Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 20:15 Geðlæknir hjá Forvarna- og streituskólanum segir veikindi tengd streitu og kulnun í starfi virðast vera að aukast hér á landi. Einkennin séu fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. Samkvæmt ársskýrslu VR frá árinu 2017 hefur greiðsla sjúkradagpeninga aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006, að teknu tilliti til þróunar launa og samkvæmt upplýsingum frá VR hefur verið töluverð aukning á afgreiðslu sjúkradagpeninga síðustu þrjú árin. Stærstu hópar þeirra sem þáðu aðstoð úr sjúkrasjóði árið 2017 voru annars vegar fólk með geðraskanir eða 33% og hins vegar með stoðkerfisvandamál eða 24%.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum.Vísir/Sigtryggur AriAlgengt að eitthvað sé líka í gangi heima Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum, segir þessa aukningu geta tengst því að fólk sé opnara fyrir því að leita aðstoðar varðandi andlega þætti en áður. Kulnun er lýsing á ástandi sem getur leitt til þess að vinnufærni einstaklinga skerðist. „Þetta er svo skali frá eðlilegri streitu, yfir í kulnun, yfir í sjúklega streitu og oftast eru álagsþættirnir þekktir ef maður skoðar þá. Þeir eru ekki alltaf bara í vinnunni. Algengt er að það sé eitthvað í gangi heima sem veldur líka álagi, veikindi hjá börnunum, erfiðleikar í hjónabandinu eða eitthvað slíkt,“ segir hann. Flóknara að lifa í dag Hann segir að horfa þurfi til forvarna í þessum málum. Gæta þurfi að í fyrirtækjum að búa ekki til umhverfi þar sem eðlilegt þykir að vinna langt fram á kvöld og gert er ráð fyrir óhindruðu aðgengi að starfsfólkinu. Fyrirtæki þurfa að gera forvarnaráætlun og fylgjast með starfsfólki. „Það er flóknara að lifa í dag. Það er mikil tæknistreita og það er mikil pressa á okkur. Í flestum störfum er mikil krafa um samskipti og að maður sé ínáanlegur hvar sem er í gegnum öll tækin okkar. Þetta gerir fólki erfiðara fyrir að fá hvíld. Gefur oft meiri truflanir og áreiti þegar betra væri að vera bara heima í hvíld með fjölskyldunni með fjölskyldunni,“ segir hann.En hvað er til ráða? „Hvíld, hvíla sig. Hvílast ekki bara um helgar og á kvöldin. Hvílast líka á vinnudeginum, fara í pásur, tala við fólk, hvíla sig, sækja stuðning, dreifa ábyrgðinni, svona hlutir,“ segir hann. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Geðlæknir hjá Forvarna- og streituskólanum segir veikindi tengd streitu og kulnun í starfi virðast vera að aukast hér á landi. Einkennin séu fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. Samkvæmt ársskýrslu VR frá árinu 2017 hefur greiðsla sjúkradagpeninga aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006, að teknu tilliti til þróunar launa og samkvæmt upplýsingum frá VR hefur verið töluverð aukning á afgreiðslu sjúkradagpeninga síðustu þrjú árin. Stærstu hópar þeirra sem þáðu aðstoð úr sjúkrasjóði árið 2017 voru annars vegar fólk með geðraskanir eða 33% og hins vegar með stoðkerfisvandamál eða 24%.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum.Vísir/Sigtryggur AriAlgengt að eitthvað sé líka í gangi heima Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum, segir þessa aukningu geta tengst því að fólk sé opnara fyrir því að leita aðstoðar varðandi andlega þætti en áður. Kulnun er lýsing á ástandi sem getur leitt til þess að vinnufærni einstaklinga skerðist. „Þetta er svo skali frá eðlilegri streitu, yfir í kulnun, yfir í sjúklega streitu og oftast eru álagsþættirnir þekktir ef maður skoðar þá. Þeir eru ekki alltaf bara í vinnunni. Algengt er að það sé eitthvað í gangi heima sem veldur líka álagi, veikindi hjá börnunum, erfiðleikar í hjónabandinu eða eitthvað slíkt,“ segir hann. Flóknara að lifa í dag Hann segir að horfa þurfi til forvarna í þessum málum. Gæta þurfi að í fyrirtækjum að búa ekki til umhverfi þar sem eðlilegt þykir að vinna langt fram á kvöld og gert er ráð fyrir óhindruðu aðgengi að starfsfólkinu. Fyrirtæki þurfa að gera forvarnaráætlun og fylgjast með starfsfólki. „Það er flóknara að lifa í dag. Það er mikil tæknistreita og það er mikil pressa á okkur. Í flestum störfum er mikil krafa um samskipti og að maður sé ínáanlegur hvar sem er í gegnum öll tækin okkar. Þetta gerir fólki erfiðara fyrir að fá hvíld. Gefur oft meiri truflanir og áreiti þegar betra væri að vera bara heima í hvíld með fjölskyldunni með fjölskyldunni,“ segir hann.En hvað er til ráða? „Hvíld, hvíla sig. Hvílast ekki bara um helgar og á kvöldin. Hvílast líka á vinnudeginum, fara í pásur, tala við fólk, hvíla sig, sækja stuðning, dreifa ábyrgðinni, svona hlutir,“ segir hann.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15