Íranskar konur fá að fara á fótboltaleiki eftir andlát bláu stúlkunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 15:59 Íranskar fótboltaáhugakonur á landsleik Íran og Barein árið 2005. getty/Mohsen Shandiz Konum í Íran verður leyft að fara á fótboltaleiki og mun fyrsti leikurinn sem þær fá að fara á vera leikur íranska landsliðsins í undankeppni Heimsmeistaramótsins í fótbolta. Þetta segir í tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði að hann hafi rætt málið við yfirvöld í Tehran eftir að fótboltaaðdáandi framdi sjálfsvíg fyrr í mánuðinum. Hann sagði að yfirvöld hafi samþykkt að konur fengju inn á leiki. Konum hefur verið meinaður aðgangur að fótboltaleikjum frá því að íslamska byltingin varð árið 1979. Fyrr í mánuðinum dó fótboltaáhugakonan Sahar Khodayari eftir að hún var handtekin fyrir að hafa farið á leik í dulargervi karlmanns.Íranskar fótboltaáhugakonur halda á myndum af landsliðsmönnum Íran við æfingavöll landsliðsins árið 2006.getty/MajidKhodayari, sem er einnig þekkt sem bláa stúlkan, hræddist að hún yrði fangelsuð. Hún kveikti í sjálfri sér fyrir utan leikvanginn og dó á sjúkrahúsi viku síðar. Andlát hennar varð mörgum mikið áfall og vakti fólk til umhugsunar, bæði innan og utan Íran. Fótboltamenn um allan heim hafa minnst Khodayari og hafa til að mynda nokkur evrópsk kvennalið borið blá armbönd á meðan á leikjum hefur staðið til minningar um hana.Mikilvægt að konur séu á leikjum FIFA hefur orðið fyrir miklu aðkasti og hefur hópur fólks krafið sambandið um að setja íranska fótboltasambandið í leikbann. Starfsmenn FIFA hafa varið vikunni í Íran og rætt landsleik Íran á móti Kambódíu sem fer fram 10. október næst komandi sem verður fyrsti heimaleikur íranska liðsins í undankeppninni fyrir Heimsmeistaramótið 2022. „Við þurfum að hafa konur á leiknum,“ sagði Infantino á ráðstefnu FIFA um kvennafótbolta. „Við höfum fengið loforð um það að konur fái að vera á næsta alþjóðlega fótboltaleik Íran. Þetta er gríðarlega mikilvægt en konur hafa ekki verið á leikjum hér í fjörutíu ár, fyrir utan nokkrar undantekningar,“ bætti hann við. Þrátt fyrir að íranskar konur hafi ekki fengið að horfa á karlalið spila hafa erlendar konur haft takmarkaðan aðgang að leikvöngum til að horfa á leikina. Bannið er ekki lögbundið en því hefur verið fylgt eftir með hörku segja samtök mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Banninu var lyft tímabundið í fyrra til þess að konur gætu horft á útsendingu heimsmeistaramótsins á leikvangi í Tehran. FIFA Fótbolti Íran Jafnréttismál Tengdar fréttir Bláa stúlkan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hún var handtekin fyrir að horfa á fótboltaleik í Íran. Andlát hennar vakið athygli á veruleika íranskra kvenna og leikmenn og áhorfendur minnast Sahar. 21. september 2019 12:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Konum í Íran verður leyft að fara á fótboltaleiki og mun fyrsti leikurinn sem þær fá að fara á vera leikur íranska landsliðsins í undankeppni Heimsmeistaramótsins í fótbolta. Þetta segir í tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði að hann hafi rætt málið við yfirvöld í Tehran eftir að fótboltaaðdáandi framdi sjálfsvíg fyrr í mánuðinum. Hann sagði að yfirvöld hafi samþykkt að konur fengju inn á leiki. Konum hefur verið meinaður aðgangur að fótboltaleikjum frá því að íslamska byltingin varð árið 1979. Fyrr í mánuðinum dó fótboltaáhugakonan Sahar Khodayari eftir að hún var handtekin fyrir að hafa farið á leik í dulargervi karlmanns.Íranskar fótboltaáhugakonur halda á myndum af landsliðsmönnum Íran við æfingavöll landsliðsins árið 2006.getty/MajidKhodayari, sem er einnig þekkt sem bláa stúlkan, hræddist að hún yrði fangelsuð. Hún kveikti í sjálfri sér fyrir utan leikvanginn og dó á sjúkrahúsi viku síðar. Andlát hennar varð mörgum mikið áfall og vakti fólk til umhugsunar, bæði innan og utan Íran. Fótboltamenn um allan heim hafa minnst Khodayari og hafa til að mynda nokkur evrópsk kvennalið borið blá armbönd á meðan á leikjum hefur staðið til minningar um hana.Mikilvægt að konur séu á leikjum FIFA hefur orðið fyrir miklu aðkasti og hefur hópur fólks krafið sambandið um að setja íranska fótboltasambandið í leikbann. Starfsmenn FIFA hafa varið vikunni í Íran og rætt landsleik Íran á móti Kambódíu sem fer fram 10. október næst komandi sem verður fyrsti heimaleikur íranska liðsins í undankeppninni fyrir Heimsmeistaramótið 2022. „Við þurfum að hafa konur á leiknum,“ sagði Infantino á ráðstefnu FIFA um kvennafótbolta. „Við höfum fengið loforð um það að konur fái að vera á næsta alþjóðlega fótboltaleik Íran. Þetta er gríðarlega mikilvægt en konur hafa ekki verið á leikjum hér í fjörutíu ár, fyrir utan nokkrar undantekningar,“ bætti hann við. Þrátt fyrir að íranskar konur hafi ekki fengið að horfa á karlalið spila hafa erlendar konur haft takmarkaðan aðgang að leikvöngum til að horfa á leikina. Bannið er ekki lögbundið en því hefur verið fylgt eftir með hörku segja samtök mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Banninu var lyft tímabundið í fyrra til þess að konur gætu horft á útsendingu heimsmeistaramótsins á leikvangi í Tehran.
FIFA Fótbolti Íran Jafnréttismál Tengdar fréttir Bláa stúlkan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hún var handtekin fyrir að horfa á fótboltaleik í Íran. Andlát hennar vakið athygli á veruleika íranskra kvenna og leikmenn og áhorfendur minnast Sahar. 21. september 2019 12:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Bláa stúlkan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hún var handtekin fyrir að horfa á fótboltaleik í Íran. Andlát hennar vakið athygli á veruleika íranskra kvenna og leikmenn og áhorfendur minnast Sahar. 21. september 2019 12:00