Open Arms skipið fær að fara í land eftir þriggja vikna kyrrsetu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 20:43 Flóttafólk um borð í Open Arms skipinu fagna ákvörðun Patronaggio um að sigla skipinu í land. ap/Francisco Gentico Ítalskur saksóknari hefur gefið fyrirskipun um að Open Arms björgunarskipinu verði siglt í land og fólkið þar um borð fái að ganga á land á eyjunni Lampedusa. Frá þessu er greint á ítölskum fréttamiðlum Talið er að meira en 100 flóttamenn hafi verið um borð í spænska skipinu í morgun en ítölsk yfirvöld hafa neitað að hleypa fólkinu í land í nærri þrjár vikur þrátt fyrir að næstum þrjátíu börn og þeir sem voru orðnir veikir höfðu verið fluttir í landi.Sjá einnig: 27 unglingar á flótta fengu að fara í land á ÍtalíuAðstæðurnar um borð í skipinu eru sagðar hafa verið mjög slæmar og til marks um það reyndu í kring um tíu flóttamannanna að synda í land en ítalska landhelgisgæslan náði þeim áður en þeir komust mjög langt. Luigi Patronaggio, saksóknari í Agrigento, gaf fyrirskipun um að bátnum yrði siglt í höfn eftir að hann heimsótti bátinn seinni partinn á þriðjudag. Heimildarmaður fréttastofu AFP segir tilskipunina hafa verið gefna vegna erfiðra aðstæðna um borð. Stofnandi Open Arms fagnaði í dag ákvörðuninni og skrifaði á Twitter: „Eftir nítján daga fáum við að fara í land í Lampedusa.“Tras 19 días, desembarcaremos hoy en Lampedusa. Se incautará el barco temporalmente, pero es un costo que @openarms_fund asume para asegurar que las personas a bordo puedan ser atendidas. Consideramos indispensable priorizar su salud y seguridad en esta emergencia humanitaria. pic.twitter.com/mXePPemObz — Oscar Camps (@campsoscar) August 20, 2019 Fyrr í dag tilkynntu yfirvöld á Spáni að þau hygðust senda skip til Lampedusa til að sækja flóttafólkið en það hefði tekið meira en þrjá daga. Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, hefur verið strangur þegar kemur að flóttafólki og innflytjendum og var búinn að loka öllum höfnum fyrir þeim. Hann tísti fyrr í dag að eina leiðin til að stöðva það að Ítalía yrði aftur „flóttamannabúðir Evrópu“ væri að vera strangur.La linea della fermezza è l'unico modo per evitare che l'Italia torni ad essere il campo profughi d'Europa, come dimostrato anche in queste ore con la nava Ong spagnola dei finti malati e dei finti minori. pic.twitter.com/bK9Bpv71f3 — Matteo Salvini (@matteosalvinimi) August 20, 2019 Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, sagði í dag af sér en mikil spenna hefur verið á milli stjórnarflokkanna tveggja. Conte og Salvini eru leiðtogar sitthvors stjórnarflokksins, Conte Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Salvini Norðurbandalagsins. Salvini kynnti í byrjun mánaðar að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna. Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. 10. ágúst 2019 15:08 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Ítalskur saksóknari hefur gefið fyrirskipun um að Open Arms björgunarskipinu verði siglt í land og fólkið þar um borð fái að ganga á land á eyjunni Lampedusa. Frá þessu er greint á ítölskum fréttamiðlum Talið er að meira en 100 flóttamenn hafi verið um borð í spænska skipinu í morgun en ítölsk yfirvöld hafa neitað að hleypa fólkinu í land í nærri þrjár vikur þrátt fyrir að næstum þrjátíu börn og þeir sem voru orðnir veikir höfðu verið fluttir í landi.Sjá einnig: 27 unglingar á flótta fengu að fara í land á ÍtalíuAðstæðurnar um borð í skipinu eru sagðar hafa verið mjög slæmar og til marks um það reyndu í kring um tíu flóttamannanna að synda í land en ítalska landhelgisgæslan náði þeim áður en þeir komust mjög langt. Luigi Patronaggio, saksóknari í Agrigento, gaf fyrirskipun um að bátnum yrði siglt í höfn eftir að hann heimsótti bátinn seinni partinn á þriðjudag. Heimildarmaður fréttastofu AFP segir tilskipunina hafa verið gefna vegna erfiðra aðstæðna um borð. Stofnandi Open Arms fagnaði í dag ákvörðuninni og skrifaði á Twitter: „Eftir nítján daga fáum við að fara í land í Lampedusa.“Tras 19 días, desembarcaremos hoy en Lampedusa. Se incautará el barco temporalmente, pero es un costo que @openarms_fund asume para asegurar que las personas a bordo puedan ser atendidas. Consideramos indispensable priorizar su salud y seguridad en esta emergencia humanitaria. pic.twitter.com/mXePPemObz — Oscar Camps (@campsoscar) August 20, 2019 Fyrr í dag tilkynntu yfirvöld á Spáni að þau hygðust senda skip til Lampedusa til að sækja flóttafólkið en það hefði tekið meira en þrjá daga. Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, hefur verið strangur þegar kemur að flóttafólki og innflytjendum og var búinn að loka öllum höfnum fyrir þeim. Hann tísti fyrr í dag að eina leiðin til að stöðva það að Ítalía yrði aftur „flóttamannabúðir Evrópu“ væri að vera strangur.La linea della fermezza è l'unico modo per evitare che l'Italia torni ad essere il campo profughi d'Europa, come dimostrato anche in queste ore con la nava Ong spagnola dei finti malati e dei finti minori. pic.twitter.com/bK9Bpv71f3 — Matteo Salvini (@matteosalvinimi) August 20, 2019 Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, sagði í dag af sér en mikil spenna hefur verið á milli stjórnarflokkanna tveggja. Conte og Salvini eru leiðtogar sitthvors stjórnarflokksins, Conte Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Salvini Norðurbandalagsins. Salvini kynnti í byrjun mánaðar að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna.
Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. 10. ágúst 2019 15:08 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. 10. ágúst 2019 15:08
Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58