Geta ekki velt hækkunum út í verðlagið Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. júlí 2018 13:30 Tilkynnt var um gjaldskrárbreytingarnar á Þingvöllum í lok júní, en í Vatnajökulsþjóðgarði síðasta fimmtudag. Vísir/Pjetur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir gjaldskrárbreytingar á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarði vera stórfelldar skattahækkanir. Ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, sem megi illa við svo skyndilegum hækkunum. Tilkynnt var um gjaldskrárbreytingarnar á Þingvöllum í lok júní, en í Vatnajökulsþjóðgarði síðasta fimmtudag. Meðal breytinga í þeim síðarnefnda eru 100 króna hækkun þjónustugjalds vegna fólksbíla sem í þjóðgarðinn koma. Þá er nýjum gjaldflokkum bætt við fyrir stærri rútur, en 33-64 manna bílar greiða 6.400 krónur á sólarhring og 65-90 manna bílar 9 þúsund krónur, svo dæmi séu tekin. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gjaldskrárbreytingarnar vonbrigði. Telur rétt að bíða meðan samtal á sér stað „Á vegum stjórnstöðvar ferðamála er nýhafið samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaganna og Samtaka ferðaþjónustunnar um heildargreiningu og hugsanlega framtíðarskipan á gjaldtöku af ferðaþjónustunni í heild sinni,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Þannig telur Jóhannes að rétt hefði verið að halda að sér höndum með hækkanir í þjóðgörðunum meðan þetta samtal átti sér stað. Í fréttatilkynningu frá Vatnajökulsþjóðgarði er bent á að fulltrúi ferðaþjónustunnar eigi áheyrnarfulltrúa í stjórn garðsins. Jóhannes segir þann fulltrúa ekki á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar, sem ekkert samráð hafi verið haft við. „Þetta er eitthvað sem okkur í Samtökum ferðaþjónustunnar var bara tilkynnt í tölvupósti núna fyrir nokkrum dögum,“ segir Jóhannes.Erfiðara á háannatíma Í tilkynningu frá þjóðgarðinum er bent á að Skaftafell sé ein af helstu náttúruperlum Íslands, mikið álag sé á svæðinu og fjöldi ferðamanna hafi aukist til muna. Þannig nálgist gestafjöldinn nú eina milljón ár hvert. Jóhannes ítrekar að samtökin séu ekki á móti þjónustugjöldum í sjálfu sér. „Stóri vandinn við það hvernig þetta gerist núna er að þetta gerist á háannatíma. Það er búið að selja í ferðirnar á þessa staði, það er búið að gera ráð fyrir kostnaði vegna þess. Þegar hækkar á háannatíma þá þýðir það einfaldlega að fyrirtækin geta ekki brugðist við með því að velta svona út í verðlagið, eins og fólk heldur oft að það sé mjög auðvelt að gera. Það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Jóhannes. Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir gjaldskrárbreytingar á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarði vera stórfelldar skattahækkanir. Ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, sem megi illa við svo skyndilegum hækkunum. Tilkynnt var um gjaldskrárbreytingarnar á Þingvöllum í lok júní, en í Vatnajökulsþjóðgarði síðasta fimmtudag. Meðal breytinga í þeim síðarnefnda eru 100 króna hækkun þjónustugjalds vegna fólksbíla sem í þjóðgarðinn koma. Þá er nýjum gjaldflokkum bætt við fyrir stærri rútur, en 33-64 manna bílar greiða 6.400 krónur á sólarhring og 65-90 manna bílar 9 þúsund krónur, svo dæmi séu tekin. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gjaldskrárbreytingarnar vonbrigði. Telur rétt að bíða meðan samtal á sér stað „Á vegum stjórnstöðvar ferðamála er nýhafið samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaganna og Samtaka ferðaþjónustunnar um heildargreiningu og hugsanlega framtíðarskipan á gjaldtöku af ferðaþjónustunni í heild sinni,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Þannig telur Jóhannes að rétt hefði verið að halda að sér höndum með hækkanir í þjóðgörðunum meðan þetta samtal átti sér stað. Í fréttatilkynningu frá Vatnajökulsþjóðgarði er bent á að fulltrúi ferðaþjónustunnar eigi áheyrnarfulltrúa í stjórn garðsins. Jóhannes segir þann fulltrúa ekki á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar, sem ekkert samráð hafi verið haft við. „Þetta er eitthvað sem okkur í Samtökum ferðaþjónustunnar var bara tilkynnt í tölvupósti núna fyrir nokkrum dögum,“ segir Jóhannes.Erfiðara á háannatíma Í tilkynningu frá þjóðgarðinum er bent á að Skaftafell sé ein af helstu náttúruperlum Íslands, mikið álag sé á svæðinu og fjöldi ferðamanna hafi aukist til muna. Þannig nálgist gestafjöldinn nú eina milljón ár hvert. Jóhannes ítrekar að samtökin séu ekki á móti þjónustugjöldum í sjálfu sér. „Stóri vandinn við það hvernig þetta gerist núna er að þetta gerist á háannatíma. Það er búið að selja í ferðirnar á þessa staði, það er búið að gera ráð fyrir kostnaði vegna þess. Þegar hækkar á háannatíma þá þýðir það einfaldlega að fyrirtækin geta ekki brugðist við með því að velta svona út í verðlagið, eins og fólk heldur oft að það sé mjög auðvelt að gera. Það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Jóhannes.
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira