Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 16:56 Elín Metta Jensen var með tvennu á móti Skotum í dag. Mynd/Twitter/KSÍ Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. Íslensku stelpurnar byrjuðu frábærlega í fyrsta leik sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Íslenska liðið vann 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni. Jón Þór Hauksson tók við íslenska liðinu af Frey Alexanderssyni í október síðastliðnum en Freyr hafði verið með kvennalandsliðið frá haustinu 2013. Aðstæður á La Manga voru frábærar. Sól, 20 stiga hiti og völlurinn flottur. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá byrjaði íslenska liðið seinni hálfleikinn mjög vel. Valskonan Elín Metta Jensen kom íslenska liðinu í 1-0 á 51. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var hún búin að bæta öðru marki sínu við. Í fyrra markinu átti Hallbera Guðný Gísladóttir sendingu sem Berglind Björg gerði vel með að halda lifandi. Boltinn barst til Öglu Maríu Albertsdóttur sem koma boltanum fyrir markið. Þar var Elín Metta óvölduð við vítapunkt og renndi boltanum í hornið. Elín Metta bætti svo við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar. Berglind Björg fékk góða sendingu upp í hornið, hún átti frábæra sendingu sem Elín Metta kláraði vel. Skotar náðu að minnka muninn í lokin með frábæru skoti frá Lana Clelland og því náðu stelpurnar ekki að halda markinu hreinu en unnu enga að síður góðan sigur á HM-liði. 50 Íslendingar voru á leiknum á vegum Íslendingafélagsins í Alicante. Elín Metta Jensen varð þar með tólfta íslenska landsliðskonan sem nær því að skora tíu mörk fyrir íslenska A-landsliðið en Elín Metta var með átta landsliðsmörk fyrir leikinn. Elín Metta hefur nú líka skorað 39 mörk fyrir öll íslensku landsliðin. Skoska liðið vann sinn riðil í undankeppni HM og verður því með í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi næsts sumar. Skotar eru þar í riðli með Englandi, Argentínu og Japan.Scotland score at the end, but it ends with a 2-1 win for us! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/aRTQlIJzfZ — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2019Ísland - Skotland 2-1 (0-0) 1-0 Elín Metta Jensen (51.) 2-0 Elín Metta Jensen (54.) 2-1 Lana Clelland (90.)Lið Íslands í leiknum: Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (71., Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA) - Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden (87., Elísa Viðarsdóttir, Val) Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengard Sif Atladóttir, Kristianstad Hallbera Guðný Gísladóttir, Val (71., Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA) - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Adelaide (86., Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki) Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Wolfsburg - Fanndís Friðriksdóttir, Adelaide (59., Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik) Elín Metta Jensen, Val Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (59., Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa) Fótbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. Íslensku stelpurnar byrjuðu frábærlega í fyrsta leik sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Íslenska liðið vann 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni. Jón Þór Hauksson tók við íslenska liðinu af Frey Alexanderssyni í október síðastliðnum en Freyr hafði verið með kvennalandsliðið frá haustinu 2013. Aðstæður á La Manga voru frábærar. Sól, 20 stiga hiti og völlurinn flottur. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá byrjaði íslenska liðið seinni hálfleikinn mjög vel. Valskonan Elín Metta Jensen kom íslenska liðinu í 1-0 á 51. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var hún búin að bæta öðru marki sínu við. Í fyrra markinu átti Hallbera Guðný Gísladóttir sendingu sem Berglind Björg gerði vel með að halda lifandi. Boltinn barst til Öglu Maríu Albertsdóttur sem koma boltanum fyrir markið. Þar var Elín Metta óvölduð við vítapunkt og renndi boltanum í hornið. Elín Metta bætti svo við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar. Berglind Björg fékk góða sendingu upp í hornið, hún átti frábæra sendingu sem Elín Metta kláraði vel. Skotar náðu að minnka muninn í lokin með frábæru skoti frá Lana Clelland og því náðu stelpurnar ekki að halda markinu hreinu en unnu enga að síður góðan sigur á HM-liði. 50 Íslendingar voru á leiknum á vegum Íslendingafélagsins í Alicante. Elín Metta Jensen varð þar með tólfta íslenska landsliðskonan sem nær því að skora tíu mörk fyrir íslenska A-landsliðið en Elín Metta var með átta landsliðsmörk fyrir leikinn. Elín Metta hefur nú líka skorað 39 mörk fyrir öll íslensku landsliðin. Skoska liðið vann sinn riðil í undankeppni HM og verður því með í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi næsts sumar. Skotar eru þar í riðli með Englandi, Argentínu og Japan.Scotland score at the end, but it ends with a 2-1 win for us! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/aRTQlIJzfZ — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2019Ísland - Skotland 2-1 (0-0) 1-0 Elín Metta Jensen (51.) 2-0 Elín Metta Jensen (54.) 2-1 Lana Clelland (90.)Lið Íslands í leiknum: Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (71., Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA) - Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden (87., Elísa Viðarsdóttir, Val) Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengard Sif Atladóttir, Kristianstad Hallbera Guðný Gísladóttir, Val (71., Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA) - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Adelaide (86., Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki) Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Wolfsburg - Fanndís Friðriksdóttir, Adelaide (59., Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik) Elín Metta Jensen, Val Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (59., Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa)
Fótbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira