Þvertekur fyrir að hafa viljað krókódíla og snáka við landamæravegginn Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 15:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann. „Ég er kannski harður í horn að taka varðandi landamæraöryggi en ekki svo harður,“ skrifar forsetinn á Twitter. „Pressan er orðin galin. Falskar fréttir!“ bætti hann við. Tíst þetta má rekja til frétta sem unnar eru upp úr óútgefinni bók tveggja blaðamanna New York Times. Fyrsta greinin birtist í New York Times og á hún að byggja á viðtölum við á annan tug embættismanna og starfsmenn Hvíta hússins.Þar kemur fram að Trump hafi ítrekað sagt við ráðgjafa sína að hann vildi víggirtan landamæravegg, eins og segir hér að ofan, og eiga ráðgjafar hans að hafa kannað hvað slíkt myndi kosta. Landamæri ríkjanna eru 3,145 kílómetrar að lengd og er bygging veggja á hluta landamæranna hafinn eftir að fé var tekið frá hernum til verksins.Now the press is trying to sell the fact that I wanted a Moat stuffed with alligators and snakes, with an electrified fence and sharp spikes on top, at our Southern Border. I may be tough on Border Security, but not that tough. The press has gone Crazy. Fake News! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2019 Í nóvember í fyrra sagði Trump að bandarískir hermenn og löggæsluaðilar ættu ef til vill að skjóta flótta- og farandfólk sem kastaði grjóti að þeim. Hann dró þó í land degi seinna og sagði að hver sá sem kastaði grjóti yrði handtekinn.Í bókinni segir að Trump hafi einungis dregið í land eftir að ráðgjafar hans sögðu það ólöglegt að skjóta fólk sem kastar grjóti. Hann á hins vegar að hafa lagt til á fundum í kjölfarið að kannski ætti að skjóta flótta- og farandfólk í fæturna til að hægja á þeim og var honum aftur bent á að það væri ólöglegt. Flestar þessar sögur má rekja til nóvember í fyrra og einnar viku í mars þegar Trump lagði til að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó yrði lokað á einum degi. Þessi vika á að hafa verið forsetanum og starfsmönnum hans erfið og á einum fundi öskraði hann á ráðgjafa sína.„Þið eruð að láta mig líta út eins og fífl,“ á Trump að hafa öskrað. Á þeim fundi sagðist hann vilja loka landamærunum og skammaði hann þá sem sátu fundinn eins og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Kirstjen Nielsen, fyrrverandi yfirmann Heimavarnarráðuneytisins. Kirstjen reyndi að telja honum hughvarf og sagði vel hægt að loka landamærunum. Það myndi hins vegar ekki bæta neitt, því fólk gæti áfram sótt um hæli. Jared Kushner, tengdasonur Trump, reyndi sömuleiðis að tala við hann en án árangurs. „Það eina sem þú hugsar um eru vinir þínir í Mexíkó,“ á Trump að hafa öskrað á Kushner. „Ég er búinn að fá nóg. Ég vil að þetta verði gert fyrir hádegi á morgun.“ Starfsmönnum Trump tókst að fá hann til að seinka ákvörðun sinni um eina viku og í millitíðinni streymdu þingmenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðrir til forsetans og lýstu því hve hræðileg áhrif lokun landamæranna myndi hafa. Á endanum tókst þeim ætlunarverk sitt. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann. „Ég er kannski harður í horn að taka varðandi landamæraöryggi en ekki svo harður,“ skrifar forsetinn á Twitter. „Pressan er orðin galin. Falskar fréttir!“ bætti hann við. Tíst þetta má rekja til frétta sem unnar eru upp úr óútgefinni bók tveggja blaðamanna New York Times. Fyrsta greinin birtist í New York Times og á hún að byggja á viðtölum við á annan tug embættismanna og starfsmenn Hvíta hússins.Þar kemur fram að Trump hafi ítrekað sagt við ráðgjafa sína að hann vildi víggirtan landamæravegg, eins og segir hér að ofan, og eiga ráðgjafar hans að hafa kannað hvað slíkt myndi kosta. Landamæri ríkjanna eru 3,145 kílómetrar að lengd og er bygging veggja á hluta landamæranna hafinn eftir að fé var tekið frá hernum til verksins.Now the press is trying to sell the fact that I wanted a Moat stuffed with alligators and snakes, with an electrified fence and sharp spikes on top, at our Southern Border. I may be tough on Border Security, but not that tough. The press has gone Crazy. Fake News! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2019 Í nóvember í fyrra sagði Trump að bandarískir hermenn og löggæsluaðilar ættu ef til vill að skjóta flótta- og farandfólk sem kastaði grjóti að þeim. Hann dró þó í land degi seinna og sagði að hver sá sem kastaði grjóti yrði handtekinn.Í bókinni segir að Trump hafi einungis dregið í land eftir að ráðgjafar hans sögðu það ólöglegt að skjóta fólk sem kastar grjóti. Hann á hins vegar að hafa lagt til á fundum í kjölfarið að kannski ætti að skjóta flótta- og farandfólk í fæturna til að hægja á þeim og var honum aftur bent á að það væri ólöglegt. Flestar þessar sögur má rekja til nóvember í fyrra og einnar viku í mars þegar Trump lagði til að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó yrði lokað á einum degi. Þessi vika á að hafa verið forsetanum og starfsmönnum hans erfið og á einum fundi öskraði hann á ráðgjafa sína.„Þið eruð að láta mig líta út eins og fífl,“ á Trump að hafa öskrað. Á þeim fundi sagðist hann vilja loka landamærunum og skammaði hann þá sem sátu fundinn eins og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Kirstjen Nielsen, fyrrverandi yfirmann Heimavarnarráðuneytisins. Kirstjen reyndi að telja honum hughvarf og sagði vel hægt að loka landamærunum. Það myndi hins vegar ekki bæta neitt, því fólk gæti áfram sótt um hæli. Jared Kushner, tengdasonur Trump, reyndi sömuleiðis að tala við hann en án árangurs. „Það eina sem þú hugsar um eru vinir þínir í Mexíkó,“ á Trump að hafa öskrað á Kushner. „Ég er búinn að fá nóg. Ég vil að þetta verði gert fyrir hádegi á morgun.“ Starfsmönnum Trump tókst að fá hann til að seinka ákvörðun sinni um eina viku og í millitíðinni streymdu þingmenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðrir til forsetans og lýstu því hve hræðileg áhrif lokun landamæranna myndi hafa. Á endanum tókst þeim ætlunarverk sitt.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira