Keflavík leikur í Pepsi-deild kvenna á næstu leiktíð en þetta varð ljóst eftir 5-0 sigur liðsins á Hömrunum í kvöld.
Keflvíkingar þurftu eitt stig í síðustu tveimur leikjunum til þess að tryggja sæti sitt á næsta ári en það er nú gulltryggt eftir þennan stórsigur.
Mairead Clare Fulton gerði tvö mörk í kvöld og þær Sophie Groff og Natasha Moraa Anasi skoruðu sitt hvort markið. Eitt markið var sjálfsmark Hamranna.
Keflavík fylgir því Fylki upp í Pepsi-deildina en liðin taka sæti FH og Grindavík eða KR.
Keflavík og Fylkir berjast um toppsætið í Inkasso-deildinni en Fylkir er á toppnum með 45 stig fyrir lokaumferðina. Keflavík er með tveimur stigum minna.
Keflavík upp í Pepsi-deild kvenna
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

„Við viljum meira“
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



