Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2018 10:00 Rick Gates vann með Paul Manafort um árabil. Saman stýrðu þeir svo framboði Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Vísir/EPA Rick Gates, viðskiptafélagi Pauls Manafort fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist hafa falsað skattaskýrslur að beiðni félaga síns um árabil við réttarhöld yfir þeim síðarnefnda í gær. Gates viðurkenndi jafnframt að hafa stolið frá Manafort og öðrum. Manafort er ákærður fyrir skattalagabrot og bankasvik í Virginíuríki. Honum er gefið að sök að hafa falið greiðslur sem hann fékk fyrir málafylgjustörf í Úkraínu fyrir bandarískum skattayfirvöldum og svikið út bankalán þegar þeim slotaði. Gates vann með Manafort um árabil og var jafnframt aðstoðarkosningastjóri framboðs Trump. Hann hélt þeim störfum áfram jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að upp komst um milljóna dollara greiðslur sem hann hafði þegið á laun frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Við réttarhöldin í Alexandríuborg í gær lýsti Gates því hvernig hann hefði framið glæpi að undirlagi Manafort. Þeir hefðu haft fimmtán bankareikninga utan Bandaríkjanna sem þeir greindu bandarískum yfirvöldum ekki frá. Þeir hafi jafnframt vitað að það væri ólöglegt. Manafort hafi skipað honum að gefa upp millifærslur af erlendu reikningunum sem lán frekar en tekjur til þess að lækka skattstofn sinn. Sjálfur sagðist Gates ekki hafa hagnast af þeim brotum, að því er segir í frétt Washington Post. Ekki var nóg með það heldur viðurkenndi Gates að hafa stolið hundruð þúsundum dollara af erlendum reikningum frá Manafort og fleirum. Það gerði hann með því að búa til falska reikninga sem hann greiddi svo af reikningunum.Reynir að fá vægari refsingu sjálfur Gates tók fram að hann bæri vitni fyrir ákæruvaldið í von um að hann fengi sjálfur vægari refsingu fyrir glæpi sem hann hefur gengist við. Að öðrum kosti gæti hann átt yfir höfði sér fimm til sex ára fangelsisvist. Vitnisburður Gates átti að halda áfram í dag. Verjendur Manafort kenna Gates um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Manafort hafi gert mistök við skattaskýrslur en hann hafi ekki logið að yfirvöldum. Búist er við því að réttarhöldin yfir Manafort standi yfir í tvær vikur til viðbótar en þau hófust í síðustu viku. Hann er einnig ákærður í öðru máli í Washington-borg fyrir peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Manafort var einn fulltrúa Trump-framboðsins sem sat umtalaðan fund með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Fyrir hann hafði Donald Trump yngri, elsta syni þáverandi forsetaframbjóðandans, verið boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Trump forseti sagði á Twitter um helgina að tilgangur fundarins hafi verið að fá upplýsingar sem kæmu sér illa um mótherja hans. Réttarhöldin yfir Manafort eru þau fyrstu í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Rick Gates, viðskiptafélagi Pauls Manafort fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist hafa falsað skattaskýrslur að beiðni félaga síns um árabil við réttarhöld yfir þeim síðarnefnda í gær. Gates viðurkenndi jafnframt að hafa stolið frá Manafort og öðrum. Manafort er ákærður fyrir skattalagabrot og bankasvik í Virginíuríki. Honum er gefið að sök að hafa falið greiðslur sem hann fékk fyrir málafylgjustörf í Úkraínu fyrir bandarískum skattayfirvöldum og svikið út bankalán þegar þeim slotaði. Gates vann með Manafort um árabil og var jafnframt aðstoðarkosningastjóri framboðs Trump. Hann hélt þeim störfum áfram jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að upp komst um milljóna dollara greiðslur sem hann hafði þegið á laun frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Við réttarhöldin í Alexandríuborg í gær lýsti Gates því hvernig hann hefði framið glæpi að undirlagi Manafort. Þeir hefðu haft fimmtán bankareikninga utan Bandaríkjanna sem þeir greindu bandarískum yfirvöldum ekki frá. Þeir hafi jafnframt vitað að það væri ólöglegt. Manafort hafi skipað honum að gefa upp millifærslur af erlendu reikningunum sem lán frekar en tekjur til þess að lækka skattstofn sinn. Sjálfur sagðist Gates ekki hafa hagnast af þeim brotum, að því er segir í frétt Washington Post. Ekki var nóg með það heldur viðurkenndi Gates að hafa stolið hundruð þúsundum dollara af erlendum reikningum frá Manafort og fleirum. Það gerði hann með því að búa til falska reikninga sem hann greiddi svo af reikningunum.Reynir að fá vægari refsingu sjálfur Gates tók fram að hann bæri vitni fyrir ákæruvaldið í von um að hann fengi sjálfur vægari refsingu fyrir glæpi sem hann hefur gengist við. Að öðrum kosti gæti hann átt yfir höfði sér fimm til sex ára fangelsisvist. Vitnisburður Gates átti að halda áfram í dag. Verjendur Manafort kenna Gates um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Manafort hafi gert mistök við skattaskýrslur en hann hafi ekki logið að yfirvöldum. Búist er við því að réttarhöldin yfir Manafort standi yfir í tvær vikur til viðbótar en þau hófust í síðustu viku. Hann er einnig ákærður í öðru máli í Washington-borg fyrir peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Manafort var einn fulltrúa Trump-framboðsins sem sat umtalaðan fund með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Fyrir hann hafði Donald Trump yngri, elsta syni þáverandi forsetaframbjóðandans, verið boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Trump forseti sagði á Twitter um helgina að tilgangur fundarins hafi verið að fá upplýsingar sem kæmu sér illa um mótherja hans. Réttarhöldin yfir Manafort eru þau fyrstu í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20