Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2019 15:19 Jolie King og Mark Firkin á ferðalagi sínu. Instagram/@thewayoverland Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. Þriðji Ástralinn, háskólaprófessorinn Kylie Moore-Gilbert, afplánar enn dóm sem hún hlaut í landinu. Mál parsins vakti mikla athygli eftir að fregnir bárust af því að þau hefðu verið hneppt í varðhald í Tehran í sumar fyrir að fljúga dróna án tilskilinna leyfa. King og Firkin lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Þau höfðu greint ítarlega frá ferðalaginu í færslum á Instagram og Youtube mánuðina áður en þau voru handtekin. Aðdáendur þeirra urðu því nokkuð uggandi þegar ekkert heyrðist frá þeim í margar vikur. Í september var svo loks greint frá handtöku þeirra. Marise Payne utanríkisráðherra Ástralíu tilkynnti í gær að King og Firkin væru nú komin heim til sín en ekki fengust frekari upplýsingar um mál þeirra. Þá leystu áströlsk yfirvöld íranskan háskólanema úr haldi, sem handtekinn var í fyrra grunaður um að hafa sent bandarísk hernaðargögn til Íran. Á meðan situr áðurnefnd Moore-Gilbert enn í Evin-fangelsinu í Tehran, þar sem King og Firkin var einnig haldið. Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð sumarið 2018 og hafi verið látin sæta einangrunarvist síðan þá. Hún á yfir höfði sér tíu ára fangelsisvist en Payne tjáði blaðamönnum í gær að yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stæði til að fá hana lausa. Ástralía Íran Tengdar fréttir Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41 Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. Þriðji Ástralinn, háskólaprófessorinn Kylie Moore-Gilbert, afplánar enn dóm sem hún hlaut í landinu. Mál parsins vakti mikla athygli eftir að fregnir bárust af því að þau hefðu verið hneppt í varðhald í Tehran í sumar fyrir að fljúga dróna án tilskilinna leyfa. King og Firkin lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Þau höfðu greint ítarlega frá ferðalaginu í færslum á Instagram og Youtube mánuðina áður en þau voru handtekin. Aðdáendur þeirra urðu því nokkuð uggandi þegar ekkert heyrðist frá þeim í margar vikur. Í september var svo loks greint frá handtöku þeirra. Marise Payne utanríkisráðherra Ástralíu tilkynnti í gær að King og Firkin væru nú komin heim til sín en ekki fengust frekari upplýsingar um mál þeirra. Þá leystu áströlsk yfirvöld íranskan háskólanema úr haldi, sem handtekinn var í fyrra grunaður um að hafa sent bandarísk hernaðargögn til Íran. Á meðan situr áðurnefnd Moore-Gilbert enn í Evin-fangelsinu í Tehran, þar sem King og Firkin var einnig haldið. Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð sumarið 2018 og hafi verið látin sæta einangrunarvist síðan þá. Hún á yfir höfði sér tíu ára fangelsisvist en Payne tjáði blaðamönnum í gær að yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stæði til að fá hana lausa.
Ástralía Íran Tengdar fréttir Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41 Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41
Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06