Vill skoða það að auglýsingatekjur RÚV fari í sjóð fyrir aðra fjölmiðla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 14:33 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé kominn tími á aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla. Fréttablaðið/Eyþór Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, vill skoða þann möguleika að láta auglýsingatekjur RÚV renna í sjóð sem standi öðrum fjölmiðlum opinn til þess að tekjuöflunin nýtist öllum fjölmiðlum jafnt. Hann telur það ekki vera vænlega lausn að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði því það sé ekki tryggt að auglýsingatekjurnar fari til annarra fjölmiðla. Stór hluti teknanna verði til vegna stöðu RÚV og gæti horfið ef almannaútvarpið hverfur af markaði. Sú lausn sem Kolbeinn bendir á sé vænlegri til að tryggja jafnræði á fjölmiðlamarkaði og til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Þetta segir Kolbeinn í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni sem fjallar um stöðu fjölmiðla á Íslandi.Nú sé kominn tími á aðgerðir „Þetta eru algjörlega óútfærðar hugmyndir, hvaða áhrif það hefði til dæmis á starfsemi RÚV og framlög frá ríkinu, en hendi þessu fram til umræðu. Mér finnst kominn tími til að við finnum réttu aðgerðirnar og framkvæmum þær,“ segir Kolbeinn. Hann segir að um grafalvarlega stöðu sé að ræða. Við séum búin að ræða málin í þaula og að nú sé kominn tími á aðgerðir. „Hvað í því felst veit ég ekki, en ég tel einboðið að skattaumhverfi fjölmiðla verði endurskoðað,“ segir Kolbeinn og bætir við að fjölmiðlar séu ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Fjölmiðlar gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. „Fjölmiðlar eru ekki eins og hvert annað fyrirtæki, heldur mikilvægur hlekkur í gangverki lýðræðis. Það er því allt annað en sjálfgefið að um þá eigi að gilda sömu reglur og aðra, til dæmis þegar kemur að virðisaukaskatti.“Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Kolbeins í heild sinni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, vill skoða þann möguleika að láta auglýsingatekjur RÚV renna í sjóð sem standi öðrum fjölmiðlum opinn til þess að tekjuöflunin nýtist öllum fjölmiðlum jafnt. Hann telur það ekki vera vænlega lausn að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði því það sé ekki tryggt að auglýsingatekjurnar fari til annarra fjölmiðla. Stór hluti teknanna verði til vegna stöðu RÚV og gæti horfið ef almannaútvarpið hverfur af markaði. Sú lausn sem Kolbeinn bendir á sé vænlegri til að tryggja jafnræði á fjölmiðlamarkaði og til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Þetta segir Kolbeinn í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni sem fjallar um stöðu fjölmiðla á Íslandi.Nú sé kominn tími á aðgerðir „Þetta eru algjörlega óútfærðar hugmyndir, hvaða áhrif það hefði til dæmis á starfsemi RÚV og framlög frá ríkinu, en hendi þessu fram til umræðu. Mér finnst kominn tími til að við finnum réttu aðgerðirnar og framkvæmum þær,“ segir Kolbeinn. Hann segir að um grafalvarlega stöðu sé að ræða. Við séum búin að ræða málin í þaula og að nú sé kominn tími á aðgerðir. „Hvað í því felst veit ég ekki, en ég tel einboðið að skattaumhverfi fjölmiðla verði endurskoðað,“ segir Kolbeinn og bætir við að fjölmiðlar séu ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Fjölmiðlar gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. „Fjölmiðlar eru ekki eins og hvert annað fyrirtæki, heldur mikilvægur hlekkur í gangverki lýðræðis. Það er því allt annað en sjálfgefið að um þá eigi að gilda sömu reglur og aðra, til dæmis þegar kemur að virðisaukaskatti.“Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Kolbeins í heild sinni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00
Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29
Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00