Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2018 10:45 Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. visir/jói k Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verður áfram borgarstjóri í Reykjavík. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nýr meirihluti boðaði sem fór fram í „Lautinni“ við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri Grænna skrifuðu þar undir samning um meirihlutasamstarf flokkanna. Á fundinum voru helstu áherslumál kynnt sem og verkaskipting flokkanna. Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna saman sem ein heild. Heiða Björg Hilmisdóttir fer með formennsku í velferðarráði og Skúli Helgason er formaður skóla-og frístundaráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, er formaður Borgarráðs og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, verður forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins. Viðreisn mun gegna varaformennsku í íþrótta-og menningarráði, skipulagsráði og skóla-og frístundaráði. Pawel Bartoszek fer með formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins en Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar tekur síðan við.Hér má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Lautinni sem var í beinni útsendingu á Vísi.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, verður forseti borgarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins en hún fer einnig fyrir mannréttinda-og lýðræðisráði. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, fer fyrir samgöngu-og skipulagsráði. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, mun gegna formennsku í nýstofnuðu ráði umhverfis-og heilbrigðismála en hún segir að borgarbúar geti reitt sig á það að grænu málin verði í öndvegi í þessum nýja meirihluta. Líf er einnig varaformaður borgarráðs.Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru oddvitar flokkanna sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg.Vísir/ Jói K
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verður áfram borgarstjóri í Reykjavík. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nýr meirihluti boðaði sem fór fram í „Lautinni“ við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri Grænna skrifuðu þar undir samning um meirihlutasamstarf flokkanna. Á fundinum voru helstu áherslumál kynnt sem og verkaskipting flokkanna. Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna saman sem ein heild. Heiða Björg Hilmisdóttir fer með formennsku í velferðarráði og Skúli Helgason er formaður skóla-og frístundaráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, er formaður Borgarráðs og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, verður forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins. Viðreisn mun gegna varaformennsku í íþrótta-og menningarráði, skipulagsráði og skóla-og frístundaráði. Pawel Bartoszek fer með formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins en Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar tekur síðan við.Hér má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Lautinni sem var í beinni útsendingu á Vísi.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, verður forseti borgarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins en hún fer einnig fyrir mannréttinda-og lýðræðisráði. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, fer fyrir samgöngu-og skipulagsráði. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, mun gegna formennsku í nýstofnuðu ráði umhverfis-og heilbrigðismála en hún segir að borgarbúar geti reitt sig á það að grænu málin verði í öndvegi í þessum nýja meirihluta. Líf er einnig varaformaður borgarráðs.Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru oddvitar flokkanna sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg.Vísir/ Jói K
Kosningar 2018 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira