Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Sveinn Arnarsson skrifar 7. ágúst 2018 06:00 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Fréttablaðið/Ernir Hvalur hf. fór aldrei að hertum reglum um hvalskurð frá árinu 2009. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra slakaði á kröfunum sem hið opinbera setur um hvalskurð nú sumarbyrjun. Árið 2009 tók í gildi reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Í henni var kveðið á um að hvalskurður skuli hefjast um leið og hvalur er kominn á land og að skurðarflöturinn skuli vera innandyra. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. „Það er rétt að það hefur aldrei verið yfirbyggður skurðarflötur hjá Hval hf. eins og reglugerðin sagði til um,“ segir Freydís Dana Sigurðardóttir, fagsviðstjóri eftirlits búfjárafurða hjá Matvælastofnun, sem hefur eftirlit með starfsemi hvalveiðifyrirtækja Þessu ákvæði var því aldrei fylgt við skurð á stórhvelum. Hvalskurður átti að framkvæma innandyra þar sem um matvæli er að ræða.SkjáskotHvalur hf. virti þannig ákvæðið að vettugi án þess að Matvælastofnun stöðvi framleiðsluna eða krefji fyrirtækið um að gera eitthvað til að framfylgja reglugerðinni. „Þessu ákvæði var breytt með reglugerð og ekki er lengur gerð krafa um yfirbyggðan skurðarflöt, heldur þarf viðeigandi varnir til að koma í veg fyrir mengun afurða skv. áhættumati sem rekstraraðili gerir,“ segir Viktor Pálsson, lögfræðingur Matvælastofnunar. Starfsleyfi Hvals hf., rennur út 15. september. Í leyfinu segir að fyrirtækið skuli uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar í lögum og reglugerðum. Í eftirliti MAST hinn 12. júní síðastliðinn voru gerðar sjö athugasemdir sem töldust frávik frá starfsleyfi fyrirtækisins. Í aukaeftirliti að tveimur vikum liðnum voru enn sex frávik skráð frá starfsleyfi. Fréttablaðið hefur ekki vitneskju um að gerð hafi verið önnur úttekt eftir það. Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða rúmlega 160 langreyðar á þessari vertíð og er jafnframt eina hvalveiðistöðin í heiminum í dag sem veiðir stórhveli. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Sjá meira
Hvalur hf. fór aldrei að hertum reglum um hvalskurð frá árinu 2009. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra slakaði á kröfunum sem hið opinbera setur um hvalskurð nú sumarbyrjun. Árið 2009 tók í gildi reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Í henni var kveðið á um að hvalskurður skuli hefjast um leið og hvalur er kominn á land og að skurðarflöturinn skuli vera innandyra. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. „Það er rétt að það hefur aldrei verið yfirbyggður skurðarflötur hjá Hval hf. eins og reglugerðin sagði til um,“ segir Freydís Dana Sigurðardóttir, fagsviðstjóri eftirlits búfjárafurða hjá Matvælastofnun, sem hefur eftirlit með starfsemi hvalveiðifyrirtækja Þessu ákvæði var því aldrei fylgt við skurð á stórhvelum. Hvalskurður átti að framkvæma innandyra þar sem um matvæli er að ræða.SkjáskotHvalur hf. virti þannig ákvæðið að vettugi án þess að Matvælastofnun stöðvi framleiðsluna eða krefji fyrirtækið um að gera eitthvað til að framfylgja reglugerðinni. „Þessu ákvæði var breytt með reglugerð og ekki er lengur gerð krafa um yfirbyggðan skurðarflöt, heldur þarf viðeigandi varnir til að koma í veg fyrir mengun afurða skv. áhættumati sem rekstraraðili gerir,“ segir Viktor Pálsson, lögfræðingur Matvælastofnunar. Starfsleyfi Hvals hf., rennur út 15. september. Í leyfinu segir að fyrirtækið skuli uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar í lögum og reglugerðum. Í eftirliti MAST hinn 12. júní síðastliðinn voru gerðar sjö athugasemdir sem töldust frávik frá starfsleyfi fyrirtækisins. Í aukaeftirliti að tveimur vikum liðnum voru enn sex frávik skráð frá starfsleyfi. Fréttablaðið hefur ekki vitneskju um að gerð hafi verið önnur úttekt eftir það. Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða rúmlega 160 langreyðar á þessari vertíð og er jafnframt eina hvalveiðistöðin í heiminum í dag sem veiðir stórhveli.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Sjá meira
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30
„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04