Sýrlenskir Kúrdar líta til Frakklands Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 19:28 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mun funda með sendinefnd sýrlenskra Kúrda á morgun. AP/Michel Euler Sýrlenskir Kúrdar líta nú til Frakklands eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að kalla alla hermenn sína frá Sýrlandi. Yfirvöld Frakklands ætla ekki að kalla hermenn sína í Sýrlandi heim að svo stöddu, þar sem ekki er búið að vinna sigur gegn Íslamska ríkinu, eins og Trump hefur haldið fram. Viðræður standa nú yfir milli Bandaríkjanna og Frakklands um framhaldið. Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. Sendinefnd SDF mun fara á fund Emmanuel Macron, forseta Frakklands á morgun og ræða stöðuna í Sýrlandi.Heimildarmaður Reuters innan forsetaembættis Frakklands sagði ljóst að Bandaríkin væru hryggjaliðurinn í bandalaginu gegn ISIS og ákvörðun Trump væri ekki af hinu góða. Þá mun Macron hafa reynt að fá Trump til að skipta um skoðun þegar þær töluðu saman í síma í gær. Fjölmargir aðrir hafa sömuleiðis reynt að snúa forsetanum bandaríska en án árangurs og hefur ákvörðunin verið harðlega gagnrýnd af embættismönnum og þingmönnum í Bandaríkjunum og víðar.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Frakkar hafa mikilla hagsmuna að gæta en ISIS-liðar hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir þar í landi. Hundruð franskra ríkisborgara gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin og telja yfirvöld að enn stafi mikil ógn af þeim. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að mikilvægt sé að verja íbúa norðurhluta Sýrlands og að tryggja stöðugleika svæðisins til að tryggja að hryðjuverkasamtökin nái ekki fótfestu þar á nýjan leik og Bandaríkin verði að taka það með í reikninginn. Þar segir einnig að Frakkar muni tryggja öryggi allra bandamanna bandalagsins á svæðinu og þar á meðal séu sýrlenskir Kúrdar og SDF. Tyrkir hafa hótað því að gera árásir á yfirráðasvæði SDF og segja sýrlenskir Kúrdar að ákvörðun Trump séu svik við þá. Nú í dag höfðu fjölmiðlar í Tyrklandi eftir Hulusi Akar, varnarmálaráðherra Tyrklands, að Tyrkir hyggðu á árásir gegn Kúrdum. „Nú er talað um að þeir séu að grafa skurði og göng við Manbij [borg við vesturbakka Efrat] og á austurbakka Efrat. Þeir geta grafið göng og skurði ef þeir vilja, þeir geta farið neðanjarðar ef þeir vilja. Þegar þar að kemur verða þeir grafnir í skurðunum sem þeir grófu. Enginn ætti að draga það í efa.“Fyrr í vikunni sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, að her hans gæti hafið árásir á Kúrda hvenær sem er. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar líta nú til Frakklands eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að kalla alla hermenn sína frá Sýrlandi. Yfirvöld Frakklands ætla ekki að kalla hermenn sína í Sýrlandi heim að svo stöddu, þar sem ekki er búið að vinna sigur gegn Íslamska ríkinu, eins og Trump hefur haldið fram. Viðræður standa nú yfir milli Bandaríkjanna og Frakklands um framhaldið. Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. Sendinefnd SDF mun fara á fund Emmanuel Macron, forseta Frakklands á morgun og ræða stöðuna í Sýrlandi.Heimildarmaður Reuters innan forsetaembættis Frakklands sagði ljóst að Bandaríkin væru hryggjaliðurinn í bandalaginu gegn ISIS og ákvörðun Trump væri ekki af hinu góða. Þá mun Macron hafa reynt að fá Trump til að skipta um skoðun þegar þær töluðu saman í síma í gær. Fjölmargir aðrir hafa sömuleiðis reynt að snúa forsetanum bandaríska en án árangurs og hefur ákvörðunin verið harðlega gagnrýnd af embættismönnum og þingmönnum í Bandaríkjunum og víðar.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Frakkar hafa mikilla hagsmuna að gæta en ISIS-liðar hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir þar í landi. Hundruð franskra ríkisborgara gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin og telja yfirvöld að enn stafi mikil ógn af þeim. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að mikilvægt sé að verja íbúa norðurhluta Sýrlands og að tryggja stöðugleika svæðisins til að tryggja að hryðjuverkasamtökin nái ekki fótfestu þar á nýjan leik og Bandaríkin verði að taka það með í reikninginn. Þar segir einnig að Frakkar muni tryggja öryggi allra bandamanna bandalagsins á svæðinu og þar á meðal séu sýrlenskir Kúrdar og SDF. Tyrkir hafa hótað því að gera árásir á yfirráðasvæði SDF og segja sýrlenskir Kúrdar að ákvörðun Trump séu svik við þá. Nú í dag höfðu fjölmiðlar í Tyrklandi eftir Hulusi Akar, varnarmálaráðherra Tyrklands, að Tyrkir hyggðu á árásir gegn Kúrdum. „Nú er talað um að þeir séu að grafa skurði og göng við Manbij [borg við vesturbakka Efrat] og á austurbakka Efrat. Þeir geta grafið göng og skurði ef þeir vilja, þeir geta farið neðanjarðar ef þeir vilja. Þegar þar að kemur verða þeir grafnir í skurðunum sem þeir grófu. Enginn ætti að draga það í efa.“Fyrr í vikunni sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, að her hans gæti hafið árásir á Kúrda hvenær sem er.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03
Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38