Valkvíði hjá Ole Gunnar Solskjær: Allt í einu kominn með sex framherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 10:00 Ole Gunnar Solskjær var léttur á blaðamannafundinum. Getty/Matthew Peters/Man Utd Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hélt blaðamannafund í morgunsárið þar sem hann fór meðal annars yfir leikmannamál United liðsins. Tveir öflugir framherjar hafa misst af tveimur fyrstu leikjum Manchester United undir stjórn Norðmannsins en það eru Romelu Lukaku og Alexis Sanchez. Anthony Martial missti síðan af síðasta leik."When you win, everyone is happy so let's just keep that run going," says Ole. "We've got to focus on our performance against Bournemouth and get three points because the last two games have been fantastic." #MUFCpic.twitter.com/6r55kbwzMb — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Solskjær sagði að þeir þrír hefðu allir tekið létta æfingu í gær en staðan á þeim komi betur í ljós á æfingu United-liðsins í dag. Framundan er leikur á móti Bournemouth á Old Trafford. Anthony Martial spilaði vel í fyrsta leik United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en missti síðan af leiknum á móti Huddersfield á öðrum degi jóla. En komast þeir Romelu Lukaku og Alexis Sanchez hreinlega í liðið? United hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Norðmannsins.Solskjær tells Sánchez and Lukaku to step up at Manchester United | By @JamieJackson___https://t.co/kumcfaYON3 — Guardian sport (@guardian_sport) December 28, 2018„Ég get ekki sagt það núna. Ég hef verið að skoða leikmannahópinn og við erum með svo margra góða leikmenn. Í slíkri stöðu horfir maður bjartsýnum augum á næstu leiki,“ sagði Ole Gunnar. „Við erum með mikið sjálfstraust í okkar liði. Það er aftur á móti öðruvísi þegar þú ert stuðningsmaður því þá er auðvelt að segja hver á að spila,“ sagði Ole Gunnar og það má búast við smá valkvíða hjá honum þegar hann er kominn með fullfrískan leikmannahóp. „Allt í einu er ég kominn með sex framherja. Ég er núna með Romelu, Alexis, Anthony, Jesse, Marcus og Juan,“ sagði Ole Gunnar."He's one of the top, top players in the world." Ole Gunnar Solskjaer on @PaulPogba... #MUFCpic.twitter.com/s1afKz0VW1 — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Paul Pogba hefur blómstrað síðan að Solskjær tók við en getur hann haft sömu jákvæðu áhrif á þá Romelu Lukaku og Alexis Sanchez? Þeir voru líka langt frá sínu besta undir stjórn Jose Mourinho. „Ég geri ekki hlutina fyrir þá inn á vellinum. Paul Pogba tókst það og ég hef rætt við þá Anthony, Romelu og Alexis. Ég er hér til að beina þeim í rétt átt og það er síðan undir þeim komið að standa sig inn á vellinum. Þeir verða að nýta tækifærið þegar það kemur. Þannig er staða fótboltamannsins, hann verður að gera hlutina sjálfur inn á vellinum,“ sagði Ole Gunnar. „Ég hef gefið leikmönnum ákveðnar viðmiðunarreglur um hvernig þeir eiga að haga sér og tjá sig. Þannig hef ég alltaf haft það sem stjóri. Ég legg áherslu á að þeir njóti þess að spila fyrir þetta félag vegna þess að þetta er besti tíminn í þeirra lífi. Það er ekkert alslæmt að vera stjóri þess í smá tíma,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hélt blaðamannafund í morgunsárið þar sem hann fór meðal annars yfir leikmannamál United liðsins. Tveir öflugir framherjar hafa misst af tveimur fyrstu leikjum Manchester United undir stjórn Norðmannsins en það eru Romelu Lukaku og Alexis Sanchez. Anthony Martial missti síðan af síðasta leik."When you win, everyone is happy so let's just keep that run going," says Ole. "We've got to focus on our performance against Bournemouth and get three points because the last two games have been fantastic." #MUFCpic.twitter.com/6r55kbwzMb — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Solskjær sagði að þeir þrír hefðu allir tekið létta æfingu í gær en staðan á þeim komi betur í ljós á æfingu United-liðsins í dag. Framundan er leikur á móti Bournemouth á Old Trafford. Anthony Martial spilaði vel í fyrsta leik United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en missti síðan af leiknum á móti Huddersfield á öðrum degi jóla. En komast þeir Romelu Lukaku og Alexis Sanchez hreinlega í liðið? United hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Norðmannsins.Solskjær tells Sánchez and Lukaku to step up at Manchester United | By @JamieJackson___https://t.co/kumcfaYON3 — Guardian sport (@guardian_sport) December 28, 2018„Ég get ekki sagt það núna. Ég hef verið að skoða leikmannahópinn og við erum með svo margra góða leikmenn. Í slíkri stöðu horfir maður bjartsýnum augum á næstu leiki,“ sagði Ole Gunnar. „Við erum með mikið sjálfstraust í okkar liði. Það er aftur á móti öðruvísi þegar þú ert stuðningsmaður því þá er auðvelt að segja hver á að spila,“ sagði Ole Gunnar og það má búast við smá valkvíða hjá honum þegar hann er kominn með fullfrískan leikmannahóp. „Allt í einu er ég kominn með sex framherja. Ég er núna með Romelu, Alexis, Anthony, Jesse, Marcus og Juan,“ sagði Ole Gunnar."He's one of the top, top players in the world." Ole Gunnar Solskjaer on @PaulPogba... #MUFCpic.twitter.com/s1afKz0VW1 — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Paul Pogba hefur blómstrað síðan að Solskjær tók við en getur hann haft sömu jákvæðu áhrif á þá Romelu Lukaku og Alexis Sanchez? Þeir voru líka langt frá sínu besta undir stjórn Jose Mourinho. „Ég geri ekki hlutina fyrir þá inn á vellinum. Paul Pogba tókst það og ég hef rætt við þá Anthony, Romelu og Alexis. Ég er hér til að beina þeim í rétt átt og það er síðan undir þeim komið að standa sig inn á vellinum. Þeir verða að nýta tækifærið þegar það kemur. Þannig er staða fótboltamannsins, hann verður að gera hlutina sjálfur inn á vellinum,“ sagði Ole Gunnar. „Ég hef gefið leikmönnum ákveðnar viðmiðunarreglur um hvernig þeir eiga að haga sér og tjá sig. Þannig hef ég alltaf haft það sem stjóri. Ég legg áherslu á að þeir njóti þess að spila fyrir þetta félag vegna þess að þetta er besti tíminn í þeirra lífi. Það er ekkert alslæmt að vera stjóri þess í smá tíma,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira