Flókinn kapall framundan á Ítalíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. mars 2018 06:35 Enginn flokkur eða bandalag hlaut afgerandi kosningu í gær. Vísir/Getty Svo virðist sem Ítalir þurfi að klambra saman samsteypustjórn eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Ef marka má útgönguspár virðast hægri- og þjóðernisflokkar hafa notið mestrar hylli. Allt stefnir þannig í að hægriflokkabandalag fyrrverandi forsætisráðherrans Silvio Berlusconi, Forza Italia, hljóti flest þingsæti. Búist er við að bandalagið hljóti á bilinu 248 til 268 sæti, sem þó er töluvert frá þeim 316 sætum sem þarf til að mynda meirihluta á ítalska þinginu. Fimmstjörnuhreyfingin, sem stofnuð var af grínistanum Beppe Grillo, er hins vegar stærsti einstaki flokkurinn að loknum kosningunum. Fimmstjarnan berst fyrir auknu beinu lýðræði, verndun umhverfisins og hefur efasemdir um samstarf við Evrópu.Sjá einnig: Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnarFormaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar sem og formaður Forza Italia hafa þvertekið fyrir samstarf að kosningunum loknum. Stjórnmálagreinendur gera því ráð fyrir að framundan séu erfiðar stjórnarmyndunarviðræður sem gæti tekið vikur að leysa. Það sé þó alltaf möguleiki á að blása til nýrra kosninga. Hvort það skili skýrari niðurstöðum verður þó að teljast ólíklegt. Ítölsk stjórnmál hafa lengi verið flókin og sveiflukennd. Skýrasta dæmi þess er að frá stríðslokum hafa 65 ríkisstjórnir farið með tögl og hagldir í landinu.Ítalega greiningu Vísis á ítölsku kosningunum má nálgast hér. Tengdar fréttir Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Svo virðist sem Ítalir þurfi að klambra saman samsteypustjórn eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Ef marka má útgönguspár virðast hægri- og þjóðernisflokkar hafa notið mestrar hylli. Allt stefnir þannig í að hægriflokkabandalag fyrrverandi forsætisráðherrans Silvio Berlusconi, Forza Italia, hljóti flest þingsæti. Búist er við að bandalagið hljóti á bilinu 248 til 268 sæti, sem þó er töluvert frá þeim 316 sætum sem þarf til að mynda meirihluta á ítalska þinginu. Fimmstjörnuhreyfingin, sem stofnuð var af grínistanum Beppe Grillo, er hins vegar stærsti einstaki flokkurinn að loknum kosningunum. Fimmstjarnan berst fyrir auknu beinu lýðræði, verndun umhverfisins og hefur efasemdir um samstarf við Evrópu.Sjá einnig: Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnarFormaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar sem og formaður Forza Italia hafa þvertekið fyrir samstarf að kosningunum loknum. Stjórnmálagreinendur gera því ráð fyrir að framundan séu erfiðar stjórnarmyndunarviðræður sem gæti tekið vikur að leysa. Það sé þó alltaf möguleiki á að blása til nýrra kosninga. Hvort það skili skýrari niðurstöðum verður þó að teljast ólíklegt. Ítölsk stjórnmál hafa lengi verið flókin og sveiflukennd. Skýrasta dæmi þess er að frá stríðslokum hafa 65 ríkisstjórnir farið með tögl og hagldir í landinu.Ítalega greiningu Vísis á ítölsku kosningunum má nálgast hér.
Tengdar fréttir Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00