Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2018 10:15 Jónína Benediktsdóttir. Vísir/ernir Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. Hún var mætt í hljóðver til að fræða hlustendur um kvíða, síþreytu og kulnun í starfi. Þegar talið barst að reynslu Jónínu af kvillunum beygði hún af, og glögglega mátti heyra að hún átti í erfiðleikum með að ræða áföllin sem grófu undan heilsu hennar. „Ég er bara mannleg og þetta eru búin að vera svo stór áföll hjá mér.“ Hún rekur upphaf veikindanna til áranna eftir fall bankakerfisins árið 2008, ára þar sem Jónína var oft í eldlínu fjölmiðlanna. Hún segist hafa tekið eftir því hvernig viðskiptavinir hennar, sem sóttu hjá henni margvíslega leiðsögn, hafi orðið reiðari og „aggresívari“ eftir hrunið. „Þeir voru svo reiðir,“ sagði Jónína. Hún hafi því gert sitt besta til að hjálpa fólki en það hafi lítið gengið. „Eftir því sem ég reyndi meira því óbilgjarnara varð fólk.“ Jónína segist hafa byrjað að taka mótlætð inn á sig – hún hafi hætt að setja sig í fyrsta sæti. „Ef við getum ekki elskað okkur sjálf þá getum við ekki elskað aðra,“ minnti Jónína hlustendur á. Það hafi þó verið álagið á opinberum vettvangi sem hún telur að hafi gert útslagið. „Ég varð opinber persóna, án þess að vilja það,“ sagði Jónína sem segist á þessum tíma hafa hætt að taka mark á sér. „Ég gleymdi sjálfri mér.“ Þegar talið barst að þeim áföllum sem hún segir sig hafa gengið í gegnum mátti vel heyra að umræðan tók á Jónínu. „Fyrirgefið, þetta er viðkvæmt mál.“ Jónína reifaði meðal annars hvernig hún reyndi að hlífa börnunum sínum á þessum árum. „Ég var alltaf að hlífa börnunum mínum. Því minna sem sást í mig og heyrðist frá mér, því betra var það. Þess vegna var ég alltaf að tala um hvernig öðrum líður,“ sagði Jónína er hún barðist við tárin. Engu að síður taldi hún sig knúna til að koma fram sinni hlið í fjölmiðlum. „Þú ert kominn inn í leikinn,“ sagði Jónína. „Fólk er að segja alls konar vitleysu - hver á annar að leiðrétta vitleysu en sá sem veit hvað er rétt?“ Í stormvirði hrunsins segist hún að sama skapi hafa óttast að börnin sín sæju þær ótal umfjallanir sem ritaðar voru um hennar mál. Bréfin rufu friðhelgina Ekki hafi heldur bætt úr skák þegar „menn með kröfubréf“ hafi bankað á dyrnar hjá henni á matmálstíma – eina tímanum sem hún segist hafa getað átt með börnunum. „Þetta er brot á friðhelgi heimilisins,“ sagði Jónína og bætti við fjölskyldan hafi heimsóknirnar gríðarlega inn á sig. Hún tiltók annað dæmi, sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á sig. Jónína segir að það hafi verið þegar fjármálin hennar voru komin í gott stand, hún hafi selt húsið sitt og fengið greiddan hluta af sölunni. Sú greiðsla hafi hins vegar verið afturkölluð og segir Jónína að það hafi orðið til þess að hún missti heimili sitt. „Þá lamast ég“ Hún segir að henni hafi tekist ágætlega upp við að vinna úr sínum málum, þökk sé góðum stuðningi fjölskyldu og vina. „En það skilja þetta ekki allir.“ Engu að síður glími hún enn við líkamlega kvilla sem rekja megi beint til álagsins og áfallanna á liðnum árum. Til að mynda fái hún ennþá taugaviðbrögð. Hún undirstrikar að hún sé ekki þunglynd eða með geðhvarfasýki: „Ég er bara útbrunnin kona. Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu.“ Spjallið við Jónínu Ben má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. Hún var mætt í hljóðver til að fræða hlustendur um kvíða, síþreytu og kulnun í starfi. Þegar talið barst að reynslu Jónínu af kvillunum beygði hún af, og glögglega mátti heyra að hún átti í erfiðleikum með að ræða áföllin sem grófu undan heilsu hennar. „Ég er bara mannleg og þetta eru búin að vera svo stór áföll hjá mér.“ Hún rekur upphaf veikindanna til áranna eftir fall bankakerfisins árið 2008, ára þar sem Jónína var oft í eldlínu fjölmiðlanna. Hún segist hafa tekið eftir því hvernig viðskiptavinir hennar, sem sóttu hjá henni margvíslega leiðsögn, hafi orðið reiðari og „aggresívari“ eftir hrunið. „Þeir voru svo reiðir,“ sagði Jónína. Hún hafi því gert sitt besta til að hjálpa fólki en það hafi lítið gengið. „Eftir því sem ég reyndi meira því óbilgjarnara varð fólk.“ Jónína segist hafa byrjað að taka mótlætð inn á sig – hún hafi hætt að setja sig í fyrsta sæti. „Ef við getum ekki elskað okkur sjálf þá getum við ekki elskað aðra,“ minnti Jónína hlustendur á. Það hafi þó verið álagið á opinberum vettvangi sem hún telur að hafi gert útslagið. „Ég varð opinber persóna, án þess að vilja það,“ sagði Jónína sem segist á þessum tíma hafa hætt að taka mark á sér. „Ég gleymdi sjálfri mér.“ Þegar talið barst að þeim áföllum sem hún segir sig hafa gengið í gegnum mátti vel heyra að umræðan tók á Jónínu. „Fyrirgefið, þetta er viðkvæmt mál.“ Jónína reifaði meðal annars hvernig hún reyndi að hlífa börnunum sínum á þessum árum. „Ég var alltaf að hlífa börnunum mínum. Því minna sem sást í mig og heyrðist frá mér, því betra var það. Þess vegna var ég alltaf að tala um hvernig öðrum líður,“ sagði Jónína er hún barðist við tárin. Engu að síður taldi hún sig knúna til að koma fram sinni hlið í fjölmiðlum. „Þú ert kominn inn í leikinn,“ sagði Jónína. „Fólk er að segja alls konar vitleysu - hver á annar að leiðrétta vitleysu en sá sem veit hvað er rétt?“ Í stormvirði hrunsins segist hún að sama skapi hafa óttast að börnin sín sæju þær ótal umfjallanir sem ritaðar voru um hennar mál. Bréfin rufu friðhelgina Ekki hafi heldur bætt úr skák þegar „menn með kröfubréf“ hafi bankað á dyrnar hjá henni á matmálstíma – eina tímanum sem hún segist hafa getað átt með börnunum. „Þetta er brot á friðhelgi heimilisins,“ sagði Jónína og bætti við fjölskyldan hafi heimsóknirnar gríðarlega inn á sig. Hún tiltók annað dæmi, sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á sig. Jónína segir að það hafi verið þegar fjármálin hennar voru komin í gott stand, hún hafi selt húsið sitt og fengið greiddan hluta af sölunni. Sú greiðsla hafi hins vegar verið afturkölluð og segir Jónína að það hafi orðið til þess að hún missti heimili sitt. „Þá lamast ég“ Hún segir að henni hafi tekist ágætlega upp við að vinna úr sínum málum, þökk sé góðum stuðningi fjölskyldu og vina. „En það skilja þetta ekki allir.“ Engu að síður glími hún enn við líkamlega kvilla sem rekja megi beint til álagsins og áfallanna á liðnum árum. Til að mynda fái hún ennþá taugaviðbrögð. Hún undirstrikar að hún sé ekki þunglynd eða með geðhvarfasýki: „Ég er bara útbrunnin kona. Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu.“ Spjallið við Jónínu Ben má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira