Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2018 08:00 Björgunarfólk leitar að eftirlifendum í rústum í Baguio á Filippseyjum norður af höfuðborginni Manila. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Gífurleg eyðilegging varð í suðurhluta Kína þegar fellibylurinn Mangkhut fór þar yfir í gær. Minnst 64 fórust þegar fellibylurinn fór yfir Filippseyjar. Mangkhut er einn versti fellibylurinn það sem af er ári en vindstyrkur hans var um og yfir 45 m/s. Storminum fylgdi gífurlegt úrhelli og þá gekk sjór víða á land. Áður en stormurinn náði landi mældist vindstyrkur mestur ríflega 70 m/s. Á föstudaginn fór stormurinn yfir norðurhluta Filippseyja. Eyjan Luzon, stærsta og fjölmennasta eyja klasans, varð verst úti en þetta er versta veður á eynni síðan árið 2010 þegar fellibylurinn Megi fór þar yfir. Filippseyjar urðu einnig illa úti árið 2013 þegar fellibylurinn Haiyan skall á suðurhluta þeirra. Yfirvöld sáu snemma í hvað stefndi og voru tugir þúsunda fluttir af þeim svæðum sem talið var að yrðu verst úti. Hæsta viðbúnaðarstig var á eynni, skólum og opinberum stofnunum var lokað og fólk beðið um að vera í vari á meðan óveðrið geisaði. Sem fyrr segir fylgdi storminum gífurlegt úrhelli og féllu skriður á vegi og hús víða. Héruðin Cordillera og Nueva Vizcaya urðu verst úti. Minnst 64 týndu lífi en þar af voru 26 námamenn í gullnámu í Itogon sem urðu innlyksa þegar skriða féll á námu þeirra. Þá létust tveir björgunarmenn þegar þeir komu á vettvang slyssins. Átta er enn saknað. Þá er óttast um afdrif fjölda bænda sem freistuðu þess að bjarga hrísgrjóna- og maísuppskeru ársins áður en stormurinn skall á. Mannvirki eru víða rústir einar og því erfiðleikum háð fyrir viðbragðsaðila að koma bágstöddum til aðstoðar. Yfirvöld telja víst að tala látinna víðs vegar um eyjuna muni hækka enn. Eftir að hafa farið yfir Filippseyjar lá leið Mangkhut til Kína. Þá hafði dregið nokkuð úr vindhraða. Yfirvöld létu flytja um 2,4 milljónir manna á brott áður en veðrið skall á. Stormurinn náði landi í gær í Jiangmen í Guangdong-héraði við suðurströnd landsins. Héraðið varð illa úti í hamförunum. Sömu sögu er einnig að segja af Hong Kong og Macau en spilavítum á síðarnefnda svæðinu var skipað að skella í lás. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist. Í Hong Kong var ástandið afar slæmt. Á veraldarvefnum má sjá myndbönd af því þegar veðurofsinn rífur tré upp með rótum og hendir þeim svo til líkt og um smávægilegt plastrusl sé að ræða. Gler í fjölda húsa lét undan barningnum og sömu sögu er einnig að segja af klæðningum fjölda háhýsa og raflínum. Hús við ströndina urðu illa úti þegar sjór gekk á land. Rafmagnslaust er á stórum svæðum. Tölur um manntjón liggja ekki fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira
Gífurleg eyðilegging varð í suðurhluta Kína þegar fellibylurinn Mangkhut fór þar yfir í gær. Minnst 64 fórust þegar fellibylurinn fór yfir Filippseyjar. Mangkhut er einn versti fellibylurinn það sem af er ári en vindstyrkur hans var um og yfir 45 m/s. Storminum fylgdi gífurlegt úrhelli og þá gekk sjór víða á land. Áður en stormurinn náði landi mældist vindstyrkur mestur ríflega 70 m/s. Á föstudaginn fór stormurinn yfir norðurhluta Filippseyja. Eyjan Luzon, stærsta og fjölmennasta eyja klasans, varð verst úti en þetta er versta veður á eynni síðan árið 2010 þegar fellibylurinn Megi fór þar yfir. Filippseyjar urðu einnig illa úti árið 2013 þegar fellibylurinn Haiyan skall á suðurhluta þeirra. Yfirvöld sáu snemma í hvað stefndi og voru tugir þúsunda fluttir af þeim svæðum sem talið var að yrðu verst úti. Hæsta viðbúnaðarstig var á eynni, skólum og opinberum stofnunum var lokað og fólk beðið um að vera í vari á meðan óveðrið geisaði. Sem fyrr segir fylgdi storminum gífurlegt úrhelli og féllu skriður á vegi og hús víða. Héruðin Cordillera og Nueva Vizcaya urðu verst úti. Minnst 64 týndu lífi en þar af voru 26 námamenn í gullnámu í Itogon sem urðu innlyksa þegar skriða féll á námu þeirra. Þá létust tveir björgunarmenn þegar þeir komu á vettvang slyssins. Átta er enn saknað. Þá er óttast um afdrif fjölda bænda sem freistuðu þess að bjarga hrísgrjóna- og maísuppskeru ársins áður en stormurinn skall á. Mannvirki eru víða rústir einar og því erfiðleikum háð fyrir viðbragðsaðila að koma bágstöddum til aðstoðar. Yfirvöld telja víst að tala látinna víðs vegar um eyjuna muni hækka enn. Eftir að hafa farið yfir Filippseyjar lá leið Mangkhut til Kína. Þá hafði dregið nokkuð úr vindhraða. Yfirvöld létu flytja um 2,4 milljónir manna á brott áður en veðrið skall á. Stormurinn náði landi í gær í Jiangmen í Guangdong-héraði við suðurströnd landsins. Héraðið varð illa úti í hamförunum. Sömu sögu er einnig að segja af Hong Kong og Macau en spilavítum á síðarnefnda svæðinu var skipað að skella í lás. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist. Í Hong Kong var ástandið afar slæmt. Á veraldarvefnum má sjá myndbönd af því þegar veðurofsinn rífur tré upp með rótum og hendir þeim svo til líkt og um smávægilegt plastrusl sé að ræða. Gler í fjölda húsa lét undan barningnum og sömu sögu er einnig að segja af klæðningum fjölda háhýsa og raflínum. Hús við ströndina urðu illa úti þegar sjór gekk á land. Rafmagnslaust er á stórum svæðum. Tölur um manntjón liggja ekki fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira
Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42
Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56