Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2018 13:19 Beðið var með eftirvæntingu eftir fregnum af síðasta björgunarleiðangrinum. Vísir/Getty Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar, knattspyrnulið og einstaklingar víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. Björgunaraðgerðirnar stóðu yfir í þrjá sólarhringa. Fyrsti fjórum drengjunum var bjargað út á sunnudag, fjórir komust út í gær og í dag náði sérhæft björgunarlið í síðustu drengina og þjálfarann. Alls dvöldu þeir í hellinum í sautján daga og hefur heimsbyggðin fylgst agndofa með fregnum af afdrifum þeirra undanfarna daga. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma, komast þeir því ekki á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Meðal þeirra sem senda strákunum kveðjur eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sem Guardian segir að hafi verið fyrst þjóðarleiðtoga til þess að senda heillakveðjur til Taílands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendir einnig kveðju, auk forsætisráðherra Bútan. Þá hefur enska knattspyrnufélagið Manchester United boðið drengjunum, þjálfaranum og björgunarliðinu í heimsókn til félagsins, auk þess sem að Roma á Ítalíu sendir kveðjur til strákanna. Elon Musk, sem fylgst hefur grannt með gangi mála, óskar einnig öllum til hamingju með árangurinn en dæmi um viðbrögð þjóðarleiðtoga og annarra má sjá hér að neðan. Heimurinn bregst við björgun fótboltastrákanna í Taílandi Fastir í helli í Taílandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar, knattspyrnulið og einstaklingar víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. Björgunaraðgerðirnar stóðu yfir í þrjá sólarhringa. Fyrsti fjórum drengjunum var bjargað út á sunnudag, fjórir komust út í gær og í dag náði sérhæft björgunarlið í síðustu drengina og þjálfarann. Alls dvöldu þeir í hellinum í sautján daga og hefur heimsbyggðin fylgst agndofa með fregnum af afdrifum þeirra undanfarna daga. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma, komast þeir því ekki á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Meðal þeirra sem senda strákunum kveðjur eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sem Guardian segir að hafi verið fyrst þjóðarleiðtoga til þess að senda heillakveðjur til Taílands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendir einnig kveðju, auk forsætisráðherra Bútan. Þá hefur enska knattspyrnufélagið Manchester United boðið drengjunum, þjálfaranum og björgunarliðinu í heimsókn til félagsins, auk þess sem að Roma á Ítalíu sendir kveðjur til strákanna. Elon Musk, sem fylgst hefur grannt með gangi mála, óskar einnig öllum til hamingju með árangurinn en dæmi um viðbrögð þjóðarleiðtoga og annarra má sjá hér að neðan. Heimurinn bregst við björgun fótboltastrákanna í Taílandi
Fastir í helli í Taílandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00