Valkvíði hjá Ole Gunnar Solskjær: Allt í einu kominn með sex framherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 10:00 Ole Gunnar Solskjær var léttur á blaðamannafundinum. Getty/Matthew Peters/Man Utd Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hélt blaðamannafund í morgunsárið þar sem hann fór meðal annars yfir leikmannamál United liðsins. Tveir öflugir framherjar hafa misst af tveimur fyrstu leikjum Manchester United undir stjórn Norðmannsins en það eru Romelu Lukaku og Alexis Sanchez. Anthony Martial missti síðan af síðasta leik."When you win, everyone is happy so let's just keep that run going," says Ole. "We've got to focus on our performance against Bournemouth and get three points because the last two games have been fantastic." #MUFCpic.twitter.com/6r55kbwzMb — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Solskjær sagði að þeir þrír hefðu allir tekið létta æfingu í gær en staðan á þeim komi betur í ljós á æfingu United-liðsins í dag. Framundan er leikur á móti Bournemouth á Old Trafford. Anthony Martial spilaði vel í fyrsta leik United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en missti síðan af leiknum á móti Huddersfield á öðrum degi jóla. En komast þeir Romelu Lukaku og Alexis Sanchez hreinlega í liðið? United hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Norðmannsins.Solskjær tells Sánchez and Lukaku to step up at Manchester United | By @JamieJackson___https://t.co/kumcfaYON3 — Guardian sport (@guardian_sport) December 28, 2018„Ég get ekki sagt það núna. Ég hef verið að skoða leikmannahópinn og við erum með svo margra góða leikmenn. Í slíkri stöðu horfir maður bjartsýnum augum á næstu leiki,“ sagði Ole Gunnar. „Við erum með mikið sjálfstraust í okkar liði. Það er aftur á móti öðruvísi þegar þú ert stuðningsmaður því þá er auðvelt að segja hver á að spila,“ sagði Ole Gunnar og það má búast við smá valkvíða hjá honum þegar hann er kominn með fullfrískan leikmannahóp. „Allt í einu er ég kominn með sex framherja. Ég er núna með Romelu, Alexis, Anthony, Jesse, Marcus og Juan,“ sagði Ole Gunnar."He's one of the top, top players in the world." Ole Gunnar Solskjaer on @PaulPogba... #MUFCpic.twitter.com/s1afKz0VW1 — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Paul Pogba hefur blómstrað síðan að Solskjær tók við en getur hann haft sömu jákvæðu áhrif á þá Romelu Lukaku og Alexis Sanchez? Þeir voru líka langt frá sínu besta undir stjórn Jose Mourinho. „Ég geri ekki hlutina fyrir þá inn á vellinum. Paul Pogba tókst það og ég hef rætt við þá Anthony, Romelu og Alexis. Ég er hér til að beina þeim í rétt átt og það er síðan undir þeim komið að standa sig inn á vellinum. Þeir verða að nýta tækifærið þegar það kemur. Þannig er staða fótboltamannsins, hann verður að gera hlutina sjálfur inn á vellinum,“ sagði Ole Gunnar. „Ég hef gefið leikmönnum ákveðnar viðmiðunarreglur um hvernig þeir eiga að haga sér og tjá sig. Þannig hef ég alltaf haft það sem stjóri. Ég legg áherslu á að þeir njóti þess að spila fyrir þetta félag vegna þess að þetta er besti tíminn í þeirra lífi. Það er ekkert alslæmt að vera stjóri þess í smá tíma,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hélt blaðamannafund í morgunsárið þar sem hann fór meðal annars yfir leikmannamál United liðsins. Tveir öflugir framherjar hafa misst af tveimur fyrstu leikjum Manchester United undir stjórn Norðmannsins en það eru Romelu Lukaku og Alexis Sanchez. Anthony Martial missti síðan af síðasta leik."When you win, everyone is happy so let's just keep that run going," says Ole. "We've got to focus on our performance against Bournemouth and get three points because the last two games have been fantastic." #MUFCpic.twitter.com/6r55kbwzMb — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Solskjær sagði að þeir þrír hefðu allir tekið létta æfingu í gær en staðan á þeim komi betur í ljós á æfingu United-liðsins í dag. Framundan er leikur á móti Bournemouth á Old Trafford. Anthony Martial spilaði vel í fyrsta leik United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en missti síðan af leiknum á móti Huddersfield á öðrum degi jóla. En komast þeir Romelu Lukaku og Alexis Sanchez hreinlega í liðið? United hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Norðmannsins.Solskjær tells Sánchez and Lukaku to step up at Manchester United | By @JamieJackson___https://t.co/kumcfaYON3 — Guardian sport (@guardian_sport) December 28, 2018„Ég get ekki sagt það núna. Ég hef verið að skoða leikmannahópinn og við erum með svo margra góða leikmenn. Í slíkri stöðu horfir maður bjartsýnum augum á næstu leiki,“ sagði Ole Gunnar. „Við erum með mikið sjálfstraust í okkar liði. Það er aftur á móti öðruvísi þegar þú ert stuðningsmaður því þá er auðvelt að segja hver á að spila,“ sagði Ole Gunnar og það má búast við smá valkvíða hjá honum þegar hann er kominn með fullfrískan leikmannahóp. „Allt í einu er ég kominn með sex framherja. Ég er núna með Romelu, Alexis, Anthony, Jesse, Marcus og Juan,“ sagði Ole Gunnar."He's one of the top, top players in the world." Ole Gunnar Solskjaer on @PaulPogba... #MUFCpic.twitter.com/s1afKz0VW1 — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Paul Pogba hefur blómstrað síðan að Solskjær tók við en getur hann haft sömu jákvæðu áhrif á þá Romelu Lukaku og Alexis Sanchez? Þeir voru líka langt frá sínu besta undir stjórn Jose Mourinho. „Ég geri ekki hlutina fyrir þá inn á vellinum. Paul Pogba tókst það og ég hef rætt við þá Anthony, Romelu og Alexis. Ég er hér til að beina þeim í rétt átt og það er síðan undir þeim komið að standa sig inn á vellinum. Þeir verða að nýta tækifærið þegar það kemur. Þannig er staða fótboltamannsins, hann verður að gera hlutina sjálfur inn á vellinum,“ sagði Ole Gunnar. „Ég hef gefið leikmönnum ákveðnar viðmiðunarreglur um hvernig þeir eiga að haga sér og tjá sig. Þannig hef ég alltaf haft það sem stjóri. Ég legg áherslu á að þeir njóti þess að spila fyrir þetta félag vegna þess að þetta er besti tíminn í þeirra lífi. Það er ekkert alslæmt að vera stjóri þess í smá tíma,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira