörp um áfengismál sem þegar hafa verið lögð fram lúta annars vegar að afnámi banns við framleiðslu áfengis til einkaneyslu með gerjun en það eru Píratar sem leggja það fram. Hins vegar leggja þrír þingmenn stjórnarflokkanna, Bryndís Haraldsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Willum Þór Þórsson, fram frumvarp sem mælir fyrir um aðkomu sveitarfélaga að staðarvali nýrra áfengisverslana. Í greinargerð með því segir að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi fullt frelsi um staðarval án skyldu til samráðs við handhafa skipulagsvaldsins. Garðabær hafi til dæmis kvartað yfir því að „ÁTVR hafi einhliða lokað verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og hafi svo nokkrum árum síðar opnað nýja verslun í Kauptúni en ekki í miðbæ Garðabæjar þrátt fyrir skýrar óskir sveitarfélagsins þar um.“
Alþingi Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira