Aðgerðin spurðist út til fjölskyldumeðlima í gegnum fjöldapóst frá ráðgjafa Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2019 10:45 Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa. Vísir/Ernir Sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Klíníkinni Ármúla braut persónuverndarlög þegar hún sendi fyrir mistök fjöldapóst þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Kona, sem farið hafði í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni, kvartaði undan póstinum til Persónuverndar og bar því fyrir sig að með póstinum hefðu fjölskyldumeðlimir hennar komist að því að hún hefði farið í aðgerðina. Úrskurðurinn var kveðinn upp 20. ágúst síðastliðinn en ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en í gær. Lögmenn konunnar kvörtuðu fyrir hennar hönd til Persónunefndar í júní í fyrra vegna öryggisbrests og meðferðar Klíníkurinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um konuna. Á Klíníkinni eru framkvæmdar aðgerðir á borð við liðskipti á mjöðmum og hnjám, magaermis- og magahjáveituaðgerðir, fyrirbyggjandi brjóstnám auk stærri lýtaaðgerða, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins.Mikilvægt að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði Málið og aðdragandi þess er rakið í úrskurðinum. Þar segir að konan hafi sótt læknisþjónustu hjá sérfræðilækni hjá Klíníkinni og farið í læknisaðgerð í framhaldinu. Hún hafi sérstaklega bent á mikilvægi þess að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði og hafi haft sérstakt orð á því í viðtali við lækna hve trúnaður væri henni mikilvægur. Hún hafi verið fullvissuð um að ítrasta trúnaðar yrði gætt. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina vísaði konunni til ráðgjafans eftir aðgerðina og átti hún fund með honum innan nokkurra daga. Rúmu hálfu ári eftir aðgerðina fékk konan fregnir af því að nafn hennar og tölvupóstfang hefðu komið fram í fjöldapósti sem sendur var á einstaklinga sem hefðu farið í ráðgjöf eftir að hafa farið í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni. Upplýsingarnar voru sendar úr netfangi ráðgjafans í fjöldapósti þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Þessar upplýsingar hafi spurst út m.a. til fjölskyldumeðlima hennar og fleiri, sem hafi komið mjög illa við henni. Þá gagnrýnir konan að henni hafi ekki verið tilkynnt um upplýsingalekann og trúnaðarbrestinn fyrr en nokkru eftir að hann komst upp. Ráðgjafinn ábyrgur en ekki Klíníkin Í svari Klíníkurinnar við kvörtun konunnar er bent á að konan hafi samykkt að henni yrði sendur tölvupóstur til að minna á mögulegar tímabókanir, sem umræddur tölvupóstur snerist um. Einnig er bent á að ráðgjafinn sé ekki starfsmaður Klíníkurinnar heldur sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Þetta féllst Persónuvernd á og mat það svo að ráðgjafinn væri ábyrgðaraðili þeirrar vinnslu sem tengdist miðlun persónuupplýsinganna en ekki Klíníkin. Þá liggi fyrir að ráðgjafinn hafi brugðist strax við, og á fullnægjandi hátt, þegar atvikið kom upp til að takmarka tjón og gert viðeigandi ráðstafanir. Þannig lét ráðgjafinn viðeigandi aðila hjá Klíníkinni vita af málinu og sendi annan tölvupóst á viðtakendur þess fyrri samdægurs. Í efnislínu hans stóð: „VINSAMLEGAST EYÐA FYRRI PÓSTI!“. Miðlun umræddra persónuupplýsinga samrýmist þó ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Lagt er til að ráðgjafinn geri viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir sem taki mið af eðli, umfangi, samhengi, tilgangi og áhættu fyrir réttindi og frelsi skráðra einstaklinga. Persónuvernd Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Klíníkinni Ármúla braut persónuverndarlög þegar hún sendi fyrir mistök fjöldapóst þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Kona, sem farið hafði í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni, kvartaði undan póstinum til Persónuverndar og bar því fyrir sig að með póstinum hefðu fjölskyldumeðlimir hennar komist að því að hún hefði farið í aðgerðina. Úrskurðurinn var kveðinn upp 20. ágúst síðastliðinn en ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en í gær. Lögmenn konunnar kvörtuðu fyrir hennar hönd til Persónunefndar í júní í fyrra vegna öryggisbrests og meðferðar Klíníkurinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um konuna. Á Klíníkinni eru framkvæmdar aðgerðir á borð við liðskipti á mjöðmum og hnjám, magaermis- og magahjáveituaðgerðir, fyrirbyggjandi brjóstnám auk stærri lýtaaðgerða, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins.Mikilvægt að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði Málið og aðdragandi þess er rakið í úrskurðinum. Þar segir að konan hafi sótt læknisþjónustu hjá sérfræðilækni hjá Klíníkinni og farið í læknisaðgerð í framhaldinu. Hún hafi sérstaklega bent á mikilvægi þess að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði og hafi haft sérstakt orð á því í viðtali við lækna hve trúnaður væri henni mikilvægur. Hún hafi verið fullvissuð um að ítrasta trúnaðar yrði gætt. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina vísaði konunni til ráðgjafans eftir aðgerðina og átti hún fund með honum innan nokkurra daga. Rúmu hálfu ári eftir aðgerðina fékk konan fregnir af því að nafn hennar og tölvupóstfang hefðu komið fram í fjöldapósti sem sendur var á einstaklinga sem hefðu farið í ráðgjöf eftir að hafa farið í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni. Upplýsingarnar voru sendar úr netfangi ráðgjafans í fjöldapósti þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Þessar upplýsingar hafi spurst út m.a. til fjölskyldumeðlima hennar og fleiri, sem hafi komið mjög illa við henni. Þá gagnrýnir konan að henni hafi ekki verið tilkynnt um upplýsingalekann og trúnaðarbrestinn fyrr en nokkru eftir að hann komst upp. Ráðgjafinn ábyrgur en ekki Klíníkin Í svari Klíníkurinnar við kvörtun konunnar er bent á að konan hafi samykkt að henni yrði sendur tölvupóstur til að minna á mögulegar tímabókanir, sem umræddur tölvupóstur snerist um. Einnig er bent á að ráðgjafinn sé ekki starfsmaður Klíníkurinnar heldur sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Þetta féllst Persónuvernd á og mat það svo að ráðgjafinn væri ábyrgðaraðili þeirrar vinnslu sem tengdist miðlun persónuupplýsinganna en ekki Klíníkin. Þá liggi fyrir að ráðgjafinn hafi brugðist strax við, og á fullnægjandi hátt, þegar atvikið kom upp til að takmarka tjón og gert viðeigandi ráðstafanir. Þannig lét ráðgjafinn viðeigandi aðila hjá Klíníkinni vita af málinu og sendi annan tölvupóst á viðtakendur þess fyrri samdægurs. Í efnislínu hans stóð: „VINSAMLEGAST EYÐA FYRRI PÓSTI!“. Miðlun umræddra persónuupplýsinga samrýmist þó ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Lagt er til að ráðgjafinn geri viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir sem taki mið af eðli, umfangi, samhengi, tilgangi og áhættu fyrir réttindi og frelsi skráðra einstaklinga.
Persónuvernd Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira