Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 16:52 Oleg Deripaska með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Fylgdarkonan segist hafa verið á snekkju Deripaska þegar aðstoðarforsætisráðherra Rússlands var með honum. Vísir/AFP Hvítrússnesk fylgdarkona sem var handtekin á „kynlífsnámskeiði“ í Taílandi segist eiga margra klukkustunda langar upptökur sem sýni fram á hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Anastasia Vashukevitsj var handtekin í Pattya í Taílandi þar sem hún er grunuð um að hafa unnið án þess að vera með landvistarleyfi. Hún sagði við blaðamenn í fangelsinu þar sem henni er haldið að hún ætti meira en sextán klukkustundir af upptökum af umræðum um forsetakosningarnar. Hún myndi afhenda bandarískum stjórnvöldum þær ef hún fengi pólitískt hæli í Bandaríkjunum.New York Times segir að Vashukevitsj hafi náin tengsl við Oleg Deripaska, rússneskan álfursta og milljarðamæring sem aftur er náinn Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Deripaska er einnig tengdur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Manafort hefur verið ákærður fyrir fjölda brota í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Hann er sagður hafa boðið Deripaska persónulegar skýrslur um framboðið á sínum tíma. Fyrirtæki Manafort er þá sagt hafa skuldað rússneska auðjöfrinum milljónir dollara.Ræddi við aðstoðarforsætisráðherrann um BandaríkinÞað sem er talið renna einhverjum stoðum undir fullyrðingar konunnar er myndband sem Aleksei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, birti á Youtube-síðu sinni í síðasta mánuði. Það byggði að miklu leyti á myndböndum og myndum frá Vashukevitsj. Hún segist hafa unnið fyrir fyrirsætuskrifstofu þegar hún og fleiri fyrirsætur voru ráðnar til að vera á snekkju Deripaska. Þar tók hún meðal annars myndir af Deripaska með Sergei E. Prikhodko, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Í myndbandi Navalní heyrast Deripaska og Prikhodko meðal annars ræða um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Navalní segir að Vashukevitsj hafi verið ein fjölda vændiskvenna á snekkjunni. Ætlun Deripaska hafi verið að múta Prikhodko. „Þeir voru að ræða kosningar. Deripaska var með áætlun með kosningarnar,“ segir Vashukevitsj sem vildi ekki gefa fréttamönnum upp frekari upplýsingar. Bandaríska leyniþjónustan er þess fullviss að Rússar hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Það hafi þeir meðal annars gert með því að brjótast inn og stela tölvupóstum Demókrataflokksins og með áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal ananrs hvort að Rússar hafi átt í samráði við framboð Trump um að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Hvítrússnesk fylgdarkona sem var handtekin á „kynlífsnámskeiði“ í Taílandi segist eiga margra klukkustunda langar upptökur sem sýni fram á hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Anastasia Vashukevitsj var handtekin í Pattya í Taílandi þar sem hún er grunuð um að hafa unnið án þess að vera með landvistarleyfi. Hún sagði við blaðamenn í fangelsinu þar sem henni er haldið að hún ætti meira en sextán klukkustundir af upptökum af umræðum um forsetakosningarnar. Hún myndi afhenda bandarískum stjórnvöldum þær ef hún fengi pólitískt hæli í Bandaríkjunum.New York Times segir að Vashukevitsj hafi náin tengsl við Oleg Deripaska, rússneskan álfursta og milljarðamæring sem aftur er náinn Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Deripaska er einnig tengdur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Manafort hefur verið ákærður fyrir fjölda brota í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Hann er sagður hafa boðið Deripaska persónulegar skýrslur um framboðið á sínum tíma. Fyrirtæki Manafort er þá sagt hafa skuldað rússneska auðjöfrinum milljónir dollara.Ræddi við aðstoðarforsætisráðherrann um BandaríkinÞað sem er talið renna einhverjum stoðum undir fullyrðingar konunnar er myndband sem Aleksei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, birti á Youtube-síðu sinni í síðasta mánuði. Það byggði að miklu leyti á myndböndum og myndum frá Vashukevitsj. Hún segist hafa unnið fyrir fyrirsætuskrifstofu þegar hún og fleiri fyrirsætur voru ráðnar til að vera á snekkju Deripaska. Þar tók hún meðal annars myndir af Deripaska með Sergei E. Prikhodko, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Í myndbandi Navalní heyrast Deripaska og Prikhodko meðal annars ræða um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Navalní segir að Vashukevitsj hafi verið ein fjölda vændiskvenna á snekkjunni. Ætlun Deripaska hafi verið að múta Prikhodko. „Þeir voru að ræða kosningar. Deripaska var með áætlun með kosningarnar,“ segir Vashukevitsj sem vildi ekki gefa fréttamönnum upp frekari upplýsingar. Bandaríska leyniþjónustan er þess fullviss að Rússar hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Það hafi þeir meðal annars gert með því að brjótast inn og stela tölvupóstum Demókrataflokksins og með áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal ananrs hvort að Rússar hafi átt í samráði við framboð Trump um að hafa áhrif á úrslit kosninganna.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44
Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27