Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2018 10:00 Rick Gates vann með Paul Manafort um árabil. Saman stýrðu þeir svo framboði Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Vísir/EPA Rick Gates, viðskiptafélagi Pauls Manafort fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist hafa falsað skattaskýrslur að beiðni félaga síns um árabil við réttarhöld yfir þeim síðarnefnda í gær. Gates viðurkenndi jafnframt að hafa stolið frá Manafort og öðrum. Manafort er ákærður fyrir skattalagabrot og bankasvik í Virginíuríki. Honum er gefið að sök að hafa falið greiðslur sem hann fékk fyrir málafylgjustörf í Úkraínu fyrir bandarískum skattayfirvöldum og svikið út bankalán þegar þeim slotaði. Gates vann með Manafort um árabil og var jafnframt aðstoðarkosningastjóri framboðs Trump. Hann hélt þeim störfum áfram jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að upp komst um milljóna dollara greiðslur sem hann hafði þegið á laun frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Við réttarhöldin í Alexandríuborg í gær lýsti Gates því hvernig hann hefði framið glæpi að undirlagi Manafort. Þeir hefðu haft fimmtán bankareikninga utan Bandaríkjanna sem þeir greindu bandarískum yfirvöldum ekki frá. Þeir hafi jafnframt vitað að það væri ólöglegt. Manafort hafi skipað honum að gefa upp millifærslur af erlendu reikningunum sem lán frekar en tekjur til þess að lækka skattstofn sinn. Sjálfur sagðist Gates ekki hafa hagnast af þeim brotum, að því er segir í frétt Washington Post. Ekki var nóg með það heldur viðurkenndi Gates að hafa stolið hundruð þúsundum dollara af erlendum reikningum frá Manafort og fleirum. Það gerði hann með því að búa til falska reikninga sem hann greiddi svo af reikningunum.Reynir að fá vægari refsingu sjálfur Gates tók fram að hann bæri vitni fyrir ákæruvaldið í von um að hann fengi sjálfur vægari refsingu fyrir glæpi sem hann hefur gengist við. Að öðrum kosti gæti hann átt yfir höfði sér fimm til sex ára fangelsisvist. Vitnisburður Gates átti að halda áfram í dag. Verjendur Manafort kenna Gates um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Manafort hafi gert mistök við skattaskýrslur en hann hafi ekki logið að yfirvöldum. Búist er við því að réttarhöldin yfir Manafort standi yfir í tvær vikur til viðbótar en þau hófust í síðustu viku. Hann er einnig ákærður í öðru máli í Washington-borg fyrir peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Manafort var einn fulltrúa Trump-framboðsins sem sat umtalaðan fund með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Fyrir hann hafði Donald Trump yngri, elsta syni þáverandi forsetaframbjóðandans, verið boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Trump forseti sagði á Twitter um helgina að tilgangur fundarins hafi verið að fá upplýsingar sem kæmu sér illa um mótherja hans. Réttarhöldin yfir Manafort eru þau fyrstu í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Rick Gates, viðskiptafélagi Pauls Manafort fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist hafa falsað skattaskýrslur að beiðni félaga síns um árabil við réttarhöld yfir þeim síðarnefnda í gær. Gates viðurkenndi jafnframt að hafa stolið frá Manafort og öðrum. Manafort er ákærður fyrir skattalagabrot og bankasvik í Virginíuríki. Honum er gefið að sök að hafa falið greiðslur sem hann fékk fyrir málafylgjustörf í Úkraínu fyrir bandarískum skattayfirvöldum og svikið út bankalán þegar þeim slotaði. Gates vann með Manafort um árabil og var jafnframt aðstoðarkosningastjóri framboðs Trump. Hann hélt þeim störfum áfram jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að upp komst um milljóna dollara greiðslur sem hann hafði þegið á laun frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Við réttarhöldin í Alexandríuborg í gær lýsti Gates því hvernig hann hefði framið glæpi að undirlagi Manafort. Þeir hefðu haft fimmtán bankareikninga utan Bandaríkjanna sem þeir greindu bandarískum yfirvöldum ekki frá. Þeir hafi jafnframt vitað að það væri ólöglegt. Manafort hafi skipað honum að gefa upp millifærslur af erlendu reikningunum sem lán frekar en tekjur til þess að lækka skattstofn sinn. Sjálfur sagðist Gates ekki hafa hagnast af þeim brotum, að því er segir í frétt Washington Post. Ekki var nóg með það heldur viðurkenndi Gates að hafa stolið hundruð þúsundum dollara af erlendum reikningum frá Manafort og fleirum. Það gerði hann með því að búa til falska reikninga sem hann greiddi svo af reikningunum.Reynir að fá vægari refsingu sjálfur Gates tók fram að hann bæri vitni fyrir ákæruvaldið í von um að hann fengi sjálfur vægari refsingu fyrir glæpi sem hann hefur gengist við. Að öðrum kosti gæti hann átt yfir höfði sér fimm til sex ára fangelsisvist. Vitnisburður Gates átti að halda áfram í dag. Verjendur Manafort kenna Gates um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Manafort hafi gert mistök við skattaskýrslur en hann hafi ekki logið að yfirvöldum. Búist er við því að réttarhöldin yfir Manafort standi yfir í tvær vikur til viðbótar en þau hófust í síðustu viku. Hann er einnig ákærður í öðru máli í Washington-borg fyrir peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Manafort var einn fulltrúa Trump-framboðsins sem sat umtalaðan fund með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Fyrir hann hafði Donald Trump yngri, elsta syni þáverandi forsetaframbjóðandans, verið boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Trump forseti sagði á Twitter um helgina að tilgangur fundarins hafi verið að fá upplýsingar sem kæmu sér illa um mótherja hans. Réttarhöldin yfir Manafort eru þau fyrstu í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20