Innlent

Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. Þess ber að geta að steypireyður er alfriðuð og er því óheimilt að skjóta hana. Blendinga má hins vegar skjóta.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir Ísland taka alþjóðlegum skuldbindingum alvarlega. Fast verði tekið á málum ef friðaður hvalur var skotinn.

„Það verður að sjálfsögðu gripið til viðeigandi aðgerða ef um friðaðan hval var að ræða. Við því eru auðvitað ákveðin viðurlög. Við þurfum auðvitað að bíða niðurstöðu erfðarannsóknar áður en hægt er að taka afstöðu til þess en það liggur fyrir að það er auðvitað stranglega bannað að veiða friðuð dýr. Við tökum okkar skuldbindingum alvarlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, frosætisráðherra Íslands.

Hvalurinn sem veiddur var ber einkenni langreyðar og steypireyðar.
Hún segir að þegar veiðum þessa tímabils er lokið muni fara fram úttekt á efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum þáttum hvalveiða.

„Úttektin hefur nú þegar verði sett af stað af hálfu sjávarútvegs- og lanbúnaðarráðherra. Það verður engin ný ákvörðun tekin fyrr en við erum komin með faglegan grundvöll fyrir því hvort ástæða er til að halda þessum veiðum áfram,“ segir Katrín Jakomsdóttir.

Þá segist forsætisráðherra ekki hrifin af hvalveiðum.

„Mín skoðun liggur alveg fyrir. Ég hef ekki talið skynsamlegt að halda þessum veiðum áfram,“ segir Katrín.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.