Vill aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 19:45 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Vilhelm Öldrunarfordómar eru rótgrónir víða í samfélaginu og því þarf að breyta. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna sem hyggst leggja fram þingsályktunartillögu að unnin verði aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum. Samkvæmt tillögunni verður ráðherra falið að gera aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum en meðflutningsmenn koma bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu. „Hún kemur ekki fram að ástæðulausu. Öldrunarfordómar eru mjög víða í samfélaginu og þeir snerta afar stóran hóp, ekki bara eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir fordómana koma fram með margvíslegum hætti. „Þeir koma til dæmis fram í heilbrigðiskerfinu og í umræðu um heilbrigðiskerfið, þeir koma fram í umræðu um félagslega kerfið. Þeir koma fram í umræðu um hvernig eldra fólk stendur sig í umferðinni, hvernig það stendur sig í starfi og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sjálfur er hann menntaður öldrunarlæknir en hann segist þekkja þetta vandamál vel úr fyrra samfélagi. „Þetta er eitt af því sem að við öldrunarlæknar erum sífellt að fást við og erum sífellt að berjast á móti. Í þessu nýja starfi þá fæ ég tækifæri til þess að taka þetta upp á þetta stig.“ Hann kveðst vongóður um þverpólitískan stuðning við tillöguna en hann hafi fengið jákvæð viðbrögð úr öllum þingflokkum. Líkt og heyra má í meðfylgjandi frétt var allur gangur á því hvort eldra fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi hafði upplifað aldursfordóma. Athygli vekur að þeir sem töldu sig hafa orðið fyrir aldursfordómum vildu fæstir veita viðtal. Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Öldrunarfordómar eru rótgrónir víða í samfélaginu og því þarf að breyta. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna sem hyggst leggja fram þingsályktunartillögu að unnin verði aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum. Samkvæmt tillögunni verður ráðherra falið að gera aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum en meðflutningsmenn koma bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu. „Hún kemur ekki fram að ástæðulausu. Öldrunarfordómar eru mjög víða í samfélaginu og þeir snerta afar stóran hóp, ekki bara eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir fordómana koma fram með margvíslegum hætti. „Þeir koma til dæmis fram í heilbrigðiskerfinu og í umræðu um heilbrigðiskerfið, þeir koma fram í umræðu um félagslega kerfið. Þeir koma fram í umræðu um hvernig eldra fólk stendur sig í umferðinni, hvernig það stendur sig í starfi og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sjálfur er hann menntaður öldrunarlæknir en hann segist þekkja þetta vandamál vel úr fyrra samfélagi. „Þetta er eitt af því sem að við öldrunarlæknar erum sífellt að fást við og erum sífellt að berjast á móti. Í þessu nýja starfi þá fæ ég tækifæri til þess að taka þetta upp á þetta stig.“ Hann kveðst vongóður um þverpólitískan stuðning við tillöguna en hann hafi fengið jákvæð viðbrögð úr öllum þingflokkum. Líkt og heyra má í meðfylgjandi frétt var allur gangur á því hvort eldra fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi hafði upplifað aldursfordóma. Athygli vekur að þeir sem töldu sig hafa orðið fyrir aldursfordómum vildu fæstir veita viðtal.
Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira