Byssumaðurinn handtekinn eftir sólarhringsleit Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2018 09:11 James Eric Davis yngri er grunaður um að hafa myrt foreldra sína. Vísir/AFP Lögregla í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið karlmann sem grunaður er um að hafa skotið foreldra sína til bana á heimavist Central Michigan-háskólans í gær. Lögregla leitaði árásarmannsins í sólarhring. Lögregla hafði hendur í hári hins 19 ára James Eric Davis Jr. eftir að ábending barst frá farþega í lest sem átti leið í gegnum svæðið við háskólann, að því er fram kemur í frétt Reuters. Davis Jr. er grunaður um að hafa skotið foreldra sína, þau James Eric Davis eldri og Diva Davis, til bana á fjórðu hæð Campbell Hall-heimavistarinnar í gærmorgun að bandarískum tíma. Þingmaðurinn Emanuel Chris Welch birti mynd af Davis eldri, sem hafði starfað sem lögreglumaður, og vottaði aðstandendum hjónanna samúð sína. Í tístinu sagði að Davis-hjónin hefðu verið til heimilis í grennd við Chicago-borg í Illinois-ríki.The shooting at Central Michigan University today strikes close to home. A sad day in Bellwood and across the 7th District. My sincerest condolences go out to the family of Bellwood Police Officer James Davis Sr. and his wife who were shot and killed this morning. May they RIP. pic.twitter.com/B0cykAxFVv— Emanuel Chris Welch (@RepChrisWelch) March 2, 2018 Í frétt BBC kom fram að lögreglan hafði einhver afskipti af James Eric yngri kvöldið fyrir árásina og var hann í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús. Innlögnin er talin hafa tengst fíkniefnum. Hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu nokkrum klukkustundum fyrir skotárásina en foreldrar hans voru á heimavistinni í gær að sækja hann þar sem vorfrí nemenda var að hefjast. Byssur eru ekki leyfðar á skólasvæðinu og fékk almenningur á svæðinu þau tilmæli að halda sig innandyra á meðan byssumannsins var leitað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaðurinn skaut foreldra sína til bana á heimavistinni Tveir létust eftir skotárás í Michigan í dag. 2. mars 2018 20:38 Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Lögregla í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið karlmann sem grunaður er um að hafa skotið foreldra sína til bana á heimavist Central Michigan-háskólans í gær. Lögregla leitaði árásarmannsins í sólarhring. Lögregla hafði hendur í hári hins 19 ára James Eric Davis Jr. eftir að ábending barst frá farþega í lest sem átti leið í gegnum svæðið við háskólann, að því er fram kemur í frétt Reuters. Davis Jr. er grunaður um að hafa skotið foreldra sína, þau James Eric Davis eldri og Diva Davis, til bana á fjórðu hæð Campbell Hall-heimavistarinnar í gærmorgun að bandarískum tíma. Þingmaðurinn Emanuel Chris Welch birti mynd af Davis eldri, sem hafði starfað sem lögreglumaður, og vottaði aðstandendum hjónanna samúð sína. Í tístinu sagði að Davis-hjónin hefðu verið til heimilis í grennd við Chicago-borg í Illinois-ríki.The shooting at Central Michigan University today strikes close to home. A sad day in Bellwood and across the 7th District. My sincerest condolences go out to the family of Bellwood Police Officer James Davis Sr. and his wife who were shot and killed this morning. May they RIP. pic.twitter.com/B0cykAxFVv— Emanuel Chris Welch (@RepChrisWelch) March 2, 2018 Í frétt BBC kom fram að lögreglan hafði einhver afskipti af James Eric yngri kvöldið fyrir árásina og var hann í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús. Innlögnin er talin hafa tengst fíkniefnum. Hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu nokkrum klukkustundum fyrir skotárásina en foreldrar hans voru á heimavistinni í gær að sækja hann þar sem vorfrí nemenda var að hefjast. Byssur eru ekki leyfðar á skólasvæðinu og fékk almenningur á svæðinu þau tilmæli að halda sig innandyra á meðan byssumannsins var leitað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaðurinn skaut foreldra sína til bana á heimavistinni Tveir létust eftir skotárás í Michigan í dag. 2. mars 2018 20:38 Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Byssumaðurinn skaut foreldra sína til bana á heimavistinni Tveir létust eftir skotárás í Michigan í dag. 2. mars 2018 20:38
Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23