Aron Jó: „Skemmtilegra að spila fótbolta um helgar en að horfa á hann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2018 20:15 Aron Jóhannsson, framherji Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, segir að það sé skemmtilegra að spila fótbolta heldur en að horfa á hann um helgar. Hann vonast til þess að fá tækifæri með landsliðinu hvað og hverju. „Það er svolítið skemmtilegra að fá að spila um helgar í stað þess að vera bara heima að horfa á,” sagði Aron í samtali við Akraborgina, en Aron hefur glímt við mikil og erfið meiðsli. Síðan tók við mikil bekkjarseta. „Þegar ég var meiddur þá hélt ég að það væri versta sem maður gæti lent í. Það er miklu verra að vera heill og fá ekkert að spila. Það var eiginlega miklu erfiðara að díla við það en við meiðslin.” „Ég var rosalega gleyminn. Ég var mjög fljótur að gleyma og var mjög pirraður allar helgar að vera ekki í hóp. Svo á mánudegi þá var frí og á þriðjudegi var ég eiginlega búinn að gleyma því hvað hefði skeð. Þá byrjaði ný vika og maður hafði fjórar æfingar til að sanna sig.” „Síðan gekk það reyndar ekkert í langan tíma, en það þýðir ekkert að vorkenna sjálfum sér og kenna öðrum um. Þjálfarinn hefur ansi mikla stjórn yfir því hvað gerist hjá þér, en ég hélt áfram og áfram og áfram. Ég var svo að vinna þessa baráttu ekki hann.” Bremen skipti um þjálfara í október og það hjálpaði Aroni að fá fleiri tækifæri, en Florian Kohfeldt, núverandi þjálfari Bremen, var einn þjálfara í þjálfarateyminu þegar Aron gekk í raðir AZ Alkmaar. „Já, algjörlega. Hann var aðstoðarþjálfari þegar ég kem hingað. Síðan voru þeir reknir þegar ég var búinn að vera hérna í ár og hann tók við U23-ára liðinu. Ég hef þekkt hann frá því þegar ég kom. Hann þekkti mig líka og frá fyrsta degi var þetta mjög jákvætt.” „Ég var ekki búinn að meiðast í eitt ár því ég var ekki mikið búinn að spila. Um leið og hann kemur spiluðum við æfingarleik gegn fjórðu deildarliði og ég meiðist. Þá er ég frá í einn og hálfan mánuð, síðan fékk ég aðeins að spila undir lok árs í fyrra. Svo á undirbúningstímabilinu, loksins fékk ég svo sénsinn og nýtti hann þokkalega vel.” Vegna meiðslanna datt Aron eðlilega út úr landsliðshóp Bandaríkjanna, en hann vonast til þess að með fleiri mínútur frá Bremen, komi fleiri tækifæri hjá Bandaríkjunum. Þó sé enginn þjálfari nú hjá landsliðinu svo það sé erfitt að segja til um það. „Ég er aðeins búinn að heyra í Dave eftir ég að byrjaði að spila (innsk. blm. bráðabirgðaþjálfari Bandaríkjana). Ég fékk þau skilaboð að ef ég held áfram að spila og spila svona vel er ég vel inni í myndinni þar.” Hlusta má innslagið má heyra í spilaranum efst í fréttinni. Fótbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Aron Jóhannsson, framherji Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, segir að það sé skemmtilegra að spila fótbolta heldur en að horfa á hann um helgar. Hann vonast til þess að fá tækifæri með landsliðinu hvað og hverju. „Það er svolítið skemmtilegra að fá að spila um helgar í stað þess að vera bara heima að horfa á,” sagði Aron í samtali við Akraborgina, en Aron hefur glímt við mikil og erfið meiðsli. Síðan tók við mikil bekkjarseta. „Þegar ég var meiddur þá hélt ég að það væri versta sem maður gæti lent í. Það er miklu verra að vera heill og fá ekkert að spila. Það var eiginlega miklu erfiðara að díla við það en við meiðslin.” „Ég var rosalega gleyminn. Ég var mjög fljótur að gleyma og var mjög pirraður allar helgar að vera ekki í hóp. Svo á mánudegi þá var frí og á þriðjudegi var ég eiginlega búinn að gleyma því hvað hefði skeð. Þá byrjaði ný vika og maður hafði fjórar æfingar til að sanna sig.” „Síðan gekk það reyndar ekkert í langan tíma, en það þýðir ekkert að vorkenna sjálfum sér og kenna öðrum um. Þjálfarinn hefur ansi mikla stjórn yfir því hvað gerist hjá þér, en ég hélt áfram og áfram og áfram. Ég var svo að vinna þessa baráttu ekki hann.” Bremen skipti um þjálfara í október og það hjálpaði Aroni að fá fleiri tækifæri, en Florian Kohfeldt, núverandi þjálfari Bremen, var einn þjálfara í þjálfarateyminu þegar Aron gekk í raðir AZ Alkmaar. „Já, algjörlega. Hann var aðstoðarþjálfari þegar ég kem hingað. Síðan voru þeir reknir þegar ég var búinn að vera hérna í ár og hann tók við U23-ára liðinu. Ég hef þekkt hann frá því þegar ég kom. Hann þekkti mig líka og frá fyrsta degi var þetta mjög jákvætt.” „Ég var ekki búinn að meiðast í eitt ár því ég var ekki mikið búinn að spila. Um leið og hann kemur spiluðum við æfingarleik gegn fjórðu deildarliði og ég meiðist. Þá er ég frá í einn og hálfan mánuð, síðan fékk ég aðeins að spila undir lok árs í fyrra. Svo á undirbúningstímabilinu, loksins fékk ég svo sénsinn og nýtti hann þokkalega vel.” Vegna meiðslanna datt Aron eðlilega út úr landsliðshóp Bandaríkjanna, en hann vonast til þess að með fleiri mínútur frá Bremen, komi fleiri tækifæri hjá Bandaríkjunum. Þó sé enginn þjálfari nú hjá landsliðinu svo það sé erfitt að segja til um það. „Ég er aðeins búinn að heyra í Dave eftir ég að byrjaði að spila (innsk. blm. bráðabirgðaþjálfari Bandaríkjana). Ég fékk þau skilaboð að ef ég held áfram að spila og spila svona vel er ég vel inni í myndinni þar.” Hlusta má innslagið má heyra í spilaranum efst í fréttinni.
Fótbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira