Katrín greindi May frá umræðu um orkumál á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 19:45 Theresa May og Katrín Jakobsdóttir fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum. EPA Forsætisráðherra segir mikilvægt að eiga milliliðalaus samskipti við stjórnmálaleiðtoga annarra ríkja um helstu alþjóðamál eins og aðgerðir í loftlagsmálum. Hún gerði meðal annars grein fyrir umræðunni um orkumál hér á landi á fundi sínum með forsætisráðherra Bretlands í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hitt Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, nokkrum sinnum áður en kom í bústaða breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í fyrsta sinn í dag. Hún segir hana og Therseu May aðallega hafa rætt loftlagsmál sem nú séu ofarlega á baugi, en breska þingið samþykkti í gær tillögu formanns Verkamannaflokksins um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. „Svo ræddum við kynjajafnréttismál og ekki hvað síst mansalsmál. En hún hefur sjálf beitt sér mjög mikið í þeim málum og staðið framarlega í þeirri baráttu hér. Í þriðja lagi var svo rætt um málið sem alltaf er rætt, það er að segja Brexit og svo auðvitað samskipti Íslands og Bretlands í kring um það,“ segir Katrín. Hún hafi hins vegar ekki hafa rætt mögulega lagningu raforkustrengs til Bretlands í framtíðinni í ljósi heitrar umræðu hér á landi um þriðja orkupakkann. „Nei, ég gerði það ekki en ég upplýsti hana auðvitað um þá umræðu sem stæði yfir á Íslandi um mikilvægi þess, sem ég tel nú að mikill meirihluti Íslendinga sé sammála um; að það sé mjög mikilvægt að tryggja yfirráð yfir orkuauðlindinni. Að hún sé sameign þjóðarinnar og að það sé mikilvægt að það stýri okkar gjörðum íþessu. Þannig að ég lýsti aðeins umræðunni um orkumálin á Íslandi,“ segir forsætisráðherra. Hún hafi líka lagt áherslu á að Ísland og Bretlandi væru ekki einungis viðskiptaþjóðir heldur einnig vinaþjóðir með sameiginlega sögu. En þriggja daga heimsók forsætisráðherra til Bretlands lauk í dag. „Það skiptir líka máli að eiga þessi beinu og milliliðalausu samskipti við fólk um stóru málin á alþjóðasviðinu. Ef við tökum loftlagsmálin sem dæmi þá verða þau ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Að við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálar. Það skiptir líka málið að þjóðir heims vinni saman að þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Forsætisráðherra segir mikilvægt að eiga milliliðalaus samskipti við stjórnmálaleiðtoga annarra ríkja um helstu alþjóðamál eins og aðgerðir í loftlagsmálum. Hún gerði meðal annars grein fyrir umræðunni um orkumál hér á landi á fundi sínum með forsætisráðherra Bretlands í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hitt Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, nokkrum sinnum áður en kom í bústaða breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í fyrsta sinn í dag. Hún segir hana og Therseu May aðallega hafa rætt loftlagsmál sem nú séu ofarlega á baugi, en breska þingið samþykkti í gær tillögu formanns Verkamannaflokksins um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. „Svo ræddum við kynjajafnréttismál og ekki hvað síst mansalsmál. En hún hefur sjálf beitt sér mjög mikið í þeim málum og staðið framarlega í þeirri baráttu hér. Í þriðja lagi var svo rætt um málið sem alltaf er rætt, það er að segja Brexit og svo auðvitað samskipti Íslands og Bretlands í kring um það,“ segir Katrín. Hún hafi hins vegar ekki hafa rætt mögulega lagningu raforkustrengs til Bretlands í framtíðinni í ljósi heitrar umræðu hér á landi um þriðja orkupakkann. „Nei, ég gerði það ekki en ég upplýsti hana auðvitað um þá umræðu sem stæði yfir á Íslandi um mikilvægi þess, sem ég tel nú að mikill meirihluti Íslendinga sé sammála um; að það sé mjög mikilvægt að tryggja yfirráð yfir orkuauðlindinni. Að hún sé sameign þjóðarinnar og að það sé mikilvægt að það stýri okkar gjörðum íþessu. Þannig að ég lýsti aðeins umræðunni um orkumálin á Íslandi,“ segir forsætisráðherra. Hún hafi líka lagt áherslu á að Ísland og Bretlandi væru ekki einungis viðskiptaþjóðir heldur einnig vinaþjóðir með sameiginlega sögu. En þriggja daga heimsók forsætisráðherra til Bretlands lauk í dag. „Það skiptir líka máli að eiga þessi beinu og milliliðalausu samskipti við fólk um stóru málin á alþjóðasviðinu. Ef við tökum loftlagsmálin sem dæmi þá verða þau ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Að við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálar. Það skiptir líka málið að þjóðir heims vinni saman að þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira