Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. júní 2018 12:28 Oddvitarnir fjórir sjást hér fremst á myndinni sem tekin var í morgun þegar nýr meirihluti í Reykjavík var kynntur. vísir/jóhann k. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík, óttast ekki að það slitni upp úr meirihlutasamstarfinu þó einn fari í fýlu en flokkarnir fjórir eru aðeins með eins manns meirihluta í borgarstjórn. Í samtali við fréttastofu í morgun eftir að flokkarnir kynntu nýja meirihluta sagði Dagur að vel hefði gengið að setja saman málefnasamninginn. Þá hefði í viðræðunum verið farið yfir allt sem gæti komið upp og flokkarnir gefið sér góðan tíma í viðræðurnar þar sem um væri að ræða ólíka flokka og fólk þyrfti að kynnast. „En það hefur verið mjög mikill og góður samhljómur alveg frá fyrsta degi og þar sem að áherslurnar eru ólíkar þar hefur verið ríkur vilji til að finna út úr því,“ sagði Dagur. Spurður út í fyrir hvað hinn nýi meirihluti mun standa sagði hann: „Góða, græna borgarþróun, sóknarbolta, af því það er nú að koma HM, sóknarbolta eiginlega á öllum sviðum. Ég held að samstarfsyfirlýsingin beri það með sér. Við ætlum að sækja fram í skólamálum, velferðarmálum, lýðræðismálum, gegnsæismálum og á mjög mörgum sviðum, en húsnæðismálin og málefni Borgarlínu og þessi stóru mál verða áfram mjög fyrirferðarmikil í verkefninu.“Svona samstarf eins og þetta þegar svona flokkar eru í samningaviðræðum, það kostar alltaf eitthvað, hvað þurftu þið að gefa eftir? „Ég held að það sé hægt að nálgast það þannig eins og allir tapi þegar einhver vinnur en í góðu samstarfi, bara eins og í góðum samböndum eða vinasamböndum, þá getur fólk líka nálgast það þannig að það séu allir að gefa eitthvað og bæta hvert annað upp og þannig finnst mér þessi hópur vera. Viðreisn sem kemur ný inn kemur með nýja hluti sem bætast við. Píratar sannarlega líka og Vinstri græn og síðan erum við auðvitað með mikla breidd í Samfylkingunni og reynslumikið fólk og saman. Saman held ég að þetta myndi alveg feiknarsterka heild sem er sterkari heldur en einstakir hlutar,“ sagði Dagur.En með eins tæpan meirihluta og hugsast getur, aðeins einn mann, er þá engin hræðsla við að ef einn fari í fýlu þá sé þetta búið? „Nei. Við gáfum okkar góðan tíma í þetta og fórum yfir allt sem gæti komið upp, ekki bara það sem við erum að setja á blað og það gefur og það gefur okkur styrk og sjálfstraust og áræðni í framhaldinu.“Og hver verða svo fyrstu verkefni nýs meirihluta? „Þau eru reyndar fjöldamörg. Þau tengjast húsnæðismálum, þau tengjast skipulagsmálum, velferðarmálum, skólamálum og næsta kjörtímabil er bara að bresta á.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík, óttast ekki að það slitni upp úr meirihlutasamstarfinu þó einn fari í fýlu en flokkarnir fjórir eru aðeins með eins manns meirihluta í borgarstjórn. Í samtali við fréttastofu í morgun eftir að flokkarnir kynntu nýja meirihluta sagði Dagur að vel hefði gengið að setja saman málefnasamninginn. Þá hefði í viðræðunum verið farið yfir allt sem gæti komið upp og flokkarnir gefið sér góðan tíma í viðræðurnar þar sem um væri að ræða ólíka flokka og fólk þyrfti að kynnast. „En það hefur verið mjög mikill og góður samhljómur alveg frá fyrsta degi og þar sem að áherslurnar eru ólíkar þar hefur verið ríkur vilji til að finna út úr því,“ sagði Dagur. Spurður út í fyrir hvað hinn nýi meirihluti mun standa sagði hann: „Góða, græna borgarþróun, sóknarbolta, af því það er nú að koma HM, sóknarbolta eiginlega á öllum sviðum. Ég held að samstarfsyfirlýsingin beri það með sér. Við ætlum að sækja fram í skólamálum, velferðarmálum, lýðræðismálum, gegnsæismálum og á mjög mörgum sviðum, en húsnæðismálin og málefni Borgarlínu og þessi stóru mál verða áfram mjög fyrirferðarmikil í verkefninu.“Svona samstarf eins og þetta þegar svona flokkar eru í samningaviðræðum, það kostar alltaf eitthvað, hvað þurftu þið að gefa eftir? „Ég held að það sé hægt að nálgast það þannig eins og allir tapi þegar einhver vinnur en í góðu samstarfi, bara eins og í góðum samböndum eða vinasamböndum, þá getur fólk líka nálgast það þannig að það séu allir að gefa eitthvað og bæta hvert annað upp og þannig finnst mér þessi hópur vera. Viðreisn sem kemur ný inn kemur með nýja hluti sem bætast við. Píratar sannarlega líka og Vinstri græn og síðan erum við auðvitað með mikla breidd í Samfylkingunni og reynslumikið fólk og saman. Saman held ég að þetta myndi alveg feiknarsterka heild sem er sterkari heldur en einstakir hlutar,“ sagði Dagur.En með eins tæpan meirihluta og hugsast getur, aðeins einn mann, er þá engin hræðsla við að ef einn fari í fýlu þá sé þetta búið? „Nei. Við gáfum okkar góðan tíma í þetta og fórum yfir allt sem gæti komið upp, ekki bara það sem við erum að setja á blað og það gefur og það gefur okkur styrk og sjálfstraust og áræðni í framhaldinu.“Og hver verða svo fyrstu verkefni nýs meirihluta? „Þau eru reyndar fjöldamörg. Þau tengjast húsnæðismálum, þau tengjast skipulagsmálum, velferðarmálum, skólamálum og næsta kjörtímabil er bara að bresta á.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00