Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 15:38 Kúrdískur hermaður í Sýrlandi. Hersveitir Kúrda hafa frelsað borgir sem Ríki íslams hafði sölsað undir sig. Vísir/Getty Mögulegt er að hersveitir Kúrda í Sýrlandi hætti baráttu sinni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og flytja lið sitt nær tyrknesku landamærunum eftir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt bandarískt herlið úr Sýrlandi á næstu mánuðum. Ákvörðun Trump sem hann kynnti skyndilega í gær hefur komið mörgum í hans eigin ríkisstjórn og bandamönnum Bandaríkjanna í opna skjöldu. Ríkisstjórn hans hefur talað um nauðsyn þess að bandarískt herlið verði áfram í Sýrlandi ótímabundið á meðan endanlegur sigur á Ríki íslams sé tryggður. Kúrdar hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn vígamönnum Ríkis íslams í Sýrlandi. Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF) hefur þannig farið fremst í flokki í stríði við hryðjuverksamtökin. Fulltrúar þeirra fengu ekki að vita af ákvörðun Bandaríkjaforseta fyrr en í gær. Einn leiðtoga Kúrda segir við breska blaðið The Guardian að þeir muni nú hætta baráttunni gegn Ríkis íslams í austurhluta Sýrlands og færa sig nær tyrknesku landamærunum. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sagst ætla að ráðast gegn hersveitum Kúrda í Sýrlandi sem hann telur hryðjuverkasamtök. SDF varar við því að tómarúm skapist fyrir Ríki íslams til náð vopnum sínum aftur yfirgefi Bandaríkjaher Sýrland. Það hefði „hættulegar afleiðingar við alþjóðlegan stöðugleika“. Kúrdar stæðu eftir berskjaldaðir á milli óvinveittra aðila. Trump fullyrti í gær að Ríki íslams hefði þegar verið gersigrað. Því mótmælti SDF í yfirlýsingu. „Stríðið gegn Ríki íslams er ekki búið og Ríki íslams hefur ekki verið sigrað,“ sagði í henni.Loftárásum gegn Ríkis íslams mögulega hætt líka Enn ríkir verulega óvissa um hvað ákvörðun Trump þýðir. Upphaflega virtist hún þýða að allt herlið á landi yrði dregið til baka og baráttunni gegn Ríki íslams yrði hætt. Í dag hafði Reuters-fréttastofan eftir bandarískum embættismanni að Bandaríkjaher myndi einnig hætta loftárásum gegn hryðjuverkasamtökunum sem stýrt hefur verið annars staðar frá. Lofthernaðurinn er sagður hafa leikið lykilhlutverk í að stökkva vígamönnum Ríkis íslams á flótta. Ákvörðun Trump hefur sætt harðri gagnrýni, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Repúblikanaflokknum. Segja þeir brotthvarf Bandaríkjahers styrkja stöðu Rússa og Írana sem styðja Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Trump hefur á móti sagst vera að uppfylla kosningaloforð. Sakaði hann bandamenn Bandaríkjanna um að sýna þeim ekkert nema vanþakklæti fyrir „vernd“ þeirra í Miðausturlöndum. Fullyrðing Trump um að Ríki íslams hafi verið sigrað hefur einnig verið harðlega gagnrýnd. Hans eigin ríkisstjórn hefur nýlega sagt að þúsundir öfgamanna séu enn í Sýrlandi. Frönsk stjórnvöld, sem hafa einnig herlið í Sýrlandi, segja að þeirra hermenn verði áfram í landinu enda hafi Ríki íslams enn ekki sungið sitt síðasta. Franskir embættismenn segja Reuters að ákvörðun Bandaríkjaforseta hafi komið þeim að óvörum. Utanríkisráðuneytið segir að viðræður séu hafnar á milli Frakka, bandamanna þeirra í Sýrlandi og Bandaríkjastjórnar um hvernig brotthvarfi herliðsins verður háttað. Frakkar muni gera sitt besta til að gæta öryggis bandamanna Bandaríkjanna í landinu, þar á meðal hersveita Kúrda. Sérstakur fulltrúi Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands aflýsti fundum sem skipulagðir voru hjá Sameinuðu þjóðunum í dag. Sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Sýrlandi átti einnig að gefa öryggisráðinu skýrslu um stöðu friðarviðræðna síðar í dag. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Mögulegt er að hersveitir Kúrda í Sýrlandi hætti baráttu sinni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og flytja lið sitt nær tyrknesku landamærunum eftir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt bandarískt herlið úr Sýrlandi á næstu mánuðum. Ákvörðun Trump sem hann kynnti skyndilega í gær hefur komið mörgum í hans eigin ríkisstjórn og bandamönnum Bandaríkjanna í opna skjöldu. Ríkisstjórn hans hefur talað um nauðsyn þess að bandarískt herlið verði áfram í Sýrlandi ótímabundið á meðan endanlegur sigur á Ríki íslams sé tryggður. Kúrdar hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn vígamönnum Ríkis íslams í Sýrlandi. Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF) hefur þannig farið fremst í flokki í stríði við hryðjuverksamtökin. Fulltrúar þeirra fengu ekki að vita af ákvörðun Bandaríkjaforseta fyrr en í gær. Einn leiðtoga Kúrda segir við breska blaðið The Guardian að þeir muni nú hætta baráttunni gegn Ríkis íslams í austurhluta Sýrlands og færa sig nær tyrknesku landamærunum. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sagst ætla að ráðast gegn hersveitum Kúrda í Sýrlandi sem hann telur hryðjuverkasamtök. SDF varar við því að tómarúm skapist fyrir Ríki íslams til náð vopnum sínum aftur yfirgefi Bandaríkjaher Sýrland. Það hefði „hættulegar afleiðingar við alþjóðlegan stöðugleika“. Kúrdar stæðu eftir berskjaldaðir á milli óvinveittra aðila. Trump fullyrti í gær að Ríki íslams hefði þegar verið gersigrað. Því mótmælti SDF í yfirlýsingu. „Stríðið gegn Ríki íslams er ekki búið og Ríki íslams hefur ekki verið sigrað,“ sagði í henni.Loftárásum gegn Ríkis íslams mögulega hætt líka Enn ríkir verulega óvissa um hvað ákvörðun Trump þýðir. Upphaflega virtist hún þýða að allt herlið á landi yrði dregið til baka og baráttunni gegn Ríki íslams yrði hætt. Í dag hafði Reuters-fréttastofan eftir bandarískum embættismanni að Bandaríkjaher myndi einnig hætta loftárásum gegn hryðjuverkasamtökunum sem stýrt hefur verið annars staðar frá. Lofthernaðurinn er sagður hafa leikið lykilhlutverk í að stökkva vígamönnum Ríkis íslams á flótta. Ákvörðun Trump hefur sætt harðri gagnrýni, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Repúblikanaflokknum. Segja þeir brotthvarf Bandaríkjahers styrkja stöðu Rússa og Írana sem styðja Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Trump hefur á móti sagst vera að uppfylla kosningaloforð. Sakaði hann bandamenn Bandaríkjanna um að sýna þeim ekkert nema vanþakklæti fyrir „vernd“ þeirra í Miðausturlöndum. Fullyrðing Trump um að Ríki íslams hafi verið sigrað hefur einnig verið harðlega gagnrýnd. Hans eigin ríkisstjórn hefur nýlega sagt að þúsundir öfgamanna séu enn í Sýrlandi. Frönsk stjórnvöld, sem hafa einnig herlið í Sýrlandi, segja að þeirra hermenn verði áfram í landinu enda hafi Ríki íslams enn ekki sungið sitt síðasta. Franskir embættismenn segja Reuters að ákvörðun Bandaríkjaforseta hafi komið þeim að óvörum. Utanríkisráðuneytið segir að viðræður séu hafnar á milli Frakka, bandamanna þeirra í Sýrlandi og Bandaríkjastjórnar um hvernig brotthvarfi herliðsins verður háttað. Frakkar muni gera sitt besta til að gæta öryggis bandamanna Bandaríkjanna í landinu, þar á meðal hersveita Kúrda. Sérstakur fulltrúi Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands aflýsti fundum sem skipulagðir voru hjá Sameinuðu þjóðunum í dag. Sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Sýrlandi átti einnig að gefa öryggisráðinu skýrslu um stöðu friðarviðræðna síðar í dag.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
„Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent