Leiktækin hans Ratcliffes Benedikt Bóas skrifar 2. ágúst 2018 06:02 Samkvæmt Bloomberg býr Ratcliffe í Sviss en á einnig hús í Chelsea-hverfinu í London. Þá ætlar hann að rífa strandhúsið sitt í New Forest og byggja nýtt framtíðarhús sem kostar fjórar milljónir punda. INEOS Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. Jim Ratcliffe, sem hefur keypt meðal annars Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði, er ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti á árinu. Eru auðæfi hans metin á 21 milljarð punda eða um þrjú þúsund milljarða króna. Mikið hefur verið efast um umhverfisvernd Ratcliffes enda auðgaðist hann á efnaframleiðslu og er með starfsemi í öllum heimshlutum. Þá hyggur fyrirtæki hans á vinnslu á jarðgasi með svokölluðu bergbroti (e. fracking) víða um Bretland en slík vinnsla er vægast sagt umdeild aðferð við orkuöflun.John Harald Orneberg Svíinn John Harald Orneberg hefur farið með veggjum en í umfjöllun Bloomberg er hann sagður vera einn af þeim sem hafa verið að kaupa jarðir hér á landi. Orneberg fundaði með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 28. maí síðastliðinn en ekki er vitað hvað fór þar fram. Í umfjöllun um hann á vefsíðu Bloomberg segir að hann sé stofnandi og stjórnarformaður Timber Capital Limited. Lítið er vitað um leiktæki hans annað en að hann hafi átt skútuna Carl Linne sem hann seldi á rúmar fimm milljónir dollara. Þegar Ratcliffe siglir um heimsins höf ferðast hann með Hampshire II sem er 78,5 metra löng snekkja og komast 14 manns fyrir í sjö klefum. Á snekkjunni, sem er metin á rúmlega 100 milljónir dollara, starfa 23Rudolf Lamprecht Svisslendingurinn Rudolf Lamprecht byrjaði að kaupa jarðir árið 2003 en þess má geta að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra var þá lögmaður hans. Lamprecht stofnaði Regal Springs sem er stærsti fiskframleiðandi heims með svokallaðan beitarfisk (tilapia) sem er þriðji vinsælasti ræktunarfiskur heims. Erfitt hefur verið að finna einstök leiktæki kappans.Ekki hræddur Sigurjón Sighvatsson, segir að hann sé ekki hræddur við að erlendir aðilar eigi hlut í Íslandi. Í frétt Bloomberg kemur fram að mikill meirihluti landsins sé í eigu Íslendinga. „Ég er frekar hræddur við Íslendinga. Margir útlendingar sem hafa keypt upp jarðir á Íslandi eru mörgum skrefum á undan þegar kemur að verndun náttúrunnar.“Ratcliffe á fjórar einkaþotur samkvæmt Daily Record, eða fyrirtæki hans, Ineos. Gulfstream G550 með kallmerkið M-USIC, tvær Gulfstream G280 með kallmerkin M-ISTY og M-INTY og Dassault Falcon 2000EX sem hefur kallmerkið M-CHEM. Þá á hann Agusta þyrlu með kallmerkinu M-AJOR. Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. Jim Ratcliffe, sem hefur keypt meðal annars Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði, er ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti á árinu. Eru auðæfi hans metin á 21 milljarð punda eða um þrjú þúsund milljarða króna. Mikið hefur verið efast um umhverfisvernd Ratcliffes enda auðgaðist hann á efnaframleiðslu og er með starfsemi í öllum heimshlutum. Þá hyggur fyrirtæki hans á vinnslu á jarðgasi með svokölluðu bergbroti (e. fracking) víða um Bretland en slík vinnsla er vægast sagt umdeild aðferð við orkuöflun.John Harald Orneberg Svíinn John Harald Orneberg hefur farið með veggjum en í umfjöllun Bloomberg er hann sagður vera einn af þeim sem hafa verið að kaupa jarðir hér á landi. Orneberg fundaði með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 28. maí síðastliðinn en ekki er vitað hvað fór þar fram. Í umfjöllun um hann á vefsíðu Bloomberg segir að hann sé stofnandi og stjórnarformaður Timber Capital Limited. Lítið er vitað um leiktæki hans annað en að hann hafi átt skútuna Carl Linne sem hann seldi á rúmar fimm milljónir dollara. Þegar Ratcliffe siglir um heimsins höf ferðast hann með Hampshire II sem er 78,5 metra löng snekkja og komast 14 manns fyrir í sjö klefum. Á snekkjunni, sem er metin á rúmlega 100 milljónir dollara, starfa 23Rudolf Lamprecht Svisslendingurinn Rudolf Lamprecht byrjaði að kaupa jarðir árið 2003 en þess má geta að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra var þá lögmaður hans. Lamprecht stofnaði Regal Springs sem er stærsti fiskframleiðandi heims með svokallaðan beitarfisk (tilapia) sem er þriðji vinsælasti ræktunarfiskur heims. Erfitt hefur verið að finna einstök leiktæki kappans.Ekki hræddur Sigurjón Sighvatsson, segir að hann sé ekki hræddur við að erlendir aðilar eigi hlut í Íslandi. Í frétt Bloomberg kemur fram að mikill meirihluti landsins sé í eigu Íslendinga. „Ég er frekar hræddur við Íslendinga. Margir útlendingar sem hafa keypt upp jarðir á Íslandi eru mörgum skrefum á undan þegar kemur að verndun náttúrunnar.“Ratcliffe á fjórar einkaþotur samkvæmt Daily Record, eða fyrirtæki hans, Ineos. Gulfstream G550 með kallmerkið M-USIC, tvær Gulfstream G280 með kallmerkin M-ISTY og M-INTY og Dassault Falcon 2000EX sem hefur kallmerkið M-CHEM. Þá á hann Agusta þyrlu með kallmerkinu M-AJOR.
Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira