Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:30 Vísbendingar eru um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun í lífi og starfi hér á landi samkvæmt sérfræðingum hjá Virk-Starfsendurhæfingasjóði. Þunglyndi, kvíði og minnisleysi geti verið einkenni kulnunnar. Um 1900 manns sækja árlega til Virk starfsendurhæfingar. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir sjá vísbendingar um að kulnun í lífi og starfi sé að aukast „Það er tilfinning okkar ráðgjafa að þetta hafi aukist. Það er reyndar þannig að kulnun, það er engin sérstök sjúkdómsgreining á bak við það. Þessir einstaklingar koma inn með einkenni þunglyndis og kvíða og svo kemur í ljós í ferlinu að um er að ræða kulnun,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk. Sálfræðingur hjá Virk segir einkenni kulnunnar margvísleg. „Einstaklingur sem finnur fyrir kulnun hann finnur fyrir mikilli örmögnun. Það lýsir sér í mikilli þreytu, meiri þreytu en gengur og gerist. Tilfinningaleg flatneskja, þunglyndi og kvíða. Það eru líka önnur einkenni, vitræn einkenni eins og minnisleysi,“ segir Linda Bára Lýðsdóttir, sviðsstjóri og sálfræðingur hjá Virk. Vigdís segir mögulegar ástæður þess að kulnun sé að aukast almennt álag í samfélaginu. „Ég gæti trúað því að það sé álag í samfélaginu. Við erum að gera of miklar kröfur til okkar, til barna okkar og lífið hjá mörgum okkar er „hektískt“. Ég hugsa að það spili svolítið stórt hlutverk inn í þetta. Hvort að það er bara á vinnumarkaði þá held ég að við eigum að líta í kringum okkur alls staðar. Það er mikið álag á okkur sem einstaklingar og kannski getum við farið okkar hægar,“ segir Vigdís. Heilbrigðismál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Vísbendingar eru um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun í lífi og starfi hér á landi samkvæmt sérfræðingum hjá Virk-Starfsendurhæfingasjóði. Þunglyndi, kvíði og minnisleysi geti verið einkenni kulnunnar. Um 1900 manns sækja árlega til Virk starfsendurhæfingar. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir sjá vísbendingar um að kulnun í lífi og starfi sé að aukast „Það er tilfinning okkar ráðgjafa að þetta hafi aukist. Það er reyndar þannig að kulnun, það er engin sérstök sjúkdómsgreining á bak við það. Þessir einstaklingar koma inn með einkenni þunglyndis og kvíða og svo kemur í ljós í ferlinu að um er að ræða kulnun,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk. Sálfræðingur hjá Virk segir einkenni kulnunnar margvísleg. „Einstaklingur sem finnur fyrir kulnun hann finnur fyrir mikilli örmögnun. Það lýsir sér í mikilli þreytu, meiri þreytu en gengur og gerist. Tilfinningaleg flatneskja, þunglyndi og kvíða. Það eru líka önnur einkenni, vitræn einkenni eins og minnisleysi,“ segir Linda Bára Lýðsdóttir, sviðsstjóri og sálfræðingur hjá Virk. Vigdís segir mögulegar ástæður þess að kulnun sé að aukast almennt álag í samfélaginu. „Ég gæti trúað því að það sé álag í samfélaginu. Við erum að gera of miklar kröfur til okkar, til barna okkar og lífið hjá mörgum okkar er „hektískt“. Ég hugsa að það spili svolítið stórt hlutverk inn í þetta. Hvort að það er bara á vinnumarkaði þá held ég að við eigum að líta í kringum okkur alls staðar. Það er mikið álag á okkur sem einstaklingar og kannski getum við farið okkar hægar,“ segir Vigdís.
Heilbrigðismál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira