Geta ekki velt hækkunum út í verðlagið Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. júlí 2018 13:30 Tilkynnt var um gjaldskrárbreytingarnar á Þingvöllum í lok júní, en í Vatnajökulsþjóðgarði síðasta fimmtudag. Vísir/Pjetur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir gjaldskrárbreytingar á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarði vera stórfelldar skattahækkanir. Ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, sem megi illa við svo skyndilegum hækkunum. Tilkynnt var um gjaldskrárbreytingarnar á Þingvöllum í lok júní, en í Vatnajökulsþjóðgarði síðasta fimmtudag. Meðal breytinga í þeim síðarnefnda eru 100 króna hækkun þjónustugjalds vegna fólksbíla sem í þjóðgarðinn koma. Þá er nýjum gjaldflokkum bætt við fyrir stærri rútur, en 33-64 manna bílar greiða 6.400 krónur á sólarhring og 65-90 manna bílar 9 þúsund krónur, svo dæmi séu tekin. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gjaldskrárbreytingarnar vonbrigði. Telur rétt að bíða meðan samtal á sér stað „Á vegum stjórnstöðvar ferðamála er nýhafið samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaganna og Samtaka ferðaþjónustunnar um heildargreiningu og hugsanlega framtíðarskipan á gjaldtöku af ferðaþjónustunni í heild sinni,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Þannig telur Jóhannes að rétt hefði verið að halda að sér höndum með hækkanir í þjóðgörðunum meðan þetta samtal átti sér stað. Í fréttatilkynningu frá Vatnajökulsþjóðgarði er bent á að fulltrúi ferðaþjónustunnar eigi áheyrnarfulltrúa í stjórn garðsins. Jóhannes segir þann fulltrúa ekki á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar, sem ekkert samráð hafi verið haft við. „Þetta er eitthvað sem okkur í Samtökum ferðaþjónustunnar var bara tilkynnt í tölvupósti núna fyrir nokkrum dögum,“ segir Jóhannes.Erfiðara á háannatíma Í tilkynningu frá þjóðgarðinum er bent á að Skaftafell sé ein af helstu náttúruperlum Íslands, mikið álag sé á svæðinu og fjöldi ferðamanna hafi aukist til muna. Þannig nálgist gestafjöldinn nú eina milljón ár hvert. Jóhannes ítrekar að samtökin séu ekki á móti þjónustugjöldum í sjálfu sér. „Stóri vandinn við það hvernig þetta gerist núna er að þetta gerist á háannatíma. Það er búið að selja í ferðirnar á þessa staði, það er búið að gera ráð fyrir kostnaði vegna þess. Þegar hækkar á háannatíma þá þýðir það einfaldlega að fyrirtækin geta ekki brugðist við með því að velta svona út í verðlagið, eins og fólk heldur oft að það sé mjög auðvelt að gera. Það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Jóhannes. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir gjaldskrárbreytingar á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarði vera stórfelldar skattahækkanir. Ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, sem megi illa við svo skyndilegum hækkunum. Tilkynnt var um gjaldskrárbreytingarnar á Þingvöllum í lok júní, en í Vatnajökulsþjóðgarði síðasta fimmtudag. Meðal breytinga í þeim síðarnefnda eru 100 króna hækkun þjónustugjalds vegna fólksbíla sem í þjóðgarðinn koma. Þá er nýjum gjaldflokkum bætt við fyrir stærri rútur, en 33-64 manna bílar greiða 6.400 krónur á sólarhring og 65-90 manna bílar 9 þúsund krónur, svo dæmi séu tekin. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gjaldskrárbreytingarnar vonbrigði. Telur rétt að bíða meðan samtal á sér stað „Á vegum stjórnstöðvar ferðamála er nýhafið samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaganna og Samtaka ferðaþjónustunnar um heildargreiningu og hugsanlega framtíðarskipan á gjaldtöku af ferðaþjónustunni í heild sinni,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Þannig telur Jóhannes að rétt hefði verið að halda að sér höndum með hækkanir í þjóðgörðunum meðan þetta samtal átti sér stað. Í fréttatilkynningu frá Vatnajökulsþjóðgarði er bent á að fulltrúi ferðaþjónustunnar eigi áheyrnarfulltrúa í stjórn garðsins. Jóhannes segir þann fulltrúa ekki á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar, sem ekkert samráð hafi verið haft við. „Þetta er eitthvað sem okkur í Samtökum ferðaþjónustunnar var bara tilkynnt í tölvupósti núna fyrir nokkrum dögum,“ segir Jóhannes.Erfiðara á háannatíma Í tilkynningu frá þjóðgarðinum er bent á að Skaftafell sé ein af helstu náttúruperlum Íslands, mikið álag sé á svæðinu og fjöldi ferðamanna hafi aukist til muna. Þannig nálgist gestafjöldinn nú eina milljón ár hvert. Jóhannes ítrekar að samtökin séu ekki á móti þjónustugjöldum í sjálfu sér. „Stóri vandinn við það hvernig þetta gerist núna er að þetta gerist á háannatíma. Það er búið að selja í ferðirnar á þessa staði, það er búið að gera ráð fyrir kostnaði vegna þess. Þegar hækkar á háannatíma þá þýðir það einfaldlega að fyrirtækin geta ekki brugðist við með því að velta svona út í verðlagið, eins og fólk heldur oft að það sé mjög auðvelt að gera. Það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Jóhannes.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira