Tvö hundruð þúsund Salvadorum gert að yfirgefa Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 17:45 Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður. Vísir/Getty Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að allt að tvö hundruð þúsund Salvadorar verði að yfirgefa Bandaríkin á næstu átján mánuðum. Atvinnuleyfi þeirra, sem voru veitt í kjölfar jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 verða ekki framlengd í tólfta sinn og fólkið verður að fara eða finna löglega leið til að vera í Bandaríkjunum. Umrædd atvinnuleyfi kallast Temporary Protected Status eða TPS í Bandaríkjunum og hefur ríkisstjórn Donald Trump þegar fellt niður tugþúsundir slíkra leyfa fólks frá Haítí og Nikaragúa. Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður.Hvíta húsið segir að ekki sé tilefni til að framlengja atvinnuleyfi fólksins frekar þar sem El Salvador hafi fengið mikla hjálp eftir jarðskjálftana og að mikil uppbygging hafi átt sér stað.Ákvörðunin kemur þó fólkinu sem um ræðir í opna skjöldu. Margir þeirra töldu að næsta skref þeirra væri að öðlast ríkisborgararétt en ekki þurfa að flytja á brott. „Ég tel þetta vera heimaland mitt,“ segir hinn 46 ára gamli Oscar Cortez við blaðamann Washington Post. Margir segjast ætla að reyna að búa ólöglega áfram í Bandaríkjunum.Utanríkisráðherra El Salvador sagði í síðustu viku að umrædd niðurfelling myndi slíta sundur fjölskyldur. Þar sem börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt séu nú um 200 þúsund borgarar sem eigi von á því að foreldrum þeirra verði vísað úr landiTrump admin official, asked whether they're telling TPS holders to move their 197K US-born kids to El Salvador: "We're not getting involved in individual family decisions." https://t.co/bn3ujM7flu— Dara Lind (@DLind) January 8, 2018 Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að allt að tvö hundruð þúsund Salvadorar verði að yfirgefa Bandaríkin á næstu átján mánuðum. Atvinnuleyfi þeirra, sem voru veitt í kjölfar jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 verða ekki framlengd í tólfta sinn og fólkið verður að fara eða finna löglega leið til að vera í Bandaríkjunum. Umrædd atvinnuleyfi kallast Temporary Protected Status eða TPS í Bandaríkjunum og hefur ríkisstjórn Donald Trump þegar fellt niður tugþúsundir slíkra leyfa fólks frá Haítí og Nikaragúa. Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður.Hvíta húsið segir að ekki sé tilefni til að framlengja atvinnuleyfi fólksins frekar þar sem El Salvador hafi fengið mikla hjálp eftir jarðskjálftana og að mikil uppbygging hafi átt sér stað.Ákvörðunin kemur þó fólkinu sem um ræðir í opna skjöldu. Margir þeirra töldu að næsta skref þeirra væri að öðlast ríkisborgararétt en ekki þurfa að flytja á brott. „Ég tel þetta vera heimaland mitt,“ segir hinn 46 ára gamli Oscar Cortez við blaðamann Washington Post. Margir segjast ætla að reyna að búa ólöglega áfram í Bandaríkjunum.Utanríkisráðherra El Salvador sagði í síðustu viku að umrædd niðurfelling myndi slíta sundur fjölskyldur. Þar sem börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt séu nú um 200 þúsund borgarar sem eigi von á því að foreldrum þeirra verði vísað úr landiTrump admin official, asked whether they're telling TPS holders to move their 197K US-born kids to El Salvador: "We're not getting involved in individual family decisions." https://t.co/bn3ujM7flu— Dara Lind (@DLind) January 8, 2018
Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira